Friday, September 30, 2005

Falsksveit verkalýðsins!!

Sá íslandsmetið í felskju innanhús án atrennu slegið rækilega í morgun. Var að horfa á Ísland í bítið og var þar ónefndur "söngkennari" að fara hamförum!!
1. regla: Ef þú getur hoppað og sungið um leið, gerðu það endilega, ef ekki, slepptu öðru hvoru!!
Mér finnst líka svo magnað þegar svona sjálfstæðir skólar eru með námskeið í söng, þá eru alltaf svona "söngkennarar" að kenna sem að mínu mati eru ekki mjög góðir söngvarar, þeir eru bara svona "celebrities", mjög magnað!! Bíð bara eftir að Idol-Simmi komi fram í einhverri auglýsingunni. "Simmi og Auðunn Blöndal verða gesta-söngkennarar í vetur"!!

Jæja nóg af tuði... snúum okkur heldur að röfli!!

Sjálfstætt fólk!! Mér hefur nú fundist hann Jón Ársæll nokkuð fínn dagskrárgerðarmaður, en ég meina að vera með þátt um Leon-C (þori ekki að skrifa rétt nafn, hræddur við huganlegar afleiðingar). Gefa henni tækifæri á að demba sinni geðveilu yfir landan áður en hún fer úr landi brott?? "What do you think of Icelanders" / "They are bloody, stinking rasists, that´s what they are"!!
OK!! Ég er ekki að segja að hún eigi bara að elska okkur. Og jú, auðvitað er glatað að vera að grýta húsið hennar og þess háttar, en þetta er ekkert bara það! Hún þolir ekki gagnrýni aumingja manneskjan, og lifir bara í einhverjum einkennilegum sjálftilbúnum (er þetta orð til) veruleika. Veruleikafyrring er orðið sem ég leita að. Það þýðir ekkert að gefa út efni og svo þegar fólk fer að ræða um gæði þess, eða þá (ó)gleði sem það finnur í brjósti sér við að hlusta á það, að fara þá bara í fýlu og segja að allir séu rasistar. God damn it!! En það er víst búið að ræða um hana nóg í fjölmiðlum og bloggum!! En eitt vil ég þó segja: Ég vildi óska að ég hefði eins og míkróskammt af þessum eiginleikum hennar, þá væri ég kannski búinn að gefa út eina fokking plötu!! En eitt er víst, að þegar hún kemur út (ef guð og gæfan vill) þá eruð þið bara fokking Hafnfirðingahatarar ef ykkur finnst hún ekki æði!!!

Að lokum vil ég segja....

EKKERT!!!

2 Comments:

At 12:15 PM, Anonymous Anonymous said...

GodBlogCon in October
Must have been committing to many sins here at the Blog Herald and didn't get the message on this one According to Jan Herman over on Blog Critics, GodBlogCon is being held in Los Angeles Oct 13-15, and as far ...
Hi, I was just blog surfing and found you! If you are interested, go see my anxiety related site. It isn't anything special but you may still find something of interest on anxiety

Thx.
Sonny M.

 
At 10:10 PM, Anonymous Anonymous said...

Skemmtilegt hvað þú ert jákvæður stebbi minn.
Nesi

 

Post a Comment

<< Home