Wednesday, April 19, 2006

Tja, heyrðu mig...hva???


Er ekki hægt að búa til mynd um íslenska samtímapopp/rokktónlist án þess að fá SJÓN til að vera með einhverjar meiningar???
Var að horfa á Gargandi Snilld í imbanum um daginn og þá þurfti að sjálfsögðu að rifja upp þau gífurlegu áhrif sem Einar Örn Benediktsson hefur haft á íslenska rokktónlist. Sá maður er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann hefur alltaf náð að troða sér fram endalaust án þess að hafa snefil af hæfileikum. Við hvað vinnur þessi maður annars.. getur hann ekki bara haldið sig við það eða gerst plötugagnrýnandi eða eitthvað.

Jæja nóg af pirri. Nú fer dóttir mín að verða 1 árs og það er magnað, yndislegt, náttúrunnar dýrmætasta gjöf og stórfenglegt. Ætlum að halda krúttulega afmælisveislu með heimabökuðum kökum og ALLT!!! Þá verða sko læti, enda heill hellingar af börnum sem munu mæta-vonandi.

Jæja.. nóg í bili .. bæ bæ..

Thursday, April 06, 2006

Stebbi er klummsa!!!


Mikið er nú allt orðið öfugsnúið. Sagan er nú þannig að í Blaðinu um daginn var lítil grein sem bar yfirskriftina "Var Jesús í jakahlaupi" og fjallaði hún um vísindamenn frá Flórída sem halda því fram "að verið geti að spámaðurinn hafi í raun gengið á nokkurskonar ísfleka sem myndast hafi á Galíleuvatni á sínum tíma". "Möguleiki er að óvenjuleg skilyrði í vatninu ásamt snöggu kuldakasti geti útskýrt þessa frægu biblíusögu" . Doron Nof prófessor við ríkisháskólann í Flórída sagði: "Við erum aðeins að benda á þennan á að líkur séu á því að þetta fyrirbæri hafi verið til staðar á tímum Jesús. En hvort þetta útskýri söguna af því þegar hann á að hafa gengið á vatninu, það veit ég ekkert um" Svona var nú greinin í grófum dráttum en hún er nú ósköp ómerkileg að mörgu leiti enda ekki verið að fullyrða neitt né reynt að sanna nokkuð og fjallar finnst mér voða mikið og einhverjar "spekúlasjónir" erlendra fræðimanna! Það sem er aftur á móti alveg magnað eru viðbrögð tveggja kristinna manna er ég umgekkst í morgun. Ég var búinn að lesa hálfa grein þegar annar þeirra, maður A, sér fyrirsögnina og les fyrstu línur hennar og skellir þá uppúr og bendir manni B á þessa "fásinnu". Maður B skellir einnig uppúr og segir "ye, right, einmitt, sénsinn bensinn, glætan spætan, möguleikinn mínútusteikinn, eins og það væri bara allt í einu klaki undir vatninu sem enginn hefði séð". Sem sagt af tveimur kostum 1. Að það sé til undarleg og jafnvel mjög hæpinn en þó vísindalega rökstudd útskýring 2. Að maðurinn hafi náð að sigrast á þyngdaraflinu og eðlisfræðinni, þá getur ekki verið annað en að nr. 2 sé rétt. Spes!!!
En af hverju er þetta svona??? Jú, jú, trúin, hún flytur fjöll!
Nú eru ekki allir á eitt sáttir með að Júdasarguðspjallið skyldi finnast (er það með Y??? fundu... fynnast.. sheize). Júdas á víst ekki að hafa verið jafn "slæmur" og fólk vildi meina. GTI skrifaði: "Næst berast eflaust fréttir af því að María Mey hafi verið blökkukona og Pétur postuli tölvufræðingur". Miðað við hvað ótrúlegir og ólógískir hlutir gerast í sögum biblíunnar þá finnst mér það bara alls ekki ólíklegt.
En getur verið að trú og sagnfræði séu svolítið að örmagna hvort annað??? Að mínu mati eru þetta tveir ólíkir hlutir og þess vegna finnst mér glatað að það að trúa sé alltaf samofið einhverjum sögum og sjálfkrafa kröfu um að á þær skuli líta sem sannleik. Hins vegar finnst mér sagnfræði mjög skemmtileg, en er þó nokkuð meðvitaður um að það þarf ekki að vera að allt sé satt sem kemur þar fram.
Æji ég skal ekki tuða meir.. finnst bara svo mikil heimska í því að taka bók sem heilögum sannleik (í orðsins fyllstu) en hlægja hæðnislega af ÖLLUM öðrum möguleikum. Alveg glatað..
jæja..

