Thursday, January 26, 2006

Bla!!

Íslensku tónlistarverðlaunin eru í imbanum. Skrítið hvað sum orð eru allt í einu farin að fara í taugarnar á mér t.d.: tónlistarfólk,
tónverk (Kjartan sem tilkynnti Besta jazz lags verðlaunin er held ég lífsins ómögulegt að segja orðið “lag”). Það voru einhver fleiri, búinn að gleyma.
Annars er þetta bara alveg nokkuð fínt.
Guðmundur Jónsson óperufrömuður fékk rosalega skjallræðu Garðars Cortez, valin myndbrot frá sínum ferli , heilan karlakór á svið, fylgd forseta vors Ólafs Ragnars Grímssonar, standandi klapp áhorfenda og að sjálfsögðu heiðursverðlaunin. Hann fékk samt ekki hljóð á míkrafóninn þegar hann ávarpaði fólkið og söng fyrir það. Samt fékk Benni Hemm Hemm hljóð á sinn míkrafón, og það í BÆÐI skiptin sem hann talaði. Eins og ég sagði: réttlæti er ekki til.
En svona er nú tæknin, hún getur brugðist manni á ögurstundu.
Fyndið líka þegar þeir sem voru að gera það hvað best á síðasta ári eru tilnefndir “Bjartasta vonin” á Íslensku Tónlistarverðlaununum.
Svo verð ég að segja að þessi Benni Hemm Hemm er eitthvað drullumall. Hef reyndar ekki heyrt alla plötuna hans (kannski fyndist mér hún æði) en það sem ég hef heyrt finnst mér vera skítasorp, kúkadrasl sem fær mig næstum til að langa að borða minn eigin saur. Svo er hann með eitthvað svaka band, fullt af góðum hljóðfæraleikurum sem eru svona eins og eitthvað “entourage” í kringum lélega söngvarann að því að það er svo töff að snobba niður fyrir sig.
Æji, þetta er allavega sú tilfinning sem ég fæ, þetta er það sem hjarta mitt segir mér og það lýgur aldrei.
Emilíana fannst mér æði. Alltaf gaman þegar maður heyrir söngvara syngja á sviði og þeir syngja betur en á upptökunni. Fékk algera gæsahúð.
Verð að játa að ég er orðin svolítið leiður á þessu “og-verðlauninn-fær…-SIGUR-RÓS”-kjaftæði!! Líka orðin leiður á Bubba, það er eins og enginn í heiminum hafi þurft nokkurn tíman að mynda þykkan skráp nema hann.
“Maðurinn stígur á sviðið, þjakaður af þungri grímu hrokans sem nú er næstum farin og aðeins sólgleraugun standa eftir. Hann hefur lítið hjarta en þó kyrfilega brynvarið, sem nú loksins leyfir honum að vera frjáls í fyrsta sinn, frjáls frá óttanum við að vera auðmjúkur. Hann finnur frelsið, hann andar því að sér og finnur blómailm sem fær hann til að stama út úr sér hið fallega og óeigingjarna orð….… TAKK!!”
Svona væri hægt að sjá þetta fyrir sér í ævisögu Bubba nr. 2.
Annars fannst mér þetta allt saman æðislegt. Hefði reyndar viljað sjá Dr. Gunna grínið í sjónvarpinu. Leiðinlegt að hann skildi nú standa þarna í um 10 mínútur grafkjur og svo bara voru engar camerur á honum þegar hann loks hreyfði sig. RÚV er pró!!
Jæja.. ég ætla að reyna að kingja stolti mínu, minnka hrokann og þakka bara fyrir mig í bili.

Wednesday, January 25, 2006

Heima... lasinn... :(

MMMMM!!! Magapest!!
Alveg glatað að vera með svona magapest og geta ekki borðað neitt. Búinn semsagt að vera að drepast í maganum svona af og til og fara á klósettið 23098034 sinnum. VEIII!!!
Svo eru rosalega mikið af hljóðum alltaf að koma úr maganum á mér. Stundum svona eins og þúsundir lítilla loftbólna séu að springa, stundum eins og það sé að marra í gömlu seglskipi, stundum eins og þegar kafbátur er kominn á of mikið dýpi og er um það bil að fara að falla saman vegna of mikils þrýstings og stundum kemur bara gamla góða garnagaulið.

Annars var ég að horfa tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna. Þar var verið að spyrja Dr. Gunna, Ragnheiði Grö., Trabant of.l. um hvað þeim fyndist um mp3 og dreifingu tónlistar um netið. Trabant menn voru einmitt að tala hvað það væri einkennilegt þegar fólk kæmi að þeim segði eitthvað eins og: “heyrðu, frábær nýja platan ykkar maður, vinur minn brenndi hana fyrir mig um daginn og… “. Dr. Gunni sagði eitt svolítið skondið: “ég hef alltaf hlustað bara á músík í lélegu græjunum mínum, þar eru svo enginn mp3 gæði en alveg nóg fyrir mig”! Svolítið spes setning í rauninni. Svolítið eins og að segja, “ég hef nú alltaf bara komist á milli a og b á Daihatsu-druslunni minni, ég meina, við erum ekkert að tala um neinn “reiðhjólahraða” en alveg nóg fyrir mig”!

