Monday, July 18, 2005

Ég á nýjan bíl!!!

Hæ hæ..
Vitiði hvað ég gerði fyrir stuttu?? Ég stal bíl!! Glænýr og flottur. Ég fór upp í Heklu eina nóttina og sá að það væri ekkert mál að stela svona eins og einni nýrri Toyotu svo ég gerði það. En svo er spurning hvort að helvítis Heklumenn, (sem eru ekkert nema nískir aurapúkar sem mjólka landann með því að selja bíla á uppsprengdu verði), fari eitthvað að kvarta. En þeir geta bara farið í rassgat. Ég meina komm on. Ég er sá sem er að keyra á bílnum og það sjá mig allir á götum úti og hugsa: “Vá flottur bíll… best að fara upp í Heklu og kaupa mér svona, jafnvel tvo”!! Og svo leyfi ég öllum vinum mínum að prófa, jafnvel lána hann í nokkra daga og þá jafnvel kaupa þeir hann líka. Þannig að í raun er Hekla bara að stórgræða á þessum stuld mínum.
Ekki það að ég var nú eiginlega búinn að ákveða líka að ef mér líkaði við bílinn þá myndi ég nú bara borga hann, er samt ekki alveg viss, ætla að prófa hann svolítið lengur. Ef ykkur vantar bíl þá get ég bara brennt…. Fyrirgefiði RENNT niðureftir og náð í einn fyrir ykkur. Það er svo rosalega lélegt þjófavarnar-system þarna hjá þeim í Heklu að það er EKKERT mál að stela frá þeim.

Sjámst í umferðinni!!!

-Stefán “Bílasafnari”!!

6 Comments:

At 11:06 PM, Anonymous Anonymous said...

hehehe
Excellent líking maður...!

Nota gjarnan frasann, að "skreppa í Hagkaup og stela í matinn" þegar maður lendir í "aðstæðum".

Trausti bróðir

 
At 2:38 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég stakk einhverntímann uppá því við einhvern sem var ekki með nógu öfluga tölvu til að keyra stolna hugbúnaðinn vandræðalaust að hann ætti kannski að stela sér öflugri tölvu..

 
At 1:57 PM, Blogger Jimy Maack said...

já.. en þið righteous.. :P ekkert að því að stela í matinn ef maður sveltur, en sitthvað að því ef maður er fjáður.

 
At 2:12 PM, Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Righteous?? Já ætli það ekki bara!! En er allt í einu orðið slæmt að hafa réttlætiskennd. Það er auðvitað alltaf eitthvað að því að stela, hver sem örsökin eru fyrir því. Það er ekkert sem í raun réttlætir þjófnað. Þjófnað þarf að uppræta og sult og fátækt líka.

 
At 3:16 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég veit ekki til þess að nokkru sinni í veraldarsögunni hafi hugbúnaðarþjófnaður bjargað mannveru frá hungurdauða.

 
At 6:10 PM, Blogger Jimy Maack said...

heldur ekki það sem ég meinti. Ég er ekkert hrifinn af hugverkaþjófnaði, en hinsvegar þá er verðlag á tónlist og kvikmyndum oft sett í fáránlegar hæðir, og það er ekki vænlegt, hvorki fyrir hugverkasmiði, né neytendur, þósvo að það mætti telja að þjófnaður hækki vöruverð, þá er almennt þannig með tónlist, að það eru tónlistarmennir sem tapa en ekki plötufyrirtækin, og það er það dapurlega:)

 

Post a Comment

<< Home