Friday, January 13, 2006

Alrighty.... thennnnnnnaaaaaa!!!!

Jæja þá bloggar maður loksins.
Jólin voru bara asskoti fín, borðað mikið og blablabla...
Fékk DVD disk í jólagjöf: David Attenborough, Attenborough in paradise, mjög skemmtilegt, enda mikill Attenborough aðdáandi.

Lærði eitt svolítið gott trikk, ef maður ætlar að strengja áramótaheit þá er alltaf best að strengja bara nokkuð góðan slatta af þeim, þá eru meiri líkur á að maður efni eitthvað af þeim. Ég nefnilega rannsakaði þetta mál í um 12 sekúndur og komst að því að það eru á milli 8-12% líkur á að áramótiheit sé efnt. Þannig að ef við miðum við um 10% líkur þá eru auðvitað strax orðnar um 50% líkur ef maður strengir 5, eins og ég gerði.

Keypti mér Powerbook 15" tölvu og hún er æði!!

Jæja nóg af jákvæðnisleiðindum.

Eitt sem mér finnst mjög sjokkerandi: Forsíðan í DV. Ekki forsíðan þar sem birt var mynd af meintum nauðgara heldur forsíðan í dag 11/1 2006. Forsíðufréttin var eitthvað eins og: "Fótalaus eftir eitrun úr ruslagámi". Alveg glatað blað, kunna ekki alveg að mjólka nýjustu atburði. Af hverju var ekki forsíðan: "Nauðgari fyrirfer sér eftir að hafa séð forsíðu DV"?? Eða jafnvel "Fyrirfór sér, margir telja DV eiga sök". Svona gæti ég lengi haldið áfram og ekki er ég nú blaðamaður. En þessir amatörar vita greinilega ekki hvenær á að grípa gæsina. Ég meina "come on", þetta hefði verið frétt ársins en þeir klúðruðu þessu.

Ætla að horfa á Extras og halda svo áfram.

Jæja þá er þátturinn búinn, mæli með þeim.

Jamm og jæja.. hvað fleira..

Já, einmitt.. varðandi gátuna... (eða dulmálið eins og sumir vilja kalla það) þá held ég nú örugglega að það séu ýmsar útgáfur af gátum.. en ég skal vanda mig betur næst í orðavali mínu. En djöfull væri nú leiðinlegt að vera svona dulmálsséni en að hafa þann akkilesarhæl að ef einhver segði orðið gáta þá virkaði á þig eins og kryptonite virkaði á súpermann. Maður væri svona Beautiful Mind gæji en það eina sem óvinurinn þyrfti að gera til að maður næði ekki að ráðai kóðan væri að skrifa "GÁTA" fyrir ofan.

Af hverju er fólk alltaf að pæla í hvort raunveruleikaþættir séu raunverulegir eða ekki af hverju ekki bara horfa á svona eins og einn þátt og ákveða hvort hann er skemmtilegur eða ekki.
Svolítið eins og þegar ég var með gesti heima og leyfði þeim að heyra æðislegt lag.. sagði þeim reyndar fyrst að þetta væri kántrýlag...
.... úúúpppsss... hefði ekki átt að gera það því það hlustaði enginn almennilega á lagið heldur lögðu höfuð sitt í bleyti og sjálft sig undir feld til að gera upp við sig hvort þetta væri nú örugglega kántrýlag eða ekki.
Það vill nú svo til að ég horfa á slatta af raunveruleikaþáttum og mér er alveg skítsama hvort þetta sé eitthvað pródúserað eða ekki. Þetta er gott dæmi um svona slæmt en sjálfskapað stigma. Svona svipað og Reggae On Ice-, Sixties-syndromið. Sem er þegar mönnum verður á þau mistök að skýra hljómsveitina þannig nafni að það eina sem fólk getur gert er að velta fyrir sér hvort að tónlistartegundin, sem spiluð er akkurat þá mínútuna, "match-i" nú ekki alveg örugglega við það sem nafnið gefur í skyn að eigi að vera að spila.

Réttlæti:
Einhvern tímann las ég: "Ef það væri eitthvað réttlæti til þá væri Elvis á lífi og eftirhermurnar dauðar" - Snilld.
Kannski er einmitt réttlæti ekki til.. ef svo væri þá hefði Yoko Ono orðið kærasta einhvers úr Status Quo.
Ef réttlæti guðs væri til þá væri MAUS instrumental hljómsveit.
Ef réttlæti væri til væri Eric Izzard ekki haldin "dyslexiu" en aftur á móti væri Mikael Torfason það.

jæja nóg af bulli..

Illskyljanlega orð/orðsamband dagsins er: Sannleikur.... alveg hættur að botna í því hvað það orð þýðir.
En eitt veit ég þó að ekkert af því sem ég skrifa hér er sannleikur vegna þess að ég gef hvorki upp fullt nafn né er með ljósmynd.
takk fyrir og góða nótt...

5 Comments:

At 3:57 PM, Anonymous Anonymous said...

Mér finnst DV-forsíðu commentið hjá þér fyndið og mér finnst þú krútt.

 
At 8:12 PM, Anonymous Anonymous said...

Mér líka!!!

 
At 8:24 PM, Anonymous Anonymous said...

Stebbi Stuð er krútt en Tebbi Tuð er líka krútt.

 
At 1:47 AM, Anonymous Anonymous said...

haha góður punktur um Maus

 
At 4:03 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Maus-kommentinu þurfti ekki að fylgja mynd, það var svo heilagur sannleikur.

 

Post a Comment

<< Home