Thursday, September 29, 2005

Selfoss

Við Buff-menn fórum í gær á Selfoss og tókum myndir fyrir umslag plötunnar nýju, SELFOSS! Það var bara fínt.. Bjarni Friðriks, hljóðmaður og Bernaise-master tók myndirnar á fínu CANON vélina sína.
Annars er ég bara rosalega lítið sofinn, Vigdís Klara krúttudúlla er voða dugleg við að vakna á nóttunni og vilja stuð og fjör, þó aðalega pelann sinn. Vaknaði 2 í nótt og sofnaði aftur klukkan 4 og vaknaði svo aftur rétt rúmlega 6. þannig að við erum kannski að tala um 3 klukkutíma samanlagt í svefn. En svona er þetta nú bara, þegar maður er alltaf í sleik þá kemur barn. En svo er þetta nú líka svo rewarding að hið hálfa væri nóg. það er nóg bara að líta framan í hana og sjá hana brosa til sín og þá er bara allt gott og maður getur bara tekið svefn og troðið honum upp í rassgatið á sér.
Svo er maður að fara að vinna meira í Það var lagið! Það verður örugglega bara jafn svaka gaman og síðast. Svaka törn, erfitt en gaman. Hvernig finnst ykkur annars Það var lagið-stefið??? Ég samdi það!!
Jæja mér heyrist Vigdís Klara vera að vakna frá sínum krúttublundi svo að það er best að fara að sinna henni og fara svo með hana í vagninn sinn og út að labba. Kannski ég bara geri það sem mér finnst skemmtilegast þessa dagana; fara og versla í matinn!! No kidding, mér finnst það rosalega gaman!! Sérstaklega þar sem allt exotic indverska og austurlenska draslið er!!
Well anyway
bæ bæ

0 Comments:

Post a Comment

<< Home