Jæja, nú fer að styttast í að ég og Símon frændi förum til Chicago og New York í “tónleikaferðalag”, djók!! Erum reyndar að fara að spila e-u Þorrablóti í Chicago og millilendum í NYC þar sem við höfum tækifæri á að eyða 1 og hálfum degi ca.
Þetta verður eflaust ossa mikið stuð.

Þeir sem ekki trúa ferðasögunni minni geta lesið þetta:
http://www.xb.is/dagny/frettin.lasso?id=2586

Jæja.. nú held að ég þurfi bara að fara á klóið!!

Heima... lasinn... :(

MMMMM!!! Magapest!!
Alveg glatað að vera með svona magapest og geta ekki borðað neitt. Búinn semsagt að vera að drepast í maganum svona af og til og fara á klósettið 23098034 sinnum. VEIII!!!
Svo eru rosalega mikið af hljóðum alltaf að koma úr maganum á mér. Stundum svona eins og þúsundir lítilla loftbólna séu að springa, stundum eins og það sé að marra í gömlu seglskipi, stundum eins og þegar kafbátur er kominn á of mikið dýpi og er um það bil að fara að falla saman vegna of mikils þrýstings og stundum kemur bara gamla góða garnagaulið.

Annars var ég að horfa tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna. Þar var verið að spyrja Dr. Gunna, Ragnheiði Grö., Trabant of.l. um hvað þeim fyndist um mp3 og dreifingu tónlistar um netið. Trabant menn voru einmitt að tala hvað það væri einkennilegt þegar fólk kæmi að þeim segði eitthvað eins og: “heyrðu, frábær nýja platan ykkar maður, vinur minn brenndi hana fyrir mig um daginn og… “. Dr. Gunni sagði eitt svolítið skondið: “ég hef alltaf hlustað bara á músík í lélegu græjunum mínum, þar eru svo enginn mp3 gæði en alveg nóg fyrir mig”! Svolítið spes setning í rauninni. Svolítið eins og að segja, “ég hef nú alltaf bara komist á milli a og b á Daihatsu-druslunni minni, ég meina, við erum ekkert að tala um neinn “reiðhjólahraða” en alveg nóg fyrir mig”!

Jæja, nú fer að styttast í að ég og Símon frændi förum til Chicago og New York í “tónleikaferðalag”, djók!! Erum reyndar að fara að spila e-u Þorrablóti í Chicago og millilendum í NYC þar sem við höfum tækifæri á að eyða 1 og hálfum degi ca.
Þetta verður eflaust ossa mikið stuð.

Þeir sem ekki trúa ferðasögunni minni geta lesið þetta:
http://www.xb.is/dagny/frettin.lasso?id=2586

Jæja.. nú held að ég þurfi bara að fara á klóið!!

Monday, January 23, 2006

Ferðasaga Satans...

