Monday, October 24, 2005

Kvennsemi

Jamm Konurnar okkar ætla barasta að ganga út klukkan 14.08 í dag. Mér finnst þetta bara ágætis pæling. Enda grasserar hér kynbundinn launamunur eins og lúpínur. Þó eru ekki allir sem halda því fram, Ingvar er t.d. ósammála því að konur fái lærri laun á Íslandi. En kynbundinn launamunur er bæði lögbrot og mannréttindabrot. Persónulega fyndist mér að það ætti þess vegna að taka bara rótækar aðgerðir, bara stöðva starfsemi fyrirtækja sem fara ekki að lögum. EINFALT!!! (Jú ég veit að það er launaleynd og eitthvað svoleiðis kjaftæði). Eina sem vantar í þessa 14:08-pælingu eru molotov-kokteilar og "riot"!!! :)
Eitt samt svolítið magnað. Heyrði umræður í imbanum þar sem þetta var rætt allt saman. Ein konan sagði að það væri "alls ekki nógu mikið af konum í stjórnunarstöðum og bla bla bla" (Sjálfstæðis-herfa), en þá sagði "Þetta var helst" konan (man ekki nafnið) að það væru ekkert allar konur að sækjast eftir því. Hún vildi frekar berjast fyrir því að rétt yrði úr kútnum hjá 1000 láglaunaðri konum heldur en að berjast fyrir því að fá einhverja eina konu í rusalega háglaunaða stjórnunarstöðu. Þá sagði hin: "já þetta náttúrulega verður að fylgjast að"!!
FYLGJAST AÐ... SMYLGJAST SMAÐ...!!! HAHAHAHAHAHAHAHA kanntu annann ... þvílík bjartsýni.. enda sjálfstæðisherfa sem heldur því líka fram að góðærið og velferðinn komi öllum til góðs. Við skulum nú fylgjast með næstu árin eða tugina þegar laun hinna ríku og laun hina láglaunuðu fylgjast að!!! Við skulum líka fylgjast með því þegar Saddam Hussein verður húðskammaður með orðunum "sussu bía" og svo verði sagt við hann "kallinn minn, þú skalt fá að verða aftur forseti Íraks.... EN bara til prufu.. svo sjáum við til"!!! Jafn líklegt held ég.
Ekki það að kannski er það bjartsýni mikil að halda að þetta uppátæki í dag muni hafa EITTHVAÐ að segja.. þetta er nú allt svo rotið, en þetta er allavega tæki til að sýna fólki hvað þær vilja, láta í sér heyra o.s.frv. Ég þarf að fara með Vigdísi Klöru í skoðun í dag klukkan 14.00, kannski að það verði ekkert af því (veit ekki), en ég ætla allavega ekki að vera einn af þeim eigingjörnu fæðingarhálfvitum sem fara að tuða yfir því hvað þessar konur séu ömurlegar að bara fara úr vinnunni akkúrat þegar þeir þurfa á þeim að halda. Þið hljótið að þekkja svona fávita, þetta eru sömu fávitarnir og eru alltaf á móti því að kennarar fari í verkfall og finnst kennarar hrikalega ósanngjarnir og miklar frekjur.
Ég heyrði ungan mann segja um daginn, "sko ef einstæðar mæður eiga í erfiðleikum með að borga leigu og annað þá er það bara þeim að kenna, þær hefðu bara ekkert átt að skilja við manninn sinn". Við erum að tala um svona 24 ára gamlan mann árið 2005 að tala svona!! Finnst ykkur skrítið að ég sé nú svolitið svartsýnn og hafi ekki mikla trú á mannkyninu svona af og til.

Ég svaf í ca. 3 tíma í nótt.. sem er feikinóg. Er að spá í að fara bara að taka inn ginseng eða eitthvað svo ég sé ekki sofandi svona endalaust.
Spilaði á giggi fyrir mótórhjóla fólk um helgina. Friðleifsdóttir Siv var þarna stödd og held ég að þetta sé 3. Buff-ballið þar sem hún er tjúttandi á kantinum. Kannski er hún FAN!! En með fullri virðingu fyrir því ágæta fólki þá var þarna samankominn svona einhver einkennilegur kjarni mestu fæðingarhálfvita og plebba sem ég hef séð. Athugið að ég er ekki að tala um að allir hafi verið það, heldur var þarna hópur ungra manna. Ég fékk næstum svona "AK-47-tryllingskast". Margir ungir karlmenn er alveg rosalega undarlegir. Það eru þessir kraftadellu-testósteron-bjórþambandi-fótboltabullu-hálfvitar sem fara alveg með þetta. Þeir eyðileggja alveg "reppið" fyrir okkur hinum.

Æðislegt hjá Rúv að leggja út í Söngkeppni Evrópskra Sjónvarpstöðva þetta árið. Ég skil ekki af hverju RÚV hefur ekki þegar sent mannað geimfar til mars meðan það hefur greinilega allt þetta hugreki innanborðs. Ég meina það er ekki nema hvað 2-3 ár síðan þeir héldu svona keppni síðast þannig að annað hvort er það hrein hetjudáð eða algjör fífldirfska að þora að fara út í þetta. Gott hjá Rúv að sýna Stöð Tvö hvar Davíð keypti ölið. Rúv eru bestir/ar *klapp klapp klapp klapp klapp*!!!

jæja ég ætla að fara að gera eitthvað af viti..
-STefán

12 Comments:

At 2:20 PM, Blogger Jimy Maack said...

já..
sko.. þessi 24 ára gaur var kannski ekki alveg á réttri línu, en ég sem annar 24 ára gaur verð að segja að einstæðar íslenskar mæður á mínum aldri í dag hafa sýnt fram á það almennt að vera með mjög slæman smekk á barnsfeðrum og því sé þetta að einhverju leiti þeim að kenna fyrir að ná sér í gæjana sem að... eyðileggja reppið fyrir okkur hinum!

 
At 3:04 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég held að það væri gott start í jafnréttisbaráttu kvenna ef þær drulluðust til að vinna í allan dag en ekki labba út klukkan tvö. Það gæti mögulega verið ein af ástæðunum fyrir meintum launamun að konur labba bara út þegar þeim sýnist.
Annars hefur trú mín á vinnandi konum stóraukist síðustu daga. Ein barþjónkan á Ólíver blandar nebblega alveg mean White Russian. Gott hjá henni.

 
At 9:18 PM, Anonymous Anonymous said...

Alveg er þetta týpískt talað út úr þínum munni Ingvar og auðvitað að þú skyldir segja e-ð svona!
Mér finnst það mjög sorglegt að svona yndisleg manneskja eins og þú ert, skulir stundum tala eins og fífl!

 
At 1:11 AM, Blogger Pippi said...

Svona svona. Ingvar er kona inn við beinið. Og María er maður. Annars er fyndið hvernig orðið "sjómaður" verður sjómaur í textavarpinu þegar eð-ið dettur út. Hvernig skepna er sjómaur? Og flugmaur? Og lögreglumaur? Og Andrés Maur'

 
At 1:20 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

En svona alveg spauglaust, þá er það rétt að konur í stjórnunarstöðum og laun hinna verr launuðu kvenna fylgjast alveg að. Í þeim fyrirtækjum sem konur eru í stjórnunarstöðum er yfirleitt minna, eða jafnvel ekkert, talað um launamun karla og kvenna. Sjá til dæmis álverið hennar Rannveigar Rist.
Konur virðast nefnilega eiga auðveldara með að biðja aðrar konur um launahækkun, og jafnvel að yfirkonurnar taki betur í kröfur undirkvennanna á móti.
Því er þessi fullyrðing ónefndu sjálfstæðiskonunnar, sem minnst er á í bloggfærslunni, fyllilega í takt við raunveruleikann.
Þess utan er ætíð í umræðum sem þessum verið að tala um meðallaun, og hver kona í stjórnunarstöðu hækkar að sjálfsögðu meðallaun kvenna, er það ekki?
Það má nefnilega heldur ekki gleyma því að á móti hverjum karli í stjórnunarstöðu eru æði margir "maurar" sem vinna fyrir lágmarkslaun.

 
At 1:21 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Svo má benda á að það er bara eitt "enn" í orðinu "kvensemi".

 
At 5:56 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jón, eins og þetta er fallegt hjá þér verð ég að vera ósammála um tvennt:

1. Mér finnst ekkert óeðlilegt þótt forstjórar fái sprilljónfalt á við undirmenn sína í laun á mánuði. Ef eigendur einhvers fyrirtækis telja það einhverjum ákveðnum manni að þakka að fyrirtækið græðir fullt af peningum er það mun réttlátara að þeir greiði honum part af gróðanum heldur en að þeir fái allt sjálfir. Réttlátast væri jú að deila gróðanum með öllu staffinu, en þá verður allt vitlaust, sbr. einn bankann fyrir skemmstu.

2. Mér er alveg sama hver vinnur einhverja söngvakeppni, þú kýst ekki VG.

Einnig vil ég benda á, María, að komment mitt hið fyrsta við þessari færslu átti margt skilt við þarsíðustu bloggfærslu Stefáns. Gott ef viðbrögðin voru ekki svipuð. Gaman að því.

 
At 9:39 PM, Anonymous Anonymous said...

Ef þetta er rétt, Ingvar, þá hljóta öll þín komment að vera þess eðlis og því ber okkur hinum að taka ekki mark á neinu þeirra!

 
At 1:45 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þú mátt taka mark á þessu:

http://andriki.is/default.asp?art=26102005

Stórfengleg grein um það sem femínistar landsins kalla sannleik.

Annars er síðasta komment mitt skrifað af fullri alvöru. Mér finnst að vinnuveitendur megi borga starfsfólki sínu það sem það vill í laun, svo lengi sem það er yfir lögbundnu lágmarki. Það á alls ekki að vera hámark og má aldrei verða.

 
At 6:05 PM, Anonymous Anonymous said...

Mér finnst að allir eigi jafnan rétt á að fá útborgað það sem þeir eiga skilið, hvort sem það séu konur eða karlmenn. Kannski þurfa konur bara að vera duglegri í að láta ekki vaða yfir sig, þess vegna er gott að hafa þennan kvennadag. Að minna okkur á að nú sé kominn tími til að haga sér eins og maður!!!

 
At 2:11 AM, Blogger Haraldur said...

Að vera tónlistarmaður og styðja Sjálfstæðisflokkinn er eins og að vera svertingi í ku-kux-klan...

 
At 3:20 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ekki veit ég hver þessi Haraldur er, en þetta minnir á fræga setningu úr Dýrunum í Hálsaskógi - þetta er mesta bull sem ég hef nokkurntíma heyrt.

Tónlistarmenn eru nefnilega sjálfstætt starfandi oftast nær og því einkar rökrétt að vera hægra megin við miðju.

Kannski eru að tala um músíkanta sem lifa á styrkjum og atvinnuleysisbótum (oft í úlpum og með illa þvegið hár)því þeir nenna ekki að vinna fyrir sér eins og almennilegt fólk? Þá er mjög rökrétt að vera hallur undir VG.

 

Post a Comment

<< Home