Friday, September 30, 2005

Falsksveit verkalýðsins!!

Sá íslandsmetið í felskju innanhús án atrennu slegið rækilega í morgun. Var að horfa á Ísland í bítið og var þar ónefndur "söngkennari" að fara hamförum!!
1. regla: Ef þú getur hoppað og sungið um leið, gerðu það endilega, ef ekki, slepptu öðru hvoru!!
Mér finnst líka svo magnað þegar svona sjálfstæðir skólar eru með námskeið í söng, þá eru alltaf svona "söngkennarar" að kenna sem að mínu mati eru ekki mjög góðir söngvarar, þeir eru bara svona "celebrities", mjög magnað!! Bíð bara eftir að Idol-Simmi komi fram í einhverri auglýsingunni. "Simmi og Auðunn Blöndal verða gesta-söngkennarar í vetur"!!

Jæja nóg af tuði... snúum okkur heldur að röfli!!

Sjálfstætt fólk!! Mér hefur nú fundist hann Jón Ársæll nokkuð fínn dagskrárgerðarmaður, en ég meina að vera með þátt um Leon-C (þori ekki að skrifa rétt nafn, hræddur við huganlegar afleiðingar). Gefa henni tækifæri á að demba sinni geðveilu yfir landan áður en hún fer úr landi brott?? "What do you think of Icelanders" / "They are bloody, stinking rasists, that´s what they are"!!
OK!! Ég er ekki að segja að hún eigi bara að elska okkur. Og jú, auðvitað er glatað að vera að grýta húsið hennar og þess háttar, en þetta er ekkert bara það! Hún þolir ekki gagnrýni aumingja manneskjan, og lifir bara í einhverjum einkennilegum sjálftilbúnum (er þetta orð til) veruleika. Veruleikafyrring er orðið sem ég leita að. Það þýðir ekkert að gefa út efni og svo þegar fólk fer að ræða um gæði þess, eða þá (ó)gleði sem það finnur í brjósti sér við að hlusta á það, að fara þá bara í fýlu og segja að allir séu rasistar. God damn it!! En það er víst búið að ræða um hana nóg í fjölmiðlum og bloggum!! En eitt vil ég þó segja: Ég vildi óska að ég hefði eins og míkróskammt af þessum eiginleikum hennar, þá væri ég kannski búinn að gefa út eina fokking plötu!! En eitt er víst, að þegar hún kemur út (ef guð og gæfan vill) þá eruð þið bara fokking Hafnfirðingahatarar ef ykkur finnst hún ekki æði!!!

Að lokum vil ég segja....

EKKERT!!!

Thursday, September 29, 2005

Uppskriftir

Ég eldaði mér frábæra máltíð um daginn, meðan Naría var í kvöldskólanum.

Humar og rækjur í butter chicken og kókós.
Slatti af humar
Slatti af rækjum
Steikt á pönnu, hella vökvanum af af og til.
Skera fullt af grænmeti, gulrótum, lauk, hvítlauk, papriku, púrrulauk, radísum, baby-corn o.s.frv.
Skella því á pönnuna og krydda yfir með smá aromat og dilli.
Leyfa grænmetinu að steikjast soldið og þá skella einni krukku af Tilda Butter Chicken sósu og kókósmjólk yfir.
Láta malla í 5 mín.
Bera svo fram með hituðu Nan-brauði.
Einnig er frábært að blanda saman, sýrðum rjóma og Mango chutney sósu til að hafa svona on the side. Einnig frábært að setja soldið af mintu út í hreinan jógúrt til að hafa on the side líka.

Svo hef ég stundum gert svona einfalda Lax-máltíð.
Laxinn góði:
Skella ca. 2-4 laxaflökum í eldfast mót og hita í ofni á 200 gráðum. Salta hann aðeins.
Taka kartöflur og sætar kartöflur, skera í litla kubba og steikja á pönnu. Salta og strá yfir dilli, chives og eitthvað solleis.
Sósan er mjög einföld, smjör brætt og graslaukur skorinn í smátt og bætt út í ásamt hvítlauk.
Rosa gott að bæta líka sýrðum rjóma út í sósuna. mmmmm....!

