Monday, January 23, 2006

Ferðasaga Satans...

21.01.06
Sælinú!
Sit hérna á Hóteli á Seyðisfirði og skrifa þessi orð. Ferðasagan er ca. þannig að við hittumst klukkan 11.00. á flugvellinum og flugum þaðan til Egilsstaða. Þar var náð í okkur og við flutttir yfir á Fjörð Seyðis. Þegar þangað var komið var tekið mjög vel á móti okkur. Við komumst fljótlega að því að við gætum ekki stillt upp græjum fyrr en 23.30, þ.e.a.s. rétt fyrir ball, vegna 2 klukkutíma skemmtidagskrá átti að vera á sviðinu. Þannig að við létum sýna okkur Hótelið sem gistum á. Voðalega kósý gamalt hús og í ca. 15 skrefa fjarlægð frá staðnum sem við spilum á. Besta er að við höfum hótelið algjörlega út af yfir okkur. Eftir að við höfðum hent af okkur töskum og öðru var farið í Shell-stöðina og fengið sér hamborgara. Má þess geta að stúlkurnar sem afgreittu okkur voru ekki eldri en 11 ára og hamborgarinn sem við fengum var sá versti í sögunni. En svona er þetta nú bara. Svo var rölt upp á hotel og spilað Trivial og Pétur vann, Hannes vann næstum því og ég var í þriðja. Bergur og Þorgils ráku lestina. Svo var farið upp á herbergi, tölvunördast, spjallað og hlustað á músík. Núna sit ég bara aleinn því allir hinir eru að leggja sig og bíð eftir því að Söngvakeppni Sjónvarpsins byrji því þá á ég að vekja þá. Ég á alltaf voðalega erfitt með að leggja mig svona bara einhversstaðar, næ bara ekkert að sofna nema ég sé heima í rúmi mínu, sófanum mínum eða um það bil að deyja áfengisdauða. Jæja, meira sienna.
Eitt innslag hérna: Er að horfa á Spaugstofuna og ég get svarið það að þetta er versta sjónvarpsefni sem gert hefur verið. Ég verð hreinlega þunglyndur á að horfa á þetta helvíti. Djöfullsins djöfull. Að það sé verið að eyða þvílíkum fúlgum í þetta djöfullsins drasl. Farið það í bölvað….
Sunnudagur22.01.06
Jæja haldiði að það sé nú stuð. Ballið gekk vel, allir í banastuði. Spiluðum til rúmlega 4. Fórum heim og spiluðum á gítar og spjölluðum og forum svo í háttinn. Vöknuðum í hádeginu og fengum egg og bacon, ossa fínt. Komunst þá að því að það væri ekki flogið heldur væri athugun með flug klukkan 2. Og hérna sitjum við í borðstofunni á hótelinu og klukkan er orðin 17:30 og nú eigum við að athuga með flug klukkan 19:15. Kannski komumst bara ekki til RVK í kvöld. Er mjög svangur núna. Bara búinn að borða smá popp og drekka Ginger Ale. Ekki get ég farið á Shell og fengið mér hamborgara því það er óætt. Vorum jafnvel að spá í að fara bara yfir á Egilsstaði til að geta fengið okkur eitthvað að éta og jafnvel bara bókað okkur á Hótel til að vera á yfir nóttina. Svona er nú þessi bransi “glámúrus”.

