Tuesday, July 11, 2006

Jamms.. og jæja


Jæja.. þá er maður búinn að skipta öllu yfir úr Símanum í OgVodafone og allir.. hressir, netið farið að virka og alles.
Við Buffarar spiluðum 2 gigg á föstudagskvöldið, það fyrra í garðpartíi hjá Jóni Ásgeiri, ásamt Birni Jörundi og Helga Bjöss. Topprinn á því giggi var þegar Ragga Gísla kom og söng með okkur 2 gömul Grýlulög, það var mjög gaman. Eftir það gigg fórum við í veislusal í bænum og spiluðum í afmæli, það gigg var bara mjög skemmtilegt, hlógum alveg lygilega mikið af gríni hvors annars, svo mikið að við náðum vart andanum á tímabili.
Áttum að spila í brúðkaupi á laugardagskvöldið en því var "offað" samdægurs og vil ég senda þeim brúðhjónum allar mínar bestu heillaóskir. Það var reyndar bara fínt þar sem ég var sjálfur gestur í brúðkaupi þetta kvöld svo að það var bara gaman.
alrighty..

3 Comments:

At 2:10 AM, Anonymous Anonymous said...

Ragga Gísla er alger töffari og það versta sem hún gerði var að fara í Stuðmenn en það skánaði en..... það besta sem hún gerði var að hætta í Stuðmönnum.
Vigdís Klara dúlla.

 
At 1:34 PM, Anonymous Anonymous said...

Sæta sæta sæta steppan hans Steppa.

Bryn.

 
At 10:55 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég átti einmitt að vera að spila í brúðkaupi þennan sama dag, en því var einnig offað. Kemur ekki á óvart, þar sem ég þekki brúðina (sem varð ei brúður) og er hún alger bévítans tussa. Guminn er betur kominn einn.

 

Post a Comment

<< Home