Friday, May 27, 2005

Netið og gaman

Jæja ég er kominn með internetið heim til mín.. voða voða gaman. Haldiði að María, mín heittelskaða hafi ekki bara fixað þetta með ADSL-ið. Hún er soddan æði.
Pabbi gaf okkur málverk í kvöld. Sjáið fyrir ykkur hús á túni og heiðblár himinn fyrir ofan og það er greinlega sumar. Takið svo myndinna og snúið henni 180 gráður (þ.e.a.s. á hvolf) og þá er nákvæmlega sama myndefnið nema að þá er meira svona eins og vor. Algjört æði. Maður getur bara snúið henni og þá er ný mynd sem snýr rétt. hehe heh.. um leið og ég sá þessa mynd sem var bara eitthvað schetch hjá kallinum þá heimtaði ég að fá að eiga hana.

Svo vorum við feðgarnir að ræða um ORÐ og uppruna þeirra og þess háttar. Orðið AMATEUR þýðir í raun upphafleg: sá sem hefur ástríðu (aime) fyrir einhverju. Þá er nokkuð merkilegt hversu þetta orð hefur samt öðlast neikvæða merkingu: "æji, hann er nú óttalegur amatör"!!
Meðan orðið Professional stendur þar andspænis sem jákvætt orð. Skrítið þar sem áhugamenn/amatörar/þeir sem hafa ástríðu fyrir e-u eru engu að síður líklegir til að vera færir í því sem þeir gera heldur en þeir sem eru "pró", og eru kannski stundum að gera hluti aðalega til að færa björg í bú.

Jæja nóg um það.

Stebbi segir ei meir í kveld.

Thursday, May 26, 2005

Gátan góða!!

jamm internetið liggur ennþá niðri eins og er, Ég er að láta Halla Hólm laga tölvurnar okkar Maríu um þessar mundir gengur hægt en vel!!! Hvernig sem það má nú vera.

Gátan hefur ekki ennþá verið leist því miður...
Vísbending:
Kvenkyns galdramaðurinn átti það til að semja stutta lagbúta!!

Og ekki gleyma að svara í sömu mynt!!

takk takk

Friday, May 20, 2005

Internet

Jæja.. það er búið að vera eitthvað smá vesen með netið hérna heima hjá mér.. en ég held að þetta fari nú að lagast:
Annars er ég núna að bíða eftir strákunum í Buff þar sem við erum að fara á Bakka til að taka flug til Vestman-Islands. Stuð og fjör.
júróvisjónkeppnin í gær ..var ....spes!! Áfram Norge segi ég..

Gáta:
Sat hel frá Unu
Ögrun Grunn
Án ólgar ung
Ísis logn.

Ef þú veist svarið, svaraðu þá í sömu mynt!!

Jæja jæja ..

-Stefán

Saturday, May 07, 2005

Vigdís Klara

Hæ hæ .. sorry hvað ég hef ekkert skrifað lengi. maður er bara bissí og ekki með internet heima hjá sér.
Ég eignaðist dóttur núna 25. apríl og er hún fallegasta barn í heimi. ég meina ég bað um fallegt barn en öllu má nú ofgera. Hún var tæp 11 merkur og 48.5 cm, alveg oggolítil og dæt.
Hún heitir Vigdís Klara og er jú Stefánsdóttir. þar með er hún alnafna langömmu sinnar. Amma var alvega stórmerkileg kona og var/er ákaflega elskuð og dáð af sinni fjölskyldu, rétt eins og Vigdís Klara mín litla.
Það verður ekki nein skírn en það er aldrei að vita nema við höldum einhverskonar veislu henni til dýrðar þar sem lífinu, hinni stórbrotnu náttúru og ástinni verður fagnað.
Gæti vel verið að maður geri eins og "hinir" og búi til litla sæta barnalands-vefsíðu fyrir dúlluna litlu.
þegar fram í sækir eru allir velkomnir í heimsókn að kíkja á gússí-gú-stelpuna mína. En bara að muna að hringja á undan.
alrighty..
lag dagsins.. er norska júróvisjón-hármetal-lagið.. allir að kjósa það..
-stefán