Jæja. Nú er klukkan orðin 19.20 og við höfum fengið þær fréttir að eftir 25 mínútur verður náð í okkur og við keyrðir yfir á Egilsstaði þar sem bíður okkar þota sem flýgur með okkur á Keflavíkurflugvöll. Þar verður svo önnur rúta sem keyrir okkur í bæinn. Svolítið vesen en við komumst alla vega heim til okkar. Ætla að knúsa Maríu og Vigdísi (sem verður reyndar örugglega sofnðu þegar ég kem heim) alveg ossalega mikið. ☺

Mánudagur 23.01.06
Jæja.. þetta var nú meiri heimferðin. Fórum semmsé til Egilsstaða og þar var ca. 200 manns mætt og allir voru tékkaðir inn meðan öllum var gert grein fyrir að vélinn færi ekkert í loftið fyrr en að verða 12. GREAT!! Við fórom þessvegna og fengum okkur eitthvað almennilegt að borða og fórum svo niðureftir um 11 leytið og þar vorum við skammaðir fyrir að hafa haldið okkur kyrrum fyrir á “hreina! svæðinu. Þ.e.a.s þar sem allir hinir þurftu að húka í næstum 4 klukktíma. Af hverju það var kallað “hreina” svæðið hefur held ég eitthvað með tollgæslu að gera þar sem heil vél frá Danmörku var að lenda rétt áður en við forum í loftið. En jæja.. svo var loksins farið í loftið og það var svolítið spes að vera að fljúga frá Egilsstöðum í Boeing 747 vél. En þá var ekki allt búið. Þegar við komum á Keflavíkurvöll biðu okkar 3 rútur þar. Öllum var smalað (bókstaflega) inn í rútu og fann ég samt allnokkurn fnyk af skipulagsleysi. Sérstaklega þegar allt í einu var komið inn í rútunna sem ég og Pétur höfðum fokið inní og sagt að þessi rúta færir ekki til Reykjavíkur. Ég, Pétur og fleiri fórum því í næstu rútu og eftir að var búið að skipta farangri niður á rútur var loksins haldið af stað. Ég svaf mest alla ferðina í bæinn og vaknaði þegar komið var að RVK-flugvelli. Eftir að hafa tekið hljómborðið o.fl úr snjóskafli var farið í bílinn hans Gilsa og hann skutlaði öllum heim. Vorum allir orðnir nokkuð lúnir og Bergur var búinn að vera lasinn alla ferðina. Svo var svolítið magnað að keyra framhjá ca. 30 manns sem voru búnir að mynda leigubílaröð. Það var nú búið að spyrja fólk hverjir þyrftu leigubíl, en þessir kjánar gátu ekki einu sinni séð til þess að hafa leigubíla reiðubúna. Þannig að eftir allt þetta rugl þurfti fólk að standa þarna í hríðinni og bíða. Æðislegt.
Og svo til að toppa þetta allt saman, þá er ég lasinn, með beinverki og hausverk, og eina sem er í imbanum mínum er Kangaroo Jack, og það í læstri dagskrá, en hljóðið er eðlilegt. Kangaroo Jack endar actually á “hey… hey baby.. I wanna knoooowww.. if you´ll be my girl…”! Kræst.
Og nú er enn eitt brúðumyndbandið í sjónvarpinu. Þessar underground hljómsveitir geta bara hreinlega ekki gert myndbönd nema að það sé gert með brúðum eða teiknuðum fígúrum.
Sorry, þið verðið að fyrirgefa, ég er bara ekki í mjög góðu skapi núna.
En ég skal lofa að næsta ferðasaga verður skemmtilegri því hún mun fjalla um Chicago og New York. alrighty..

4 Comments:

At 6:54 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Við söknum þín svakamikið í vinnunni. Vonandi kemstu fljótt í lag, elsku hjartans kaddlinn.

Það er einmitt á svona stundum, þegar mann er veikur með gubb, hita og beinverki, að maður spyr sig hvernig Hemmi getur alltaf verið svona hress...

 
At 12:10 AM, Anonymous Anonymous said...

Skemmtileg saga.

 
At 12:11 PM, Blogger Pippi said...

Skemmtileg af því að hún er sönn. Svo verður gaman í Damn-mörku í febrúar.

 
At 4:21 PM, Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Við vorum reyndar skammaðir fyrir að halda okkur ekki kyrrum á "hreina" svæðinu.. smá klúður.. sorrý

 

Post a Comment

<< Home