Tuesday, September 06, 2005

Jæja jæja!! Netið komið í lag hjá mér???

Ég þori ekki að lofa að það (netið) verði í lagi hér eftir. En ég er allavega að nota það núna!! Ég ætla að vera duglegri héðan af að skrifa og tuða og rugla í blogginu!!! Má samt ekki vera að því núna... þarf að fara með bílinn í skoðun og júmpa hitt og þetta..
-Stefán

5 Comments:

At 5:43 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég var líka að fá netið í lag og langar því að koma með lausn á svínagátunni. Það er auðvitað 60 kg. (30+30)
En ef hestur er 40 kg + helmingur þyngdar sinnar, hvað er hann þá þungur? :-)
María

 
At 1:37 PM, Anonymous Anonymous said...

40+20 gera 60 og helmingurinn af 60 er 30 þannig að 40+30 gera 70.
Þannig að hesturinn er 70kg, annars eru fullvaxnir hestar miklu þyngri en það.
En burt séð frá því þá er riiisalega gaman að Stebbi sé farin að blogga aftur og fagna ég því óhemju mikið...FAGN!

Brynhildur bóndakona.

 
At 1:39 PM, Anonymous Anonymous said...

hei ein spurning hérna....Júmpa er það ekki sama og að Bingsa?

Bryn.

 
At 4:54 PM, Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Nei Bryn mín.. þetta er ekki rétt. Því ef hesturinn er 70 þá er helmingur þyngdar hans 35 kg, ekki rétt. og 40 + 35 er 75 kg og helmingur af 75 er 37,5 og 37.5 + 40 er 77,5 og helmingur af 77,5... tja svona gæti maður haldið áfram.
Þú verður að athuga að 40 + 20 er ef hesturinn væri 40 kg plús helmingur aðeins hluta af þyngd sinni. Þ.e.a.s. 40 kg er ekki ÖLL þyngd hestsins svo að 20 er ekki helmingurinn. Þ.e.a.s. þetta er ekki rétt. Og jú jú .. júmpa er oftast það sama og að bíngsa og bíxa.

 
At 5:00 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Húrravei!!! Stebbi kominn aftur!!!
Hvar er bíógetraunin?

 

Post a Comment

<< Home