Ábreiður
Það er eins og meirihluti þess sem gefið er út af músík á þessu skeri sé bara endalaust "cover"-dót. Var að hlusta á Rás 2 áðan. Þar var Beggi úr Sól Drögg að syngja "It must be love"-Madness, Regína Ósk að syngja "Only you" sem er æðislegt lag... í flutningi Yazoo, Heitar Lummur með "Vertu ekki að plata mig"-HLH, Helgi Bjöss með "Gamli góði vinur"-Magnús Eiríks o.s.frv. Og allt er þetta fólk að gefa hljómplötur uppfullar af gömlum lögum. Svo erum við í Buff að gefa út plötu með fullt af nýju frumsömdu efni. Kannski erum við bara ekki með á nótunum, eða bara hið gagnstæða. Kannski erum við einmitt með á nótunum og með nóturnar og helling af þeim raðað saman af okkur sjálfum.
Ég er ekkert að pirrast neitt, mér finnst þetta bara svo einkennilegt. Er ekki hægt að semja lög lengur, eru kannski allir ungu lagahöfundar bara of lélegir og allir þessir gömlu góðu bara útbrunnir.
Ég reyndar tók svolítið þátt í þessu fyrir einhverjum árum og gaf út með bandi heila plötu uppfulla af cover-dóti. Það var líka út af því að ónefndur "umboðsmaður" latti okkur eins og hann ætti lífið að leysa. Hann sagði að það væri fávitaskapur að reyna að "meika" það með eigin efni, yrði að vera e-ð sem fólk þekkti þá þegar. Svo að við fórum að hans ráðum og gerðum lélega plötu. Hefði nú verið skemmtilegra sérstaklega svona eftir á ef við hefðum bara drullast til að gera eitthvað "orginal".
Þannig að ég er bara stoltur af því að við séum að fara að gefa út frumsamda plötu.
8 Comments:
Það er líka svoldið fyndið hvað það varð mikið "underground" að taka "cover" þegar Barði gerði það svo eftirminnilega með laginu "Stop...og þið vitið afganginn". Allt í einu var það gúdderað af öllum sem voru hluti af neðanjarðarmenningunni.
Barði er óvergránd. Öndergránd er óverreited.
Fólk er að gefa út kóverstöff til að ná sem mestri athygli/spilun á sem stystum tíma með sem minnstum kostnaði væntanlega.
Mér finnnst skemmtilegt þetta komment með umboðsmanninn hjá Reggí on æs, man ekki betur en að frumsömdu lögin af þessari plötu hafi verið meira spiluð í útvarpi en kóverlögin. Svo komu fleiri frumsamin seinna með sveitinni sem voru spiluð út og inn og hægri og vinstri á öldum ljósvakans og fengu landsmenn alla til að syngja með um sveskjulega útlítandi kvengeimverur og annað skemmtilegt. Sumir umboðsmenn eru bara hæfileikalitlir uppgjafapopparar.
En fokdýrir jógakennarar í staðinn...
Annars finnst mér þetta gott hjá ykkur Buffurum að vera með frumsamið efni. Kóver getur verið fínt, en illu heilli er það sjaldnast. Sjálfur farið í þessa sömu vitleysu - að gefa út plötu með fullt af kóverstöffi til að reyna að meika það. Það virkaði ekki. Sem betur fer, segi ég í dag. Samt talsvert minna óþolandi plata en þessi hjá Helga Bjö.
Ég vorkenni Helga greyinu, það sem ég hef heyrt er dáldið spes... Gott hjá honum samt að gefast ekki upp...ætla þó ekki að horfa á hann í kvöld í hljómsveit kvöldsins!
Mér finnst annars allt í lagi fyrir hljómsveitir eða listamenn að taka stundum cover, gott dæmi um það er þegar Stevie Wonder tók Bítlalagið We can work it out! Mjög vel gert hjá honum!
Mér finnst það sem ég hef heyrt af þessari plötu hans Helga vera alveg líflaust. Þetta eru góð lög og eiginlega alveg stórfurðulegt að það sé hægt að gera þau svona óintressant. En það er vissulega rétt hjá þér Þórey, að kóver getur verið fínt. En í flestum tilfellum þegar svo er hafa menn gert eitthvað við lögin - komið með einhvern nýjan flöt. Stevie Wonder td. var með svolítið mikinn soul blæ á "we can work it out". Flottar fraseringar. Hann þorir að teygja aðeins á þessu, meðan það sem ég hef heyrt af Helga plötu er rosalega seif. Seif og döll. Og mér sem fannst Helgi svo fjári fínn hér í eina tíð - ekki beint góður söngvari, en kúl attitjút og töff fraseringar.
Eins og máltækið segir, betri er Helgi Bjö en Helgi Pé. Betri er líka Gummi Pé en Helgi Pé.
Sá hljómsveit kvöldsinsí gær, þetta var ekki svo slæmt, en ekki merkilegt heldur.
ósammála. Helgi Pé er fjári góður söngvari. Síðasta platan hans var að vísu svoldið mikið leiðinleg, en hann hefur góða rödd og gott vald á henni. Ég myndi raða þeim ef ég þyrfti í aðra gæðaröð en þú. Að vísu líka með Gumma Pé efstan....
Og ég sá líka hljómsveit hússins í gær - og mér fannst þetta afskalega vel spilað. En illa sungið.
Jú, betri er Helga Bjössplatan en Helga Pjéplatan.
Post a Comment
<< Home