Saturday, November 27, 2004

Þitt fyrsta blogg!!

Hæ hæ Var að spila í gær á Djöbbliners og það var alveg magnað. Þar var t.d. einn maður sem sá mig kófsveittann að stappa báðum löppum (annarri á hold pedal), berjandi á nýja Triton Extreme hljómborðið mitt með báðum höndum og syngjandi í Shure míkrafóninn af mikilli áfergju og þá hugsaði þessi maður "HEY, best að fara og reyna að ná tali af þessum manni þarna á sviðinu!!!" Það eru greinilegt að margir missa gjörsamlega hæfileikann í að kljúfa atóm þegar áfengi er annars vegar. Nei ég meina vá.. kommon... það er SVO greinilegt að maður er "nokkuð upptekinn" á þessari stundu, í miðju lagi, og að halda að það sé bara hægt að labba upp að manni og byrja bara að spjalla!!
Þessi helgi er reyndar algjör kleppur. Var að vinna í gær til 6, spila á Hótel Sögu klukkan 10 og svo á Dubliner frá hálf eitt til 4, vinna í búðinni 11 til 4 í dag, og þá fara á tvær æfingar, og svo spila klukkan 8 á Café Reykjavik, og svo spila milli hálf tiu og 12, þrisvar sinnum, á Hótel sögu og svo aftur Dubliner frá hálf eitt til 4 og svo æfa frá klukkan 2 á morgun!! VEIII !!! gaman gaman!!
Annars er ég bara hress.
Horfði nú aðeins á IDOL í gær, magnað sjónvarpsefni. Varð svolítið pirraður þegar einhver gaur kom og söng lagið "Daydream" , og dómararnir sögðu allir, "tja ég skil nú ekki af hverju þú ert í þessari keppni"!! Bíddu er það ekki dómnefndinn sem "setur" fólk í þessa keppni. Svo virðast ekki vera nein takmörk fyrir hvað fólk syngur illa, Bubbi verður bara sáttari fyrir vikið. "Já, þú hefur svo mikla útgeislun"!! Útgeislun, smútgeislun!! Bubbi hefur líka svo svakalega útgeislun, sérstaklega þegar hann syngur: "í nístingskulda, slyddu og él", þá alveg geislar af honum.
Eins og þið kannski sjáið þá mun þessi bloggsíða vera minn vettvangur fyrir Tuð og röfl!! Like it or not! Ég nenni ekki að vera að halda uppi bloggsíðu og vera alltaf með einhverja "Yfirborðs-jákvæðni" Birgitta og Jónsi geta bara séð um það!!!