Tuesday, September 27, 2005

London; Ferðasaga!!

Laugardagur: 17. sept.
Leifstöð: Versluðum helstu “nauðsynjar” og drukkum bjór.
Flug: spiluðum myllu (millu??) og leystum næstum því 3 krossgátur milli þess sem við fórum í hörku sleik.
London: “Tjekkuðum” okkur inn rétt eftir að við hjálpuðum lyftunni að opnast. Fórum upp á herbergi þar sem ég náði að eigna mér neðri kojuna!!
Fórum út að borða og röltum svo eitthvað í leit að stað þar sem hægt væri að fá sér drykk og chilla.. en allt lokað.
Sunnudagur . 18. sept.
Vöknuðum, burstuðum, fórum í hörku sleik og svo beint út að versla eins og MOFOS. Byrjuðum á því að kaupa helling af fötum á mig, og svo fengum við okkur bjór. Versluðum svo soldið á Maríu og fórum svo og fengum okkur bjór. Spjölluðum við “locals” á pöbbi einum sem heitir “The Tottenham” sem er sami pöbb og ég og Bergur fórum á forðum daga. Fórum á Denmark strít þar sem ég keypti ól fyrir Banjóið mitt, fullt af “fingerpicks”, og Stevens bar slide og capo fyrir Dobróið sem ég ætla að eignast bráðlega. Fórum á skó-rýmingarsölu og keyptum skó á Maríu og Vigdísi klöru. Skiluðum dótinu á “the Youth Hostel” og fórum svo og fengum okkur indverskan.... mmmmmm... “kormað” var yndislegt!!
Tókum leigara til Hammersmith, þar sem tónleikarnir með AKUS áttu að eiga sér stað. Hittum Jón Ingólfs úr Tvist og Bast og var hann hress. Þar sem rafmagnslaust var í hverfinu við Carling Appollo fórum við að hafa áhyggjur af því hvort tónleikarnir yrðu hreinlega. Við biðum og biðum, röltum á næsta pöbb og héldum áfram að bíða. EN svo loks kveiknaði á ljósunum og allt gekk upp.
Tónleikarnir voru snilld. Þvílíkur flutningur. Ekkert meira hægt að segja um það.
Eftir tónleikana var María alveg crazy, henni langaði svo í bjór (líka ég og Jón) að hún hætti ekki fyrr en hún fann bar sem, ólöglega, var með lengur opið. Asskoti seig hún María þegar þorstinn sækir að.
Þegar heim var komið fórum við í hörku sleik og sofnuðum svo út frá því.
Mánudagur. 19. sept.
Byrjuðum á því að fara í Hamleys sem er dótabúð á 6 hæðum. MJÖG skemmtilegt. Versluðum það mikið að við þurftum að kaupa sér tösku fyrir allt dótið. Hefðum þó viljað versla miklu meira en við gerðum .Eftir að dótið var komið á Hostelið, tókum við smá túristapakka. Skoðuðum Trafalgar, Big Ben, Westminster Abbey, London EYE etc. Röltum svo að Buckinghamhöllinni og tókum cab þaðan og í Science Museum, sem var bara gaman fyrir utan að ég týndi næstum Maríu og fór í mikla fýlu en svo bara fórum við í sleik og allt var gott aftur.
Ég dró Maríu í búð sem ég vissi af á Charing Cross Road, þar sem ég keypti, kennslu DVD diska. Banjó kennslu disk, 2 dobro og einn fiðlukennsludisk.
Svo enduðum við á því að fara og fá okkur aftur Korma á sama indverska staðnum og kvöldið áður.. mmmmmm..... yndislegt.
Náðum í töskur á Hosteli tókum leigara á Liverpool station og lest á Stanstedt þar sem ég gat varla gengið út af núningssári í nára (núningsárínára).
Vorum kominn að sækja dóttur okkar til Mömmu minnar og pabba um klukkan 12, sem er náttúrulega allt of seint fyrir svona litlar dúllar að vera að vakna til þess að fara í bílinn og heim. Ég komst af því klukkan 4 um nóttina þegar hún Vigdís sofnaði loksins. En hún vaknaði aftur klukkan 7 þannig að well I don´t know!!

Svo eru bara búinn að vera veikindi á mér og Maríu síðan við komum heim. En Vigdís Klara hefur nú alveg sloppið .. 7..9.. 13.

10 Comments:

At 2:55 PM, Anonymous Anonymous said...

Gaman, gaman, stuð og sleikur þetta er málið kæri frændi ef maður er oft í sleik þá er allt svo gúddí búddí eitthvað. En svo bara bið ek að heilsa.
Monsi

 
At 4:12 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, mylla er með ypsiloni. Twist og bast er hinsvegar með tvöföldu waffi, ef ég man rétt. Spyrja Jón.

Hvernig er það, voruði bara í sleik allan tímann? Var ekkert verið að ríða? Eruði fjórtán ára?

 
At 12:27 AM, Anonymous Anonymous said...

Vil benda á staðreyndavillu; Hamleys er á 7 hæðum, Stefán.

 
At 2:40 AM, Anonymous Anonymous said...

Jú, það er rétt hjá Ingvari, hljómsveitarnafnið Twist og bast var skrifað með tvöföldu að útlenskum sið svona uppá grínið. Annars verulega hressandi færsla hjá þér Stefán, fyrir utan partinn með veikindunum. Það lilggur hins vegar við að ég skammist mín fyrir að hafa hangið svona mikið með ykkur á sunnudagskvöldinu, ég hef augljóslega truflað verulega þessa sleikrútínu. Afsakið.

 
At 7:49 PM, Anonymous Anonymous said...

Nei, alls ekki Jón. Þessi partur af ferðasögunni virðist hafa átt sér stað einungis í höfði Stefáns (eða draumum). Veit ekki hvaða þýðingu það hefur, eða hvort það hafi e-a þýðingu, en ætla mér að komast að því!
María

 
At 11:22 PM, Anonymous Anonymous said...

Góður draumur maður...

 
At 11:55 PM, Blogger Pippi said...

Mmmm... 14 ára ....ríða....

 
At 11:55 PM, Blogger Pippi said...

Mmmm... 14 ára ....ríða....

 
At 12:18 AM, Anonymous Anonymous said...

Hver á Hamleys á Regent's street??
Jú enginn annar en Baugur Group!!

Bara að benda á það

 
At 3:12 AM, Anonymous Anonymous said...

Enda er Hamleys besta búð í heimi geimi
María

 

Post a Comment

<< Home