21.01.06
Sælinú!
Sit hérna á Hóteli á Seyðisfirði og skrifa þessi orð. Ferðasagan er ca. þannig að við hittumst klukkan 11.00. á flugvellinum og flugum þaðan til Egilsstaða. Þar var náð í okkur og við flutttir yfir á Fjörð Seyðis. Þegar þangað var komið var tekið mjög vel á móti okkur. Við komumst fljótlega að því að við gætum ekki stillt upp græjum fyrr en 23.30, þ.e.a.s. rétt fyrir ball, vegna 2 klukkutíma skemmtidagskrá átti að vera á sviðinu. Þannig að við létum sýna okkur Hótelið sem gistum á. Voðalega kósý gamalt hús og í ca. 15 skrefa fjarlægð frá staðnum sem við spilum á. Besta er að við höfum hótelið algjörlega út af yfir okkur. Eftir að við höfðum hent af okkur töskum og öðru var farið í Shell-stöðina og fengið sér hamborgara. Má þess geta að stúlkurnar sem afgreittu okkur voru ekki eldri en 11 ára og hamborgarinn sem við fengum var sá versti í sögunni. En svona er þetta nú bara. Svo var rölt upp á hotel og spilað Trivial og Pétur vann, Hannes vann næstum því og ég var í þriðja. Bergur og Þorgils ráku lestina. Svo var farið upp á herbergi, tölvunördast, spjallað og hlustað á músík. Núna sit ég bara aleinn því allir hinir eru að leggja sig og bíð eftir því að Söngvakeppni Sjónvarpsins byrji því þá á ég að vekja þá. Ég á alltaf voðalega erfitt með að leggja mig svona bara einhversstaðar, næ bara ekkert að sofna nema ég sé heima í rúmi mínu, sófanum mínum eða um það bil að deyja áfengisdauða. Jæja, meira sienna.
Eitt innslag hérna: Er að horfa á Spaugstofuna og ég get svarið það að þetta er versta sjónvarpsefni sem gert hefur verið. Ég verð hreinlega þunglyndur á að horfa á þetta helvíti. Djöfullsins djöfull. Að það sé verið að eyða þvílíkum fúlgum í þetta djöfullsins drasl. Farið það í bölvað….
Sunnudagur22.01.06
Jæja haldiði að það sé nú stuð. Ballið gekk vel, allir í banastuði. Spiluðum til rúmlega 4. Fórum heim og spiluðum á gítar og spjölluðum og forum svo í háttinn. Vöknuðum í hádeginu og fengum egg og bacon, ossa fínt. Komunst þá að því að það væri ekki flogið heldur væri athugun með flug klukkan 2. Og hérna sitjum við í borðstofunni á hótelinu og klukkan er orðin 17:30 og nú eigum við að athuga með flug klukkan 19:15. Kannski komumst bara ekki til RVK í kvöld. Er mjög svangur núna. Bara búinn að borða smá popp og drekka Ginger Ale. Ekki get ég farið á Shell og fengið mér hamborgara því það er óætt. Vorum jafnvel að spá í að fara bara yfir á Egilsstaði til að geta fengið okkur eitthvað að éta og jafnvel bara bókað okkur á Hótel til að vera á yfir nóttina. Svona er nú þessi bransi “glámúrus”.

Jæja. Nú er klukkan orðin 19.20 og við höfum fengið þær fréttir að eftir 25 mínútur verður náð í okkur og við keyrðir yfir á Egilsstaði þar sem bíður okkar þota sem flýgur með okkur á Keflavíkurflugvöll. Þar verður svo önnur rúta sem keyrir okkur í bæinn. Svolítið vesen en við komumst alla vega heim til okkar. Ætla að knúsa Maríu og Vigdísi (sem verður reyndar örugglega sofnðu þegar ég kem heim) alveg ossalega mikið. ☺

Mánudagur 23.01.06
Jæja.. þetta var nú meiri heimferðin. Fórum semmsé til Egilsstaða og þar var ca. 200 manns mætt og allir voru tékkaðir inn meðan öllum var gert grein fyrir að vélinn færi ekkert í loftið fyrr en að verða 12. GREAT!! Við fórom þessvegna og fengum okkur eitthvað almennilegt að borða og fórum svo niðureftir um 11 leytið og þar vorum við skammaðir fyrir að hafa haldið okkur kyrrum fyrir á “hreina! svæðinu. Þ.e.a.s þar sem allir hinir þurftu að húka í næstum 4 klukktíma. Af hverju það var kallað “hreina” svæðið hefur held ég eitthvað með tollgæslu að gera þar sem heil vél frá Danmörku var að lenda rétt áður en við forum í loftið. En jæja.. svo var loksins farið í loftið og það var svolítið spes að vera að fljúga frá Egilsstöðum í Boeing 747 vél. En þá var ekki allt búið. Þegar við komum á Keflavíkurvöll biðu okkar 3 rútur þar. Öllum var smalað (bókstaflega) inn í rútu og fann ég samt allnokkurn fnyk af skipulagsleysi. Sérstaklega þegar allt í einu var komið inn í rútunna sem ég og Pétur höfðum fokið inní og sagt að þessi rúta færir ekki til Reykjavíkur. Ég, Pétur og fleiri fórum því í næstu rútu og eftir að var búið að skipta farangri niður á rútur var loksins haldið af stað. Ég svaf mest alla ferðina í bæinn og vaknaði þegar komið var að RVK-flugvelli. Eftir að hafa tekið hljómborðið o.fl úr snjóskafli var farið í bílinn hans Gilsa og hann skutlaði öllum heim. Vorum allir orðnir nokkuð lúnir og Bergur var búinn að vera lasinn alla ferðina. Svo var svolítið magnað að keyra framhjá ca. 30 manns sem voru búnir að mynda leigubílaröð. Það var nú búið að spyrja fólk hverjir þyrftu leigubíl, en þessir kjánar gátu ekki einu sinni séð til þess að hafa leigubíla reiðubúna. Þannig að eftir allt þetta rugl þurfti fólk að standa þarna í hríðinni og bíða. Æðislegt.
Og svo til að toppa þetta allt saman, þá er ég lasinn, með beinverki og hausverk, og eina sem er í imbanum mínum er Kangaroