Thursday, August 17, 2006

í grenndinni...

Er að horfa á Höllu Margréti, sem söng Hægt og hljótt, syngja O sole mio í Kastljósinu. Somebody kill me!!!

Frábært hjá Toby i Rockstar að taka Solsbury Hill og rústa því, þá meina ég rústa því eins og eyðileggja það, lagið er ónýtt. Lagið er ekki TIL lengur. Hann klúðraði öðru hverju orði í textanum, söng vitlausa laglínu (algerlega óviljandi held ég) og var að klikka á "my heart saying boom boom boom" línunni og allur pakkinn. PÚUÚÚÚÚÚÚ!!!!
Ekki var nú Gilby Clarke betri, það var eins og hann væri að spila "introið" á einn streng og "tæmaði" líka mjög illa.
En nóg um það.

Fór í Nettó um daginn og þar stóð við Hraðkassann: "H-mark 10 hlutir", af hverju H-MARK en ekki bara HÁMARK, átti þetta að vera einhver stytting eða bara töff???

Fleiri Kjörbúðasögur: Fór í Þina Verslun um daginn og þegar ég kem að kassanum er gömul kona standandi, ræðandi við afgreiðslustúlkuna. Afgreiðslustúlkan segir við konuna: "Nei, ég veit ekki verðið á þessari samloku að því að það er ekki búið að skrá það inn í kerfið, þú verður bara að fara og athuga verðið þar sem þú tókst samlokuna." Og gamla konan virtist verða bæði skömmustuleg og hissa, byrjaði að ganga rólega í gegnum alla búðina til að finna út verðið. Hvernig finnst ykkur þetta.

Annars er ég í filingi, konan í útlöndum, og ég og litla dúllan bara skilinn eftir á skerinu, það er allt í lagi.
jæja.. þetta er nóg í bili ..

3 Comments:

At 5:07 PM, Anonymous Anonymous said...

er búinn að dánlóda öllu stöffinu hennar Imogen og hún er æði! Samt þó með band með sér og er mjög myrk í textum sínum en það er líka bara í lagi! ég fíla hana í tætlur!

 
At 6:12 PM, Anonymous Anonymous said...

Þetta lag er líka mjög erfitt fyrir meðaljóninn sem ekki hefur hlustað á Gabriel að eðlisfari.

 
At 9:17 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég er að skemmta mér svo vel með konunni þinni að ég er ekkert viss um að ég skili henni aftur.

Hún vill samt ekki vera hjá mér endalaust án ykkar þannig að ég sendi bara þyrluna eftir ykkur Vigdísi Klöru.

Getiði verið útá bílastæði um 3 leytið á mánudag?

 

Post a Comment

<< Home