Wednesday, April 05, 2006

Spes dagur


Það er allt í einu ekki hægt að setja í ó ú o.s.fr. í "Title" dálkinn svo ég þarf alltaf að finna nöfn á bloggið sem hefur ekki að geyma neina íslenska stafi. Minnir mig á einhverja 10.000 orða skáldsögu sem ég sá um daginn þar sem aldrei kom stafurinn "E" fyrir. Magnað!
En ég er búinn að vera í fýlu meira og minna í dag. Ennþá að "farging" kálast í baki, öxlum og hálsi. Fór semmsé ekki til vinnu í dag né á giggið með bandinu. Alveg glatað!!! En hvernig er hægt að vera í fýlu þegar maður á svona yndislega og fallega dóttur. :)
Enda er ég orðin óvenju jákvæður undanfarið. Helstu rök fyrir þessari breytingu eru þau að ég var að horfa á endursýningu Spaugstofunar og í einu atriði fann ég örlítinn kipp í einum vöðva í andlitinu, sem ég kýs að kalla kinnvöðva, en ég mann ekki alveg hvoru megin það var.
Hrós fá Felix Bergsson og Guðrún Gunnars. Þau eru bara ansi góð saman í þessum 6-7 þáttum, bæði mjög svona eðlileg bara og voða fín. Guðrún Gunnars er reyndar að mínu mati ein af þessum manneskjum sem eru algjörlega fædd til að vinna við sjónvarp, enda með endenum indæl og skemmtileg manneskja.
Skjár Einn fær líka hrós fyrir að ætla að sýna okkur Woody Allen myndir á sunnudagskvöldum. Er Skjár Einn kannski bara besta stöðin??? Kannski ef þeir hentu slatta af góðum heimildarmyndum inn í dagskrána. Sirkus er aftur á móti mesta sorpsjónvarpsstöð í heiminum. En sniðugir að mörgu leiti engu að síður. Þeir eru algjörlega að höfða til hnakkana og það er markhópur eins og hver annar. NEI... fyrirgefiði það er ekki markhópur EINS OG HVER ANNAR ... EN markhópur engu að síður.
Having said that, þá er ég nú mesti "Raunveruleikaþátta"-fíkill sem ég þekki, en ég er allur að koma til, farinn aðeins að slaka á.
En á sirkus er svo mikið af þáttum með svona "búmm-tiss-búmm-tiss"-trommutaki undir allan tíman. Illa pródúserað drasl. Var nokkuð forvitin í gær þar sem kona var að elda Lasanja alveg frá grunni en það heyrðist voða lítið hvað hún sagði, bæði vegna þess að hljóðupptakan var léleg og þessi ágæti trommutaktur gekk undir allan F. tímann!!
Jæja.. nóg af tuði.
bæ bæ ... elska ykkur ÖLL!!!
Knúsi knús!!!

2 Comments:

At 3:59 PM, Anonymous Anonymous said...

Allt rétt sem þú sagðir og ekkert rangt.
Elska þig líka
og aldrei verða bakveikur aftur.
Glatað að hafa þig ekki með að spila.
Sérstaklega fyrir börnin.

 
At 8:43 PM, Anonymous Anonymous said...

Láttu þér batna!!!!
Annars er þó góður þáttur á Sirkus er Supernatural heitir og er sýndur seint á þriðjudagskvöldum!!
Er nú samt alveg sammála með þessa stöð...hún er frekar þurrkuntuleg!!!

 

Post a Comment

<< Home