Saturday, May 07, 2005

Vigdís Klara

Hæ hæ .. sorry hvað ég hef ekkert skrifað lengi. maður er bara bissí og ekki með internet heima hjá sér.
Ég eignaðist dóttur núna 25. apríl og er hún fallegasta barn í heimi. ég meina ég bað um fallegt barn en öllu má nú ofgera. Hún var tæp 11 merkur og 48.5 cm, alveg oggolítil og dæt.
Hún heitir Vigdís Klara og er jú Stefánsdóttir. þar með er hún alnafna langömmu sinnar. Amma var alvega stórmerkileg kona og var/er ákaflega elskuð og dáð af sinni fjölskyldu, rétt eins og Vigdís Klara mín litla.
Það verður ekki nein skírn en það er aldrei að vita nema við höldum einhverskonar veislu henni til dýrðar þar sem lífinu, hinni stórbrotnu náttúru og ástinni verður fagnað.
Gæti vel verið að maður geri eins og "hinir" og búi til litla sæta barnalands-vefsíðu fyrir dúlluna litlu.
þegar fram í sækir eru allir velkomnir í heimsókn að kíkja á gússí-gú-stelpuna mína. En bara að muna að hringja á undan.
alrighty..
lag dagsins.. er norska júróvisjón-hármetal-lagið.. allir að kjósa það..
-stefán

8 Comments:

At 1:33 AM, Anonymous Anonymous said...

Elsku Stebbi Stuð og frú Stuð. Innilegar hamingjuóskir með litlu skottuna ykkar...og fallega nafnið hennar. Gangi ykkur vel.
Ragnheiður og Geir

 
At 11:46 AM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með Vigdísi Klöru elsku hjónakorn og gangi ykkur vel.
Símon og Ninna

 
At 1:13 PM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með litlu og fallega nafnið hennar :)

Bengta M.

 
At 10:14 PM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með litlu Whisky Körtu kæri stefán. Kauptu þér internet henni til heiðurs.

Trausti

 
At 12:11 AM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju. Kysstu stelpurnar þínar frá mér.
Kv. Egill

 
At 7:20 PM, Anonymous Anonymous said...

Æðislega til hamingju með snúlluna og nafnið :)
Gauti, Silja og Co.

 
At 12:08 AM, Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með dömuna :)

 
At 3:31 PM, Blogger Doppa said...

Til hamingju með litlu Vigdísi Klöru, kæru Stebbi stuð og frú, kannski við Akureyrargellurnar lítum í heimsókn til ykkar í sumar.

 

Post a Comment

<< Home