Selfoss

Við Buff-menn fórum í gær á Selfoss og tókum myndir fyrir umslag plötunnar nýju, SELFOSS! Það var bara fínt.. Bjarni Friðriks, hljóðmaður og Bernaise-master tók myndirnar á fínu CANON vélina sína.
Annars er ég bara rosalega lítið sofinn, Vigdís Klara krúttudúlla er voða dugleg við að vakna á nóttunni og vilja stuð og fjör, þó aðalega pelann sinn. Vaknaði 2 í nótt og sofnaði aftur klukkan 4 og vaknaði svo aftur rétt rúmlega 6. þannig að við erum kannski að tala um 3 klukkutíma samanlagt í svefn. En svona er þetta nú bara, þegar maður er alltaf í sleik þá kemur barn. En svo er þetta nú líka svo rewarding að hið hálfa væri nóg. það er nóg bara að líta framan í hana og sjá hana brosa til sín og þá er bara allt gott og maður getur bara tekið svefn og troðið honum upp í rassgatið á sér.
Svo er maður að fara að vinna meira í Það var lagið! Það verður örugglega bara jafn svaka gaman og síðast. Svaka törn, erfitt en gaman. Hvernig finnst ykkur annars Það var lagið-stefið??? Ég samdi það!!
Jæja mér heyrist Vigdís Klara vera að vakna frá sínum krúttublundi svo að það er best að fara að sinna henni og fara svo með hana í vagninn sinn og út að labba. Kannski ég bara geri það sem mér finnst skemmtilegast þessa dagana; fara og versla í matinn!! No kidding, mér finnst það rosalega gaman!! Sérstaklega þar sem allt exotic indverska og austurlenska draslið er!!
Well anyway
bæ bæ

Tuesday, September 27, 2005

London; Ferðasaga!!

Laugardagur: 17. sept.
Leifstöð: Versluðum helstu “nauðsynjar” og drukkum bjór.
Flug: spiluðum myllu (millu??) og leystum næstum því 3 krossgátur milli þess sem við fórum í hörku sleik.
London: “Tjekkuðum” okkur inn rétt eftir að við hjálpuðum lyftunni að opnast. Fórum upp á herbergi þar sem ég náði að eigna mér neðri kojuna!!
Fórum út að borða og röltum svo eitthvað í leit að stað þar sem hægt væri að fá sér drykk og chilla.. en allt lokað.
Sunnudagur . 18. sept.
Vöknuðum, burstuðum, fórum í hörku sleik og svo beint út að versla eins og MOFOS. Byrjuðum á því að kaupa helling af fötum á mig, og svo fengum við okkur bjór. Versluðum svo soldið á Maríu og fórum svo og fengum okkur bjór. Spjölluðum við “locals” á pöbbi einum sem heitir “The Tottenham” sem er sami pöbb og ég og Bergur fórum á forðum daga. Fórum á Denmark strít þar sem ég keypti ól fyrir Banjóið mitt, fullt af “fingerpicks”, og Stevens bar slide og capo fyrir Dobróið sem ég ætla að eignast bráðlega. Fórum á skó-rýmingarsölu og keyptum skó á Maríu og Vigdísi klöru. Skiluðum dótinu á “the Youth Hostel” og fórum svo og fengum okkur indverskan.... mmmmmm... “kormað” var yndislegt!!
Tókum leigara til Hammersmith, þar sem tónleikarnir með AKUS áttu að eiga sér stað. Hittum Jón Ingólfs úr Tvist og Bast og var hann hress. Þar sem rafmagnslaust var í hverfinu við Carling Appollo fórum við að hafa áhyggjur af því hvort tónleikarnir yrðu hreinlega. Við biðum og biðum, röltum á næsta pöbb og héldum áfram að bíða. EN svo loks kveiknaði á ljósunum og allt gekk upp.
Tónleikarnir voru snilld. Þvílíkur flutningur. Ekkert meira hægt að segja um það.
Eftir tónleikana var María alveg crazy, henni langaði svo í bjór (líka ég og Jón) að hún hætti ekki fyrr en hún fann bar sem, ólöglega, var með lengur opið. Asskoti seig hún María þegar þorstinn sækir að.
Þegar heim var komið fórum við í hörku sleik og sofnuðum svo út frá því.
Mánudagur. 19. sept.
Byrjuðum á því að fara í Hamleys sem er dótabúð á 6 hæðum. MJÖG skemmtilegt. Versluðum það mikið að við þurftum að kaupa sér tösku fyrir allt dótið. Hefðum þó viljað versla miklu meira en við gerðum .Eftir að dótið var komið á Hostelið, tókum við smá túristapakka. Skoðuðum Trafalgar, Big Ben, Westminster Abbey, London EYE etc. Röltum svo að Buckinghamhöllinni og tókum cab þaðan og í Science Museum, sem var bara gaman fyrir utan að ég týndi næstum Maríu og fór í mikla fýlu en svo bara fórum við í sleik og allt var gott aftur.
Ég dró Maríu í búð sem ég vissi af á Charing Cross Road, þar sem ég keypti, kennslu DVD diska. Banjó kennslu disk, 2 dobro og einn fiðlukennsludisk.
Svo enduðum við á því að fara og fá okkur aftur Korma á sama indverska staðnum og kvöldið áður.. mmmmmm..... yndislegt.
Náðum í töskur á Hosteli tókum leigara á Liverpool station og lest á Stanstedt þar sem ég gat varla gengið út af núningssári í nára (núningsárínára).
Vorum kominn að sækja dóttur okkar til Mömmu minnar og pabba um klukkan 12, sem er náttúrulega allt of seint fyrir svona litlar dúllar að vera að vakna til þess að fara í bílinn og heim. Ég komst af því klukkan 4 um nóttina þegar hún Vigdís sofnaði loksins. En hún vaknaði aftur klukkan 7 þannig að well I don´t know!!

