Sunday, October 02, 2005

Svavar - Clementine

Verð bara að benda öllum á frábært lag.
Þetta er lagið Clementine með Svavari Knúti Kristinssyni (trúbador Íslands) /Hraun.
Hér er linkur til að downloada: http://www.simnet.is/muzak/?i=2005_07_01_blogarchive.lbi
Mér finnst þetta lag vera snilld!! Alveg málið!!
njótið.

Annars er ég bara hérna heima, einmanna, á laugardagskvöldi. Mjög óvanalegt og skrítið að vera ekki að spila neitt þessa helgi. Skrítið að hitta ekki strákana í bandinu og allt hitt fólkið sem er alltaf að dansa fyrir framan okkur þegar við spilum. Það vill enginn vera memm!! María farinn í afmæli og meira að segja dóttir mín, Vigdís Klara rassabossakrútt, vill ekki vera memm, bara steinsofnaði áðan!! :(

Hins vegar vill ég taka til baka þetta með hana Indversku Prinsessu okkar íslendinga. Auðvitað á alveg eins að fjalla um hana og hvern annan á þessu skeri. Ég meina í alvöru. Hennar sjónarmið eru kannski svolítið skrítin, jú, en hennar rödd má alveg heyrast líka. Þannig að, verum umburðarlynd og lærum að fyrirgefa!! Þetta virkar annars ekki!!
ok bæ!!

1 Comments:

At 8:06 AM, Anonymous Anonymous said...

þetta lag eftir svavar er líka æði. Og líka byggt á góðri barnabók...

 

Post a Comment

<< Home