Wednesday, October 12, 2005

Sei sei

Var að horfa á Idol Extra... rosalega lélegir þættir en engu að síður leit ég aðeins á þetta.
Þarna var Svavar að spyrja fólk í kringlunni um hitt og þetta varðandi Idol-keppnina. Hann spurði eina konu hvort hún hefði keypt eitthvað af þeim diskum sem Idol-stjörnur hafi gefið út og hún sagði: "nei, ég kaupi aldrei diska, ég stel þeim alltaf bara af netinu!!". Segir manni allt.
Þetta er svolítið eins og: "Hvað heldurðu að þú eyðir í föt á ári??" Svar: "Og kaupi ekki föt, ég bara stel þeim í Hagkaup". Og að segja það í f#$%ing sjónvarpinu, algjörlega án þess að blikna, finnst mér alveg magnað.

Svo er Tupperware kynning heima hjá mér á mánudagskvöld.

Innlit/útlit finnst mér alveg rosalega vondir þættir. En aftur á móti eru komnir nýjir þættir á Skjá einn (held ég.. frekar en Sirkus) sem heita Design Rules sem eru snilld. Enda eru bretar sérfræðingar í að búa til svona "HOME DECOR"-þætti. Í I/Ú er bara verið alltaf eitthvað að valsa um íbúðir þekkts fólks og puðrað út setningum eins og "já sniðugt"... " þetta er rosalega flott".. "já það er svo margt hægt að gera... " bla bla blabla... EN í Design Rules er virkilega verið að miðla einhverju til áhorfandans. Það er nefnilega soldið mikilvægt að svona þættir leyfi áhorfandanum að líða þannig að honum finnist hann vera samboðin því sem verið er að fjalla um. Ekki eins og í Breathing Rooms (sem voru held ég frá USA) þar sem var verið að dást af vindlakassa sem kostaði kr. 200.000.-. Og þar sem einn þátturinn fjallaði um fólk sem hannaði svefnherbergið sitt þannig að hægt var að ýta á takka og þá opnaðist heill veggur og gólfið mjakaðist, á brautum, út á pall. God damn it!! Þessi Design Rules bara kennir manni alveg helling sem er algjörlega málið að mínu mati í svona þáttargerð.

Jæja .. best að knúsa Maríu sína... og kyssa hana í klessu!!!

1 Comments:

At 2:08 PM, Anonymous Anonymous said...

mmmm tupperware... ég ætla að borða eins mikið og ég get af rotvarnarefnum og láta grafa mig í tupperware... þá verð ég alltaf fallegt lík hehe.

 

Post a Comment

<< Home