Sunday, September 11, 2005

Ja ha ha há!!!

Jamm þetta með Alþýðubandalagið var nú bara djók svo við skulum nú alveg vera róleg.
Ég er nú ekki mesti alhæfingamaður vil ég trúa, svo að þó maður taki nú bara svona góða skorpu einu sinni á ári þá held ég að það ætti alveg að vera í k-i!
En þetta er alveg rétt hjá Ingvari enda klár og oftast vel þenkjandi maður, þó að hann sé hægrisinnaðri en Hitler. Það eru hálfvitar út um allt. Stundum trúi ég því, (þ.e.a.s. þegar ég veit að fjölskyldunni minni líður vel, ég er með grilltöng í hönd, ískaldan bjór skammt frá mér, sólin skín, Alison Krauss er á fóninum, ódýra kryddlegna svínakjötið brennur ekki um of á grillinu, og þar af leiðandi er ég í góðum fíling,) að fólk sé bara innst inni gott, hjartahreint og réttlátt. En svo þegar maður fer og umgengst fólk, sérstaklega þegar maður er að spila fyrir fullt fólk, þá kemst maður að því að meginþorri fólks er fífl.
Annars var ég ekki að skrifa þetta síðasta blogg að því að mig dauðlangaði að koma af stað einhverri pólitískri umræðu. Þetta átti nú bara að vera einræða. Ég var sérstaklega ekki að biðja um upprifjun á einhverjum fornum vinstrimanna syndum. Því ef við byrjum á því þá er erfitt að stoppa og þá munu margir liggja í valnum.

Við spiluðum fjögur gigg um helgina, og var það bara nokkuð krefjandi. Ég var alla vega alveg búinn undir restina. Eitt fannst mér soldið glatað. það var þegar við vorum búnir að spila af okkur rassgatað í 6 tíma nærrum samfleytt og ég ákvað að chilla með eins og einn bjór með strákunum í hljómsveitarherbergi NASA. Þá bara allt í einu fylltist herbergið af fólki, fullt af fólki sem ég jú þokki og var væntanlega boðið þangað inn en líka fullt af fólki sem ég hef aldrei séð áður. Og svo allt í einu var Palli Jóns að segja: "Hey Krissi Bö viltu einn eða tvo bjóra úr kælinum" (þ.e. kælinum sem Nasa er með þarna fyrir bandið) Svo segir Krissi Bö: " já hafðu þá tvo". Í þann mund seilast Palli Jóns í skápinn og nær í tvo og opnar þá báða fyrir Krissa vin sinn. Nett glatað, mjög Íslenskt. Mig langaði að spyrja. "Hverjir eruð þið?? .. af hverju eruð þið hérna að angra mig í lok vinnunnar??? .. og af hverju EIGIÐ þið allt í einu þennan bjór???!!!

Jæja ég þori ekki að skrifa meira.. þarf að vera fljótur að þessu. Netið er alltaf eitthvað að fokka í manni hérna.

-Stefán

2 Comments:

At 3:32 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég vil benda á að Hitler var ekki hægrimaður, hann var þjóðernissinnaður jafnaðarmaður. Það er á útlensku kallað nationalsocialist og stytt yfir í nazist. Nett vinstra megin við Samfylkinguna.
:)

 
At 11:28 AM, Blogger Stebbi Bollustrákur said...

aæj æj æj .. þvílík staðreyndavilla þarna hjá mér.. jæja .. best að fara og stúta mér..

 

Post a Comment

<< Home