Thursday, April 06, 2006

Stebbi er klummsa!!!


Mikið er nú allt orðið öfugsnúið. Sagan er nú þannig að í Blaðinu um daginn var lítil grein sem bar yfirskriftina "Var Jesús í jakahlaupi" og fjallaði hún um vísindamenn frá Flórída sem halda því fram "að verið geti að spámaðurinn hafi í raun gengið á nokkurskonar ísfleka sem myndast hafi á Galíleuvatni á sínum tíma". "Möguleiki er að óvenjuleg skilyrði í vatninu ásamt snöggu kuldakasti geti útskýrt þessa frægu biblíusögu" . Doron Nof prófessor við ríkisháskólann í Flórída sagði: "Við erum aðeins að benda á þennan á að líkur séu á því að þetta fyrirbæri hafi verið til staðar á tímum Jesús. En hvort þetta útskýri söguna af því þegar hann á að hafa gengið á vatninu, það veit ég ekkert um" Svona var nú greinin í grófum dráttum en hún er nú ósköp ómerkileg að mörgu leiti enda ekki verið að fullyrða neitt né reynt að sanna nokkuð og fjallar finnst mér voða mikið og einhverjar "spekúlasjónir" erlendra fræðimanna! Það sem er aftur á móti alveg magnað eru viðbrögð tveggja kristinna manna er ég umgekkst í morgun. Ég var búinn að lesa hálfa grein þegar annar þeirra, maður A, sér fyrirsögnina og les fyrstu línur hennar og skellir þá uppúr og bendir manni B á þessa "fásinnu". Maður B skellir einnig uppúr og segir "ye, right, einmitt, sénsinn bensinn, glætan spætan, möguleikinn mínútusteikinn, eins og það væri bara allt í einu klaki undir vatninu sem enginn hefði séð". Sem sagt af tveimur kostum 1. Að það sé til undarleg og jafnvel mjög hæpinn en þó vísindalega rökstudd útskýring 2. Að maðurinn hafi náð að sigrast á þyngdaraflinu og eðlisfræðinni, þá getur ekki verið annað en að nr. 2 sé rétt. Spes!!!
En af hverju er þetta svona??? Jú, jú, trúin, hún flytur fjöll!
Nú eru ekki allir á eitt sáttir með að Júdasarguðspjallið skyldi finnast (er það með Y??? fundu... fynnast.. sheize). Júdas á víst ekki að hafa verið jafn "slæmur" og fólk vildi meina. GTI skrifaði: "Næst berast eflaust fréttir af því að María Mey hafi verið blökkukona og Pétur postuli tölvufræðingur". Miðað við hvað ótrúlegir og ólógískir hlutir gerast í sögum biblíunnar þá finnst mér það bara alls ekki ólíklegt.
En getur verið að trú og sagnfræði séu svolítið að örmagna hvort annað??? Að mínu mati eru þetta tveir ólíkir hlutir og þess vegna finnst mér glatað að það að trúa sé alltaf samofið einhverjum sögum og sjálfkrafa kröfu um að á þær skuli líta sem sannleik. Hins vegar finnst mér sagnfræði mjög skemmtileg, en er þó nokkuð meðvitaður um að það þarf ekki að vera að allt sé satt sem kemur þar fram.
Æji ég skal ekki tuða meir.. finnst bara svo mikil heimska í því að taka bók sem heilögum sannleik (í orðsins fyllstu) en hlægja hæðnislega af ÖLLUM öðrum möguleikum. Alveg glatað..
jæja..

4 Comments:

At 7:59 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég er svo hjartanlega sammála þér Stebbi minn. Trúarrit og sannleikur eiga jafn-vel saman og áfengi og akstur.

 
At 9:33 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég er trúaður en skoða samt alla möguleika.
Ekki bara blind trú.
Kannski var þetta líka leiðin sem Guð notaði til að sonur hans gæti gengið á vatni.

 
At 7:50 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Vil benda á að Símon oftrúaði reyndi að labba á eftir Kristi en sökk.

Ef menn trúa ekki Biblíusögunum er það gott og gilt, en svona útskýringar gera ekkert. Að Jesú hafi lægt vindinn, reist fólk upp frá dauðum, læknað veika, gefið blindum sjón og svo risið upp frá dauðum er vissulega frekar ótrúlegt, reyndar alveg hrikalega ótrúlegt, en samt trúi ég því alveg. Jú, mögulega gæti kannski hafa verið ís - ef atburðirnir hefðu ekki gerst um hásumar og hitinn væntalega ekki undir 35 stigum. Það er fast að því jafn ótrúlegt og að einhver kunni að labba á vatni.

 
At 1:03 AM, Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Rétt er það líklega, Ingvar, að Símon hafi gengið eftir Kristi og sokkið. En eins og Dr. Kristján sagði svo skemmtilega um daginn: "Ingvar, þú þarft aðeins að fara hugsa um hvaða heimildir þú ert að styðjast við, börn eru t.d. ekki eingetin"!!
En svona tala nú bara menn sem trúa á aðra hluti en þessar sögur úr biblíunni. Aftur á móti trúi ég nú á mikið af þeim boðskap í henni liggur, ekki allan þó.
Love Stibez

 

Post a Comment

<< Home