Tuesday, September 13, 2005

Hayseed Dixie

Í dalnum Deer Lick Holler í Appalachia fjöllum Bandaríkjanna sátu nokkrir vinir og spiluðu músík auk þess sem þeir drukku bjór og viskí. Þetta er ekki frásögum færandi þar sem þessi iðja var stunduð flest kvöld af þeim félögum. Þeir spiluðu allir á órafræn hljóðfæri, manólín, fiðlu, banjó og kassagítar og spiluðu músík sem þeir höfðu fengið í arf frá forfeðrum sínum. Kvöld eitt ók ókunnugur maður í gegnum dalinn, en þó ekki alla leið. Hann klessti á gamalt og stórt eikartré við Devil´s Elbow Curve og lést af þeim völdum. Þessir félagar fundu vinylplötur undir aftursæti bílsins og ákváðu að nú skildu þessar plötur vera settar á 78 snúninga grammafóninn og nú skildu þeir læra fleiri skemmtileg sveitalög. En þessar plötur voru ekki kántrý, þjóðlaga né bluegrass plötur. Þetta voru AC/DC plötur, músík sem þeir vissu varla að væri til. Nú hafa þeir gefið út fjölmargar plötur þar sem þeir spila þekkta rokkslagara í "bluegrass style".
Lesið meira hérna http://www.hayseed-dixie.com/genesis.html

Takk takk..

-STefán

1 Comments:

At 3:38 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mér finnst þarna sorglegur skortur á tóndæmum. Hinsvegar eru skotglösin flott - hálfslíters skotglös - seld í pörum.
Snilld.

 

Post a Comment

<< Home