Thursday, September 29, 2005

Uppskriftir

Ég eldaði mér frábæra máltíð um daginn, meðan Naría var í kvöldskólanum.

Humar og rækjur í butter chicken og kókós.
Slatti af humar
Slatti af rækjum
Steikt á pönnu, hella vökvanum af af og til.
Skera fullt af grænmeti, gulrótum, lauk, hvítlauk, papriku, púrrulauk, radísum, baby-corn o.s.frv.
Skella því á pönnuna og krydda yfir með smá aromat og dilli.
Leyfa grænmetinu að steikjast soldið og þá skella einni krukku af Tilda Butter Chicken sósu og kókósmjólk yfir.
Láta malla í 5 mín.
Bera svo fram með hituðu Nan-brauði.
Einnig er frábært að blanda saman, sýrðum rjóma og Mango chutney sósu til að hafa svona on the side. Einnig frábært að setja soldið af mintu út í hreinan jógúrt til að hafa on the side líka.

Svo hef ég stundum gert svona einfalda Lax-máltíð.
Laxinn góði:
Skella ca. 2-4 laxaflökum í eldfast mót og hita í ofni á 200 gráðum. Salta hann aðeins.
Taka kartöflur og sætar kartöflur, skera í litla kubba og steikja á pönnu. Salta og strá yfir dilli, chives og eitthvað solleis.
Sósan er mjög einföld, smjör brætt og graslaukur skorinn í smátt og bætt út í ásamt hvítlauk.
Rosa gott að bæta líka sýrðum rjóma út í sósuna. mmmmm....!

3 Comments:

At 9:52 PM, Anonymous Anonymous said...

Sit í polli af slefi og veit ekki nema ég renni á bossann ef ég stend upp....Má ég koma í mat til þín??? Naría...hahaha

 
At 12:22 AM, Anonymous Anonymous said...

4 laxaflök eru matur fyrir svona um það bil 9 til 10 manns!!!!!

 
At 11:44 AM, Blogger Stebbi Bollustrákur said...

4 laxaflök eru matur fyrir svona um það bil 9-10 manns??? Vá hvað þetta er allt saman einfalt!! Þú þarft 26 eyjur til að fylla upp í eitt land. Þú þarft 7 ílát af vökva til að vökva blóminn í húsdýragarðinum. Svona er þetta þá eftir allt, stærðir og mælieiningar heyra sögunni til!!
Ég er að tala um mat kannski fyrir 4 manneskjur, ekki handkaldar grænmetisætur. Laxaflök eru misstór, og þegar maður kaupir laxaflök út í búð, (þ.e.a.s. þegar ég nenni ekki að veiða og flaka sjálfur) þá er nokkuð oft búið að búta þau niður. Heita laxaflök engu að síður. Ég skal einfalda þetta. 700 - 900 grömm af laxi!!!
Þetta er kannski soldið over-reacting, sorrý!! En HEY.. betra er að hafa laxmagnið á hreinu heldur en að vita hverjir eru að commenta á blogginu mínu!!!

 

Post a Comment

<< Home