Friday, May 27, 2005

Netið og gaman

Jæja ég er kominn með internetið heim til mín.. voða voða gaman. Haldiði að María, mín heittelskaða hafi ekki bara fixað þetta með ADSL-ið. Hún er soddan æði.
Pabbi gaf okkur málverk í kvöld. Sjáið fyrir ykkur hús á túni og heiðblár himinn fyrir ofan og það er greinlega sumar. Takið svo myndinna og snúið henni 180 gráður (þ.e.a.s. á hvolf) og þá er nákvæmlega sama myndefnið nema að þá er meira svona eins og vor. Algjört æði. Maður getur bara snúið henni og þá er ný mynd sem snýr rétt. hehe heh.. um leið og ég sá þessa mynd sem var bara eitthvað schetch hjá kallinum þá heimtaði ég að fá að eiga hana.

Svo vorum við feðgarnir að ræða um ORÐ og uppruna þeirra og þess háttar. Orðið AMATEUR þýðir í raun upphafleg: sá sem hefur ástríðu (aime) fyrir einhverju. Þá er nokkuð merkilegt hversu þetta orð hefur samt öðlast neikvæða merkingu: "æji, hann er nú óttalegur amatör"!!
Meðan orðið Professional stendur þar andspænis sem jákvætt orð. Skrítið þar sem áhugamenn/amatörar/þeir sem hafa ástríðu fyrir e-u eru engu að síður líklegir til að vera færir í því sem þeir gera heldur en þeir sem eru "pró", og eru kannski stundum að gera hluti aðalega til að færa björg í bú.

Jæja nóg um það.

Stebbi segir ei meir í kveld.

7 Comments:

At 4:09 AM, Anonymous Anonymous said...

Halló pabbi minn. Ég er búin að leysa gátuna þína og svara á þessa leið:
VEIT GADD Í ÁS
SKÁLMA FRÍA SIT
TEL FRÁ ÍNU
SÓDA ÓTTA TEIGRA

 
At 4:11 AM, Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Heyrðu míg nú!! Haldið þið að Vigdís litla dóttir mín hafi ekki bara leyst gátuna miklu, hún er bara mánaðar gömul. Magnað. Undrabarn. Ég er SVO stoltur pabbagúss.

-Stebbi

 
At 2:49 AM, Anonymous Anonymous said...

Hjálp! Ég er svo langt frá því að fatta hvað þú ert að tala um, í gátunni, í vísbendingunni né í lausninni. Hef ekki minnsta grun hvað þú ert að tala um. Mér finnst það scary. Það eru bara einhver orð - og ég skil fæst þeirra - tjah nema reyndar í vísbendingunni, þar skildi ég orðin, en ekki það sem þú varst að tala um.

 
At 2:42 PM, Blogger Pippi said...

Ég er alveg sammála þessu með amatörinn og neikvæðu merkinguna. Magnað hve sum orð eru orðin neikvæð án þess að hafa verið það upphaflega. Geðveikur, þroskaheftur, ágætt, tónlistamaður.

 
At 5:10 PM, Anonymous Anonymous said...

Gaman að þessu frændi og ljúft að sjá þig tengdann en ekki flengdann kv sí-MONSI

 
At 12:37 PM, Anonymous Anonymous said...

Vá hvað þú átt klára dóttur!! Gaman væri nú að kíkka á heimasíðuhennar...er bara ekki með e-mailið þitt. Sendu mér lína
Kk Arna Guðný

 
At 3:21 PM, Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Engin að fatta gátuna???
Damn it.. þið eruð nú alveg glötuð!!!

 

Post a Comment

<< Home