Blokkflauta
Hæ hæ!
Var að tala við Pétur Örn áðan. Hann var að segja mér frá eilitlu skondnu sem hann heyrði í úppartinu áðan. Þar var Óli Palli að ræða um nýju McCartney plötuna og spilaði viðtal við goðið þar sem hann útskýrir ca.: "the producer wanted me to do something different, like playing the recorder like I did with the Beatles in Fool on the hill...." Óli Palli kemur svo inn og þýðir þetta: "Já upptökustjórinn vildi að Paul gerði eitthvað öðruvísi í þetta skipti eins og til dæmis á nota upptökutækið sem hann notaði í Fool on the hill". Þetta er held ég mjög skiljanlegur og eflaust algengur misskilngur. Recorder í þetta skiptið nefnilega þýðir blokkflauta. Recorder er held ég ekki heldur notað mjög oft yfir upptökutæki, oftast eitthvað eins og tape machine, eða multi-track etc. Það er jú stundum notað eins og t.d. Digital recorder (stafræn blokkflauta?? hehe) eða Tape recorder Ástæðan fyrir því að ég veit þetta er að ég var alltaf eitthvað að nördast þegar ég var yngri, skoðaði plötu umslög bak og fyrir og stúderaði "kredit"-listana af áfergju. Ég meira að segja lenti í nettri rökræðu við ensku kennarann minn í Flensborg, hann þekkti ekki þessa þýðingu orðsins. En svona verður misskilningur til: "Bíddu æj æj.. komstu með upptökutækið?? ég var að biðja þig um að koma með blokkflautuna þína!!"
En svona er þetta nú skemmtilegt.
Gleðifréttir: Það var lagið er tilnefnt til Edduverðlauna sem besti skemmtiþáttur. Ætli manni verðið boðið og geti mætt og verið rosalega "important"??
Er núna einn heima að bíða eftir því að vera kallaður í stúdíó. Rosalega skrítið að vera allt í einu bara einn heima. Ég varð bara einmanna á mettíma.
Illskiljanlega orð/orðsamband dagsins er: "Fyrnun aflaheimilda"
Kannski veit maður hvað það er einhvern tíman í framtíðinni þegar maður verður orðinn fullorðinn. Orðinn fullorðinn... fullorðinn=orðinn fullur...?? spes..
1 Comments:
Fyrning aflaheimilda - ég veit hvað það þýðir.
Fyrring afaheimila er aftur á móti geðveiki á elliheimilum.
Ég ætla að verða aflaheimild þegar ég verð stór.
Post a Comment
<< Home