Saturday, September 16, 2006

Löngunin

Er að horfa með öðru auganu á Mission Impossible og það eru stundum mjög spes þýðingar í gangi. Þegar MAX segir "...doesn´t matter, it´s probably just the hard drive heating up" þá er þýðinginn, "...skiptir ekki máli, það er örugglega bara löngunin". LÖNGUNIN??? HA??? Sem sé "hard drive heating up" þýðir "löngunin". Magnað.
Svo spyr gæjinn sem vinnur í hvelfingunni frægu ritarann sinn, "can I get you anything?" þegar hann er á leið í kaffi og það er þýtt "get ég hjálpað þér?". Hvaða rugl er þetta eiginlega?

vildi bara deila þessu...

Annars byrja ég að kenna í Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna á mánudaginn, og mikið djöfull skal ég vera strangur... ég ætla að vera alveg CRAZY harðstjóri... með kennaraprik og kladda og allt!!!! :)

3 Comments:

At 7:47 PM, Anonymous Anonymous said...

Nokkrar súrar þýðingar sem ég hef séð.

Bring the chopper= Komdu með hakkarann.

Is this a pickup?(Kona að spyrja mann um hvort hann sé að reyna við sig)=Er þetta pallbíll?

Og það besta sem mér finnst.
Suspect is a male caucasian=Sá seki er Kákasusmaður.

 
At 11:51 PM, Anonymous Anonymous said...

Kákasusmaður...hehehe!!!

Gangi þér vel í vinnunni!!

 
At 3:54 PM, Anonymous Anonymous said...

Á hvað ertu að horfa með hinu auganu??

 

Post a Comment

<< Home