Svo eru bara búinn að vera veikindi á mér og Maríu síðan við komum heim. En Vigdís Klara hefur nú alveg sloppið .. 7..9.. 13.

Tuesday, September 13, 2005

Hayseed Dixie

Í dalnum Deer Lick Holler í Appalachia fjöllum Bandaríkjanna sátu nokkrir vinir og spiluðu músík auk þess sem þeir drukku bjór og viskí. Þetta er ekki frásögum færandi þar sem þessi iðja var stunduð flest kvöld af þeim félögum. Þeir spiluðu allir á órafræn hljóðfæri, manólín, fiðlu, banjó og kassagítar og spiluðu músík sem þeir höfðu fengið í arf frá forfeðrum sínum. Kvöld eitt ók ókunnugur maður í gegnum dalinn, en þó ekki alla leið. Hann klessti á gamalt og stórt eikartré við Devil´s Elbow Curve og lést af þeim völdum. Þessir félagar fundu vinylplötur undir aftursæti bílsins og ákváðu að nú skildu þessar plötur vera settar á 78 snúninga grammafóninn og nú skildu þeir læra fleiri skemmtileg sveitalög. En þessar plötur voru ekki kántrý, þjóðlaga né bluegrass plötur. Þetta voru AC/DC plötur, músík sem þeir vissu varla að væri til. Nú hafa þeir gefið út fjölmargar plötur þar sem þeir spila þekkta rokkslagara í "bluegrass style".
Lesið meira hérna http://www.hayseed-dixie.com/genesis.html

Takk takk..

-STefán

Sunday, September 11, 2005

Ja ha ha há!!!

Jamm þetta með Alþýðubandalagið var nú bara djók svo við skulum nú alveg vera róleg.
Ég er nú ekki mesti alhæfingamaður vil ég trúa, svo að þó maður taki nú bara svona góða skorpu einu sinni á ári þá held ég að það ætti alveg að vera í k-i!
En þetta er alveg rétt hjá Ingvari enda klár og oftast vel þenkjandi maður, þó að hann sé hægrisinnaðri en Hitler. Það eru hálfvitar út um allt. Stundum trúi ég því, (þ.e.a.s. þegar ég veit að fjölskyldunni minni líður vel, ég er með grilltöng í hönd, ískaldan bjór skammt frá mér, sólin skín, Alison Krauss er á fóninum, ódýra kryddlegna svínakjötið brennur ekki um of á grillinu, og þar af leiðandi er ég í góðum fíling,) að fólk sé bara innst inni gott, hjartahreint og réttlátt. En svo þegar maður fer og umgengst fólk, sérstaklega þegar maður er að spila fyrir fullt fólk, þá kemst maður að því að meginþorri fólks er fífl.
Annars var ég ekki að skrifa þetta síðasta blogg að því að mig dauðlangaði að koma af stað einhverri pólitískri umræðu. Þetta átti nú bara að vera einræða. Ég var sérstaklega ekki að biðja um upprifjun á einhverjum fornum vinstrimanna syndum. Því ef við byrjum á því þá er erfitt að stoppa og þá munu margir liggja í valnum.

