Friday, January 20, 2006

Gubb og gaman....

Eða hafði Charlotte kannski rétt fyrir sér...

Æji ohhh ... alveg týpískt .. keypti svona adsl wireless router og voða gaman. Strákurinn í búðinni sagði að ég ætti að geta sett þetta upp bara sjálfur.. "góða leiðbeiningar og solleis.."
en nei nei ..aulinn ég að halda virkilega að ég gæti þetta.. damn. Verð alltaf svo rosalega "fústreðaður" þegar svona gengur ekki upp. En hann sagði að þeir gætu gert þetta fyrir mig
ef ég lenti í vandræðum og mikið rosalega skulu þeir fá að gera það. Svona er nú lífið... -eða hafði Charlotte kannski rétt fyrir sér-.. alltaf langað að sitja einn heima í náttfötunum, fyrir framan "apple-laptopinn" og skrifa þetta.

Jæja Vigdís Klara litla er alltaf að stækka og alltaf langar mig meira og meira að bíta í hana og kreista hana... en það má ekki... :( !! Nú er hún farinn að sitja sjálf á leikteppinu og farinn að gera sig mjög líklega til að fara að skríða. Voða voða gaman. Gaf henni að borða fyrr í kvöld og svo núna seinna í kvöld gaf ég henni pela og hún drakk ca. hálfann. Eftir það reysti hún sig upp og gubbaði yfir pabba sinn. Ég er ekki að tala um svona venjulegt ungbarnagubb NEI... ég er að tala heimsmet í ungbarnagubbi innanhús án atrennu. VÁAAAAAÁ... Enda sat ég bara í nokkrar sekúndur og horfði á pollinn sem þakti bolinn og buxurnar mínar og gapti. Þetta var alveg svakalegt.. ég vissi ekki hvort ég ætti að verða hræddur eða stoltur. En ég vona að hún sé nú ekki að fá einhverja pest, vona að þetta hafi nú bara verið svona "one-off". Annars er var hún bara í stuði eftir þetta brosti bara og var í fíling. Hún er eiginlega bara alltaf í miklu stuði, frussar mikið þegar hún er í góðum fíling og svona.

Var svo tæknipirraður áðan að ég held ég bara setji bara Attenborough í tækið. Reyni að gleyma þessum "raunum" mínum og leyfi David að úskýra fyrir mér af hverju þessi risavöxnu tré i Nýju-Gíneu er svona stórskostleg.

Við Buff menn erum að fara að spila á Firði Seyðis.. af hverju segir maður alltaf á Seyðisfirði - á Grundarfirði - en í Hafnarfirði.. spes. Jæja .. það verður örugglega alveg ÆÐI .. já ÆÐI... ÆÐI ÆÐI ÆÐI ÆÐI.

Sex Inspectors eru magnaðir þættir. Það er hægt að læra held ég alveg rosalega mikið af þeim. Núna er t.d. verið að kenna karlmanni að seinka sáðláti, mjög athyglisvert.

Las eitt svolítið fyndið um meiðyrði í dag. Árið 1934 var Þórbergur Þórðarson ákærður fyrir meiðyrði og dæmdur af Hæstarétti til að borga 200 króna sekt. Þessi meiðyrði voru í garð þáverandi kanslara þýskalands. Þessi kanslari náði nú aldeilis að skrá sig á spjöld sögunnar en það var enginn annar en Adolf Hitler. Svolítið flott saga sem kannski varpar örlítið nýju og fersku ljósi á umræður síðustu daga. En ég verð að segja að hann Jón í Tónabúðinni er með langviturlegustu þankana um þetta allt saman.
http://jonkjartan.blogspot.com/2006/01/galdrabrennur.html

María er að dansa fyrir mig einkadans... en ég ætla samt að klára.

Það er alltaf gaman af svona djöfull-lét-góði-kallinn-vonda-kallinn-hafa-það-óþvegið-atriðum í bíómyndum (og ballettum... djók). Samt man ég ekkert eftir rosalega mörgum í augnablikinu. En það var eitt svolítið töff atriði í Life of David Gale, þegar hann er í viðtalinu. Svo auðvitað þegar Mace Windu hjó hausinn af Jango Fett í Attack of the clones. Svo auðvitað var æðislegt þegar Mel Gibson öskraði "FREEEEEDOOOOOMMMMHHHGGRRRHHH"! Mér fannst það alla vega æði en ég held að það eldist svolítið illa. Núna finnst mér það atriði eiginlega bara glatað. Talandi um Freedom; lag dagsins er einmitt Freedom með Wham, Við í Buff lærðum lagið en höfum ekki oft spilað það vegna þessa að það er aðeins of hátt fyrir mína rödd og Pétur er ekki með alveg allar fraseringar á hreinu þar sem hann var held ég aldrei Wham-fan eins og ég. það er reyndar svolítið skondin saga, málið var að ég og Pétur (ekki Örn) vinur minn þegar ég var ca. 9-10 ára vorum Wham-aðdáendur. Við höfðum ekki heyrt neitt mjög mikið með Wham en á þessum tíma var það algjörlega "krúsjal" að taka afstöðu milli Duran og Wham svo við stukkum bara á annað hvort. En svo breyttist þetta skyndilega! Við vorum nefnilega að ræða við stelpu sem við vorum báðir bálskotnir í um hvort hún fílaði ekki Wham en hún sagði "wham?? nei.. oj.. ég fíla Duran". Við ræddum þetta ekki neitt heldur var bara steinþögult samþykki okkar á milli að nú skildum við hætta að halda upp á Wham og halda nú upp á Duran og það var gert.
Talandi um þegar ég var 9 ára. Ég held að ég hafi einmitt lært að hjóla um það leiti, eða jafnvel seinna. Málið var að mamma var alltaf að reyna að láta mig hjóla án hjálpardekkja en ekkert gekk þar sem ég var óöruggur og alltaf svo fljótur að gefast upp. -Ég var einmitt að rifja þetta upp meðan ég sat á klósettinu í dag og var að gera númer 17-. Nema hvað að einn daginn var ég að labba í kringum blokkina mína á Breiðvangi í norðurbæ Hafnarfjarðar þegar ég rekst á hjól sem kunningi minn átti. Hjólið lá þarna bara yfirgefið og ég bara ákvað að taka það upp og setjast á það og hjóla. Og svo bara hjólaði ég af stað. Þannig lærði ég að hjóla.
En ég lærði aldrei á skíði. Mamma var líka að reyna að kenna mér á skíði þangað til ég klessti á stofuglugga og þá hætti hún.

Verð að tjá mig um eitt hérna: Sagan er þannig: Lagið "Einhversstaðar, einhverntíman aftur" eftir Magnús Eiríksson var í útvarpinu (á FM) um daginn í flutningi Nylon-flokksins. Þegar lagið er að enda kemur "dagskrárgerðarmaðurinn" og segir "já, rosalega flott lag hjá þeim stelpunum í Nylon" ARRGGHHH!! Þoli ekki þegar verið er að hálfpartinn eigna fólki eitthvað svona. Þarna var allt í eina þetta stórgóða lag hans Magga Eiríks orðið "lag hjá þeim stelpunum í Nylon". Af hverju gat hann ekki sagt "já flott hjá þeim stelpunum að taka þetta gamla góða Magga Eiríks-lag" Nei, heyrðu... unga fólkið sem hlustar á FM vill ekki heyra minnst á neitt gamalt því þá missir það lyst á pizzunum sem "þulurinn" ætlar að gefa eftir næsta lag.

jæja.. bæ bæ

0 Comments:

Post a Comment

<< Home