Wednesday, November 23, 2005

Hæ aftur


Búið að vera crazy að gera... eiginilega aðeins of mikið .. ÞVL í síðustu viku nema á fimmtudaginn var frí en þá fórum við á Laugarvatn að spila í söngkeppni og svo aftur á föstudagskv. því þá var ball hjá þeim krökkum á laugarvatni og svo teknir upp 2 þættir á laugardag og svo spilerí um kvöldið klukkan 10 - 1 og svo auðvitað 2 þættir næsta dag o.s.frv. þar til í dag.. alveg frí frá vínnu í dag.. sem er gott. En svo byrjar geðveikinn aftur á morgun.. 3 þættir teknir upp .. á föstudag verður flogið á Egilstaði og á laugardaginn hoppað beint úr vélinni í upptökur á ÞVL... hehe.. gaman. En svona er að vera fræg rokkstjarna með milljónir aðdáenda.
Merkilegt með þetta Idol.. "þú söngst alls ekki vel.. eiginlega bara mjög illa... EN þú lítur alveg rosalega vel út.. þú ert rosa flott/ur"!!! Hvað er verið að meina? Persónulega finnst mér nú að ef einhver syngur mjög illa í keppninni þá ætti hann að vera svona ca. Game over að hálfu dómnefndarinnar. Ég meina maður kemst ekkert á næsta borð ef maður er hundlélegur.. en samt kemur alltaf þetta .. "en það verður að segjast að þú ert alveg stórglæsileg/ur... og hefur mikinn kynþokka" *PING*!! Það nefnilega er alveg ótrúlega fyndið hvað það er eitthvað "vætal" að fólk sé "kjút" og "sexy" þegar það kemur að söng, sem er kannski ofureðlilegur hlutur. En þegar þessi Viktor steig á svið og söng vægast sagt hörmulega. Hörmulega þá meina ég: falskur, náði ekki að skipta nógu hratt á milli nótna í smekklausu slaufunum sem hann bætti í lagið, með þumbalegan tónblæ í röddinni o.fl. Samt var honum hrósað.. jú fyrir það hvað hann væri sætur. Hann var meira að segja svo hrikalega sætur að Einar Bárðar sagði bara að hann gæti bara "meikað karrer off hiss ón" í tónlistinni. Magnað!!
Svo er að koma upp heil kynslóð núna af söngvurum sem heldur að til þess að vera góður söngvari þurfi bara tvö "ingredient": Radd-stera og Auto-tune. Ég get svo svarið það!!

667 the Neighbour of the beast!!! He he... fyndið!!

1 Comments:

At 1:12 AM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, kaupa raddstera og autotune og gefa svo út koverplötu!

 

Post a Comment

<< Home