Við spiluðum fjögur gigg um helgina, og var það bara nokkuð krefjandi. Ég var alla vega alveg búinn undir restina. Eitt fannst mér soldið glatað. það var þegar við vorum búnir að spila af okkur rassgatað í 6 tíma nærrum samfleytt og ég ákvað að chilla með eins og einn bjór með strákunum í hljómsveitarherbergi NASA. Þá bara allt í einu fylltist herbergið af fólki, fullt af fólki sem ég jú þokki og var væntanlega boðið þangað inn en líka fullt af fólki sem ég hef aldrei séð áður. Og svo allt í einu var Palli Jóns að segja: "Hey Krissi Bö viltu einn eða tvo bjóra úr kælinum" (þ.e. kælinum sem Nasa er með þarna fyrir bandið) Svo segir Krissi Bö: " já hafðu þá tvo". Í þann mund seilast Palli Jóns í skápinn og nær í tvo og opnar þá báða fyrir Krissa vin sinn. Nett glatað, mjög Íslenskt. Mig langaði að spyrja. "Hverjir eruð þið?? .. af hverju eruð þið hérna að angra mig í lok vinnunnar??? .. og af hverju EIGIÐ þið allt í einu þennan bjór???!!!

Jæja ég þori ekki að skrifa meira.. þarf að vera fljótur að þessu. Netið er alltaf eitthvað að fokka í manni hérna.

-Stefán

Friday, September 09, 2005

1000 ár sagði ég!!!

Það var maður í kvöld sem sagði við mig: "þú ert listamaður, þú hefur aldrei þurft að vinna fyrir þér" Mjög magnað, ég sem hélt að það væru einmitt fokkings helvítis sjálfstæðis manna börnin sem væru þannig. Allavega þessi maður (sjálfstæðismaður og fáviti, sem þeir eru allir) þóttist geta séð það á mér að ég hafi aldrei þurft að vinna fyrir mér. Trúið mér, ég hef alveg þurft að nota mína hæfileika til þess að koma í mig og mína mat. Allt í lagi, kannski ekki alveg vetfangurinn til að SANNA það að ég hafi þurft að vinna fyrir mér, enda flest allt vinir mínir að lesa, (vona ég). En eitt verð ég að segja, ég vil ekki vera fordómafullur en verð þó að segja að ALLIR SJÁLFSTÆÐISMENN ERU FOKKING HELVÍTIS FÁVITAR... ég þorði bara aldrei að viðurkenna það. Þessi feiti fáviti þarna í kvöld var einmitt einn slíkur, feitur, í jakkafötum og fordóma fullur eins og ég. NOTA BENE ég var nú ekki búinn að segja honum að ég væri nú nokkuð hægri sinnaður sjálfur... en nei nei .. hann bara þurfti endilega að segja mér það að ég væri listamaður (fair enough, if that´s what you wanna call it) og að ég HEFÐI ALDREI ÞURFT AÐ VINNA FYRIR MÉR!!! Ég er með jöfnu: Feiti gaurinn + Pétur Blöndal = sjálfstæðismenn = fávitar!! Æji sorrý .. ég ætti kannski að láta aðeins renna af mér.... reiðinni... Nei andskotinn hafi það.. ég ætla bara að vera með sleggjudóma og leiðindi..
Eitt þoli ég ekki með marga sjálfstæðis(réttdræpa)fávita að þeir þykjast geta bara sagt að allt vinstri sinnað fólk séu bara vitleysingar út af því að einhver ein vinstri manneskja sagði eitthvað ógáfulegt fyrir 15 árum... á sama tíma hafa sjálfstæðis menn "lindarheila" eins og Pétur BLöndal (heimskasti maður í heimi) innanborðs. EN þegar maður minnist einu orði á hann þá segja allir, " æji já , það er ekkert að marka hann, hann er nú bara vitleysingur"!!. "Hæ hæ , Stefán heiti ég og er nasisti" - "ha? nasisti ? bíddu...? eins og Adolf Hitler?" - "nei nei.. ekki þannig sko ... það er nú ekki að marka hann.. hann var nú bara algjör kjáni"!!
Hinir fáu koma upp um restina vegna þess að einhvers staðar hlýtur hið raunverulega eðli að sprautast út!!! Og ég get svo svarið það að ef einhver fer að leiðrétta þetta blog af málfræðivillum þá verður sá hinn sami HANGDUR (komið af orðinu AÐ HANGA). Fokkið ykkur sjálfstæðismenn.. og megiði deyja 1000 ára löngum og kvalarfullum dauðárum!!!

Tuesday, September 06, 2005

Jæja jæja!! Netið komið í lag hjá mér???

Ég þori ekki að lofa að það (netið) verði í lagi hér eftir. En ég er allavega að nota það núna!! Ég ætla að vera duglegri héðan af að skrifa og tuða og rugla í blogginu!!! Má samt ekki vera að því núna... þarf að fara með bílinn í skoðun og júmpa hitt og þetta..
-Stefán