Wednesday, May 24, 2006

Ian Anderson

Mjög fyndið moment í gær þegar ég, Eysteinn, Ingimundur, Gummi Pé og Gulla konan hans, og Sverrir Stormsker vorum stödd baksviðs í Laugardalshöll til þess að hitta Ian Anderson. Við hittum kauða og gjörsamlega frusum og gátum ekkert sagt við manninn nema, "hi, thank you for the concert, it was great". Ian Anderson heilsar ekki ókunnugum með handabandi svo við nudduðum olnbogunum saman, sem var líka fínt, fyrir utan það að þá sá Sverrir Stormsker góða ástæðu til að segja Ian allt um olnbogameiðsl sem hann hlaut einu sinni og hvernig hann hefur alltaf verið hálf slæmur síðan. SPES!!! Á því augnabliki sáum við hinir ennþá betri ástæðu til að forða okkur, hefðum örugglega forðað okkur hvort sem er þar sem við vorum algjörlega "starstruck" og orðlausir. Fyndið að hitta bara allt í einu gæjan sem maður hefur elskað og dáð síðan maður var 12 ára. Magnað!!! En ég verð samt að segja að bæði biðin fyrir þessu stuttu kynni og sjálft augnablikið var ákaflega súrt. Samt gaman að fara á svona fína tónleika og upplifa svo súrasta augnablik í heimi. :)
Talandi um súrheit, hér er texti eftir kallinn af "A passion play" plötunni sem kom út árið 1973.

"And your little sisters immaculate virginity wings away on the bony
Shoulders of a young horse named george who stole surreptitiously
Into her geography revision.
(the examining body examined her body.)"

Buff að spila í Reiðhöllinni í kveld (ekki Heiðmörk, of kallt) allir að mæta.....ég meina allir sem eru að vinna hjá KB banka og er boðið að mæta MÆTA!!!

10 Comments:

At 12:17 PM, Anonymous Anonymous said...

ææ... þetta er eiginlega ástæðan fyrir því að mig langar ekkert sérstaklega að hitta "átrúnaðar goð" mín. Ég myndi ekkert vita hvað ég ætti að segja : /
En samt fyndið eftir á hehe.

 
At 5:24 PM, Anonymous Anonymous said...

Þetta er fyndið... veit um eina sem dýrkaði Lenny Kravitz. Hitti hann síðan á götu og það steinleið yfir hana. Vaknaði síðan við það að Lenny var að stumra yfir henni..

 
At 6:08 PM, Anonymous Anonymous said...

Alveg.
Hvað á maður að segja við Spielberg?
"Hello Mister Spielberg. I cried watching Shcindlers list and E.T. and I was very excited seeing Close encounters and I laughed much when I saw Cath me if you can and I was very scared of Jaws and I really liked Duel and, and ,and, ....Can I be the star of your next film? Please Mister Spielberg, please, PLEEEEEEASE!?!"

Nei.
Þá er nú betra að sitja heima hjá sér og borða kjúkling og horfa á fréttirnar.

 
At 12:43 AM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Geddy Lee í Rush - sem mig langar einmitt mikið að hitta - var eitt sinn spurður hvaða átrúnaðargoð sitt hann langaði mest að hitta. Hann svaraði "idols are for idolizing, not for meeting".

Mér finnst kúl að þú hafir hitt Anderson. Til lukku með það. Vona að þú hafir komið betur út en ég þegar ég hitti tvo Stranglers-meðlimi um árið. Var svartur og gersamlega skeit á mig.

 
At 3:05 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Sá í Reykjavík Grapevine-sorpsneplinum dóma um Andersonkonsertinn. Einhver Helgi Valur átti vart orð til að lýsa hversu drepleiðinlegt og hallærislegt þetta allt hafði verið. Alger nauðgun á Mozart og leiðinlegar útgáfur af lögum sem hefðu verið leiðinleg fyrir.

Gaman að svona dómum, því ég þekki tugi manna (mestallt tónlistarmenn)sem fóru, sumir ekki einu sinni neitt sérstakir Tull-aðdáendur, og allir eru voðalega sammála um að þetta hafi bara verið feykigott og gaman.

Svona eru nú þessir gagnrýnendur skrýtnir. Eða miklir hálfvitar.

 
At 2:54 PM, Anonymous Anonymous said...

Nei, nei, nei... babbara. Er það ekki hann Stefán!!! Veit ekki hvernig ég fór að því að finna þessa síðu en svona gerist bara þegar mann er að vesenast á þessu interneti sko. Undarlegir hlutir gerast og týnt fólk finnst attur. Gaman að lesa síðuna þína og ennþá meira gaman að þú hafir fengið að hitta Anderson kallinn. Ég fór líka á tónleikana og sat með stjörnur í augum alveg uppnumin allan tímann... magnaðir sko. En héddna agglavega verum í bandi;)

 
At 10:53 PM, Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Má ég benda á að þverflauta er smíðuð úr járni, sem er þungur málmur... heví metal-hljóðfæri eins og þau gerast bókstaflegust!

 
At 11:10 AM, Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Rokk??? Bíddu nú aðeins Gauti minn, nú missti ég af þér... ROKK??? Sagði ÉG rokk??? Sagði ég að JT væri rokkhljómsveit??? Ef ég hef svo gert, biðst ég innilega velvirðingar. Held samt að ég hafi ekki talað um JT sem ROKKBAND, og flestir sem VITA EITTHVAÐ um málið tala oft ekki um JT sem rokkband, heldur reyna að skilgreina hana í svona eins og heilli ritgerð. Ert þú kannski með einhverja "rokk-þráhyggju" og þekkir ekkert annað, heyrir músík og hugsar "humm, þetta er EKKI rokk" eða "humm, já þetta er rokk". Þ.e.a.s. allt er bara voða einfalt, svart eða hvítt.
JT er svo margt að ég ætla ekki að fara út í það hér.
Eitt er þó víst að Ian Anderson er eini flautuleikarinn sem ég hef heyrt í sem "grúvar" og "grúvar" hann á flautuna betur en margir trymblar t.d. sem mér finnst alveg aðdáunarvert og mjög skemmtilegt.
LOVE
Hvenær kemur þú annars til landsins kall??
-Tebbi Tuð

 
At 12:28 AM, Blogger Gauti said...

hehehe . . ég setti þetta nú bara inn til að fá viðbrögð . . sem ég og fékk :)
það var reyndar þannig að Metallica misstu eitt sinn af "best rock album" verðlaunum (Grammy að ég held) og JT fengu þau í staðin öllum að óvörum . . sem er fyndið einmitt miðað við það sem þú segir . . Þegar þeir tóku svo við Grammy fyrir "svörtu plötuna" þökkuðu þeir svo JT fyrir að gefa ekki út plötu það árið :)
. . JT eru reyndar ekki minn tebolli . . en ég kann vel að meta gott grúv samt :)

 
At 12:32 AM, Blogger Gauti said...

og afsakaðu smámunasemina Ingvar en ég held að það sé Silfur en ekki járn sem betri þverflautur eru smíðaðar úr ;)

 

Post a Comment

<< Home