Tuesday, April 04, 2006

Axlir i klessu

Ónýtar axlir:
Jamm ég var að skipta á dóttur minni í morgun og hreyfði mig eitthvað vitlaust og datt hreinlega í gólfið af sársauka í öxlinni sem leiddi niður á bak. Fór í vinnunna og sá að ég gat ekki gert rassgat enda alveg að farast í öxlunum, með hausverk og fastur í mjög einkennilegri stöðu. Svo nú er ég heima, litla prinsessan í pössun og konan mín úti. Er búinn að liggja í sófanum í allan dag að glápa á dimbi-rimbi-imbann svona af og til og hitakrem, hitapoki, Íbúfen og Voltaren Rapid eru einu vinir mínir.

Við Buff menn höfum verið ötulir við spilamennsku undanfarið, höfum farið út á land að spila og allt. Selfoss, Ólafsvík, Búðir, Eskifjörður og hvaðeina
Nú á að kjósa útvarpsstjörnu Íslands. Hvernig er það??!! Er ekki hægt að öðlast "career" lengur nema með því að fara í einhverja keppni??? Hvað varð um það að byrja bara frá grunni og vinna sig upp, vinna upp traust og vinna aðdáun fólks með því að stunda bara sitt starf og gera það vel. Það versta við þetta er að í þessum keppnum, þá sérstaklega Idolinu, koma upp missmiklir talentar sem hafa þó eitt sameiginlegt: Reynsluleysi. Það er nefnilega orðið svolitið þannig núna að reynsla er orðin einskis virði sem er mjög slæmt. Það er sérstaklega slæmt fyrir þann sem vinnur Idolið því þegar þættirnir eru búnir tekur hin svokallaði "bransi" við og án reynslu gerir maður ekki rassgat á þeim bæ.

Keypti mér KING KONG á DVD. Hafði ekki séð myndina. Það er alveg magnað með Peter Jackson, það er hvað hann á alveg ótrúlegt magn af filmu. Hann er greinilega bara endalausar birgðir af filmu til að taka upp á. Vá, sagan um King King tekur ca. hálftíma að lýsa í þaular en hann tekur alveg (að mér fannst) 4 klukkutíma. Þetta er kannski bara hans stíll.

Ég er orðin þreyttur á að kveikja á sjónvarpinu á kvöldin. Ekki af því að það er svo erfitt að ýta á takkan, nei, ekki út af því að það er orðið allt of mikið af yfirborðskenndum og innihaldslausum "djammlífs-þáttum", heldur vegna þess að í þeim öllum (þ.e. djammlífsþáttunum) er viðtal við vissan útvarpsmann. Ætla ekki að nefna neitt nafn en það er alveg magnað hversu oft þessi maður er fullur einhversstaðar á einhverjum uppákomum að blaðra eitthvað "useless" kjaftæði. Þessi gaur er víst eitthvað háttsettur á FM 95.7 og um daginn var viðtal við hann þar sem hann var að segja okkur hversu góð hljómsveitin Ampop er. Hann sagði eitthvað eins og; "já sko þegar fólk hringir inn til okkar þá bara segir það "vá er þessi hljómsveit virkilega íslensk", ótrúlega gott band". Nú veit ég að FM hafa nú ekki mikið verið að spila Ampop í gegnum tíðina. Hef meira að segja heyrt sögur þess efnis að þeir hafi neitað að spila þá og bara hunsað allar beiðnir þeirra sem hringt hafa inn. ÞAR TIL, að lag þeirra Ampop manna var valið besta lag síðasta árs af vefnotendum á Íslensku tónlistarverðlaununum. Eftir að það gerðist fóru þeir nú að spila svolítið meira með þessari ágætu hljómsveit og þá auðvitað birtist þessi gaur, vel kenndur í sjónvarpinu, þó hvergi banginn því að hann heldur að hann sé svo svakalega orðheppinn og vel máli farinn, og fer að segja okkur hversu frábær Ampop sé, bara eins og hann hafi hreinlega uppgötvað bandið og gert okkur þann góða greiða að kynna okkur fyrir henni. Man ekki hvað þetta kallast.... uhh.... uhh..... ehhh..... jú heyrðu nú man ég þaðd: HRÆSNI!!!!!

Skrifa ekki meir, kannski meira á morgun ef ég verð jafn hreyfihamlaður og í dag og kemst þ.a.l. ekki til vinnu.
verið sæl

0 Comments:

Post a Comment

<< Home