Thursday, January 26, 2006

Bla!!

Íslensku tónlistarverðlaunin eru í imbanum. Skrítið hvað sum orð eru allt í einu farin að fara í taugarnar á mér t.d.: tónlistarfólk,
tónverk (Kjartan sem tilkynnti Besta jazz lags verðlaunin er held ég lífsins ómögulegt að segja orðið “lag”). Það voru einhver fleiri, búinn að gleyma.
Annars er þetta bara alveg nokkuð fínt.
Guðmundur Jónsson óperufrömuður fékk rosalega skjallræðu Garðars Cortez, valin myndbrot frá sínum ferli , heilan karlakór á svið, fylgd forseta vors Ólafs Ragnars Grímssonar, standandi klapp áhorfenda og að sjálfsögðu heiðursverðlaunin. Hann fékk samt ekki hljóð á míkrafóninn þegar hann ávarpaði fólkið og söng fyrir það. Samt fékk Benni Hemm Hemm hljóð á sinn míkrafón, og það í BÆÐI skiptin sem hann talaði. Eins og ég sagði: réttlæti er ekki til.
En svona er nú tæknin, hún getur brugðist manni á ögurstundu.
Fyndið líka þegar þeir sem voru að gera það hvað best á síðasta ári eru tilnefndir “Bjartasta vonin” á Íslensku Tónlistarverðlaununum.
Svo verð ég að segja að þessi Benni Hemm Hemm er eitthvað drullumall. Hef reyndar ekki heyrt alla plötuna hans (kannski fyndist mér hún æði) en það sem ég hef heyrt finnst mér vera skítasorp, kúkadrasl sem fær mig næstum til að langa að borða minn eigin saur. Svo er hann með eitthvað svaka band, fullt af góðum hljóðfæraleikurum sem eru svona eins og eitthvað “entourage” í kringum lélega söngvarann að því að það er svo töff að snobba niður fyrir sig.
Æji, þetta er allavega sú tilfinning sem ég fæ, þetta er það sem hjarta mitt segir mér og það lýgur aldrei.
Emilíana fannst mér æði. Alltaf gaman þegar maður heyrir söngvara syngja á sviði og þeir syngja betur en á upptökunni. Fékk algera gæsahúð.
Verð að játa að ég er orðin svolítið leiður á þessu “og-verðlauninn-fær…-SIGUR-RÓS”-kjaftæði!! Líka orðin leiður á Bubba, það er eins og enginn í heiminum hafi þurft nokkurn tíman að mynda þykkan skráp nema hann.
“Maðurinn stígur á sviðið, þjakaður af þungri grímu hrokans sem nú er næstum farin og aðeins sólgleraugun standa eftir. Hann hefur lítið hjarta en þó kyrfilega brynvarið, sem nú loksins leyfir honum að vera frjáls í fyrsta sinn, frjáls frá óttanum við að vera auðmjúkur. Hann finnur frelsið, hann andar því að sér og finnur blómailm sem fær hann til að stama út úr sér hið fallega og óeigingjarna orð….… TAKK!!”
Svona væri hægt að sjá þetta fyrir sér í ævisögu Bubba nr. 2.
Annars fannst mér þetta allt saman æðislegt. Hefði reyndar viljað sjá Dr. Gunna grínið í sjónvarpinu. Leiðinlegt að hann skildi nú standa þarna í um 10 mínútur grafkjur og svo bara voru engar camerur á honum þegar hann loks hreyfði sig. RÚV er pró!!
Jæja.. ég ætla að reyna að kingja stolti mínu, minnka hrokann og þakka bara fyrir mig í bili.

4 Comments:

At 12:23 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þú minnist á hvað sum orð fari í taugarnar á þé. Ég er með eitt orð sem eitt og sér getur svæft grameðlu - orðið er "ungskáld".

Tónlistarverðlaunin eru drasl, hafa allltaf verið drasl og verða það alveg þangað til ég fæ styttu. Eða tilnefningu.

 
At 3:36 PM, Anonymous Anonymous said...

Mín skoðun er sú að Stefán kallinn Hilmars má alveg fá viðurkenningu sem góður söngvari, og svo finnst líka alveg sérstaklega shallow að ég hafi beðið um óskalega fyrir viku á fm957 og bað um lag með ampop og gaurinn hló að mér en núna eru þeir byrjaðir að spila þá og lofsama, shallowshallow

 
At 3:49 PM, Anonymous Anonymous said...

já og ég held líka að margar aðrar hljómsveitir þurfi á styrk að halda frá Loftbrú heldur en Sigurrós

 
At 3:49 PM, Blogger Pippi said...

Tónlistahommaverðlaunin.
Þetta er frábært allt saman.
Emilíana er samt frábær og einlægasta listamanneskjan á hátíðinni.

 

Post a Comment

<< Home