Wednesday, April 05, 2006

Spes dagur


Það er allt í einu ekki hægt að setja í ó ú o.s.fr. í "Title" dálkinn svo ég þarf alltaf að finna nöfn á bloggið sem hefur ekki að geyma neina íslenska stafi. Minnir mig á einhverja 10.000 orða skáldsögu sem ég sá um daginn þar sem aldrei kom stafurinn "E" fyrir. Magnað!
En ég er búinn að vera í fýlu meira og minna í dag. Ennþá að "farging" kálast í baki, öxlum og hálsi. Fór semmsé ekki til vinnu í dag né á giggið með bandinu. Alveg glatað!!! En hvernig er hægt að vera í fýlu þegar maður á svona yndislega og fallega dóttur. :)
Enda er ég orðin óvenju jákvæður undanfarið. Helstu rök fyrir þessari breytingu eru þau að ég var að horfa á endursýningu Spaugstofunar og í einu atriði fann ég örlítinn kipp í einum vöðva í andlitinu, sem ég kýs að kalla kinnvöðva, en ég mann ekki alveg hvoru megin það var.
Hrós fá Felix Bergsson og Guðrún Gunnars. Þau eru bara ansi góð saman í þessum 6-7 þáttum, bæði mjög svona eðlileg bara og voða fín. Guðrún Gunnars er reyndar að mínu mati ein af þessum manneskjum sem eru algjörlega fædd til að vinna við sjónvarp, enda með endenum indæl og skemmtileg manneskja.
Skjár Einn fær líka hrós fyrir að ætla að sýna okkur Woody Allen myndir á sunnudagskvöldum. Er Skjár Einn kannski bara besta stöðin??? Kannski ef þeir hentu slatta af góðum heimildarmyndum inn í dagskrána. Sirkus er aftur á móti mesta sorpsjónvarpsstöð í heiminum. En sniðugir að mörgu leiti engu að síður. Þeir eru algjörlega að höfða til hnakkana og það er markhópur eins og hver annar. NEI... fyrirgefiði það er ekki markhópur EINS OG HVER ANNAR ... EN markhópur engu að síður.
Having said that, þá er ég nú mesti "Raunveruleikaþátta"-fíkill sem ég þekki, en ég er allur að koma til, farinn aðeins að slaka á.
En á sirkus er svo mikið af þáttum með svona "búmm-tiss-búmm-tiss"-trommutaki undir allan tíman. Illa pródúserað drasl. Var nokkuð forvitin í gær þar sem kona var að elda Lasanja alveg frá grunni en það heyrðist voða lítið hvað hún sagði, bæði vegna þess að hljóðupptakan var léleg og þessi ágæti trommutaktur gekk undir allan F. tímann!!
Jæja.. nóg af tuði.
bæ bæ ... elska ykkur ÖLL!!!
Knúsi knús!!!

Tuesday, April 04, 2006

Axlir i klessu

Ónýtar axlir:
Jamm ég var að skipta á dóttur minni í morgun og hreyfði mig eitthvað vitlaust og datt hreinlega í gólfið af sársauka í öxlinni sem leiddi niður á bak. Fór í vinnunna og sá að ég gat ekki gert rassgat enda alveg að farast í öxlunum, með hausverk og fastur í mjög einkennilegri stöðu. Svo nú er ég heima, litla prinsessan í pössun og konan mín úti. Er búinn að liggja í sófanum í allan dag að glápa á dimbi-rimbi-imbann svona af og til og hitakrem, hitapoki, Íbúfen og Voltaren Rapid eru einu vinir mínir.

Við Buff menn höfum verið ötulir við spilamennsku undanfarið, höfum farið út á land að spila og allt. Selfoss, Ólafsvík, Búðir, Eskifjörður og hvaðeina
Nú á að kjósa útvarpsstjörnu Íslands. Hvernig er það??!! Er ekki hægt að öðlast "career" lengur nema með því að fara í einhverja keppni??? Hvað varð um það að byrja bara frá grunni og vinna sig upp, vinna upp traust og vinna aðdáun fólks með því að stunda bara sitt starf og gera það vel. Það versta við þetta er að í þessum keppnum, þá sérstaklega Idolinu, koma upp missmiklir talentar sem hafa þó eitt sameiginlegt: Reynsluleysi. Það er nefnilega orðið svolitið þannig núna að reynsla er orðin einskis virði sem er mjög slæmt. Það er sérstaklega slæmt fyrir þann sem vinnur Idolið því þegar þættirnir eru búnir tekur hin svokallaði "bransi" við og án reynslu gerir maður ekki rassgat á þeim bæ.

Keypti mér KING KONG á DVD. Hafði ekki séð myndina. Það er alveg magnað með Peter Jackson, það er hvað hann á alveg ótrúlegt magn af filmu. Hann er greinilega bara endalausar birgðir af filmu til að taka upp á. Vá, sagan um King King tekur ca. hálftíma að lýsa í þaular en hann tekur alveg (að mér fannst) 4 klukkutíma. Þetta er kannski bara hans stíll.

Ég er orðin þreyttur á að kveikja á sjónvarpinu á kvöldin. Ekki af því að það er svo erfitt að ýta á takkan, nei, ekki út af því að það er orðið allt of mikið af yfirborðskenndum og innihaldslausum "djammlífs-þáttum", heldur vegna þess að í þeim öllum (þ.e. djammlífsþáttunum) er viðtal við vissan útvarpsmann. Ætla ekki að nefna neitt nafn en það er alveg magnað hversu oft þessi maður er fullur einhversstaðar á einhverjum uppákomum að blaðra eitthvað "useless" kjaftæði. Þessi gaur er víst eitthvað háttsettur á FM 95.7 og um daginn var viðtal við hann þar sem hann var að segja okkur hversu góð hljómsveitin Ampop er. Hann sagði eitthvað eins og; "já sko þegar fólk hringir inn til okkar þá bara segir það "vá er þessi hljómsveit virkilega íslensk", ótrúlega gott band". Nú veit ég að FM hafa nú ekki mikið verið að spila Ampop í gegnum tíðina. Hef meira að segja heyrt sögur þess efnis að þeir hafi neitað að spila þá og bara hunsað allar beiðnir þeirra sem hringt hafa inn. ÞAR TIL, að lag þeirra Ampop manna var valið besta lag síðasta árs af vefnotendum á Íslensku tónlistarverðlaununum. Eftir að það gerðist fóru þeir nú að spila svolítið meira með þessari ágætu hljómsveit og þá auðvitað birtist þessi gaur, vel kenndur í sjónvarpinu, þó hvergi banginn því að hann heldur að hann sé svo svakalega orðheppinn og vel máli farinn, og fer að segja okkur hversu frábær Ampop sé, bara eins og hann hafi hreinlega uppgötvað bandið og gert okkur þann góða greiða að kynna okkur fyrir henni. Man ekki hvað þetta kallast.... uhh.... uhh..... ehhh..... jú heyrðu nú man ég þaðd: HRÆSNI!!!!!

Skrifa ekki meir, kannski meira á morgun ef ég verð jafn hreyfihamlaður og í dag og kemst þ.a.l. ekki til vinnu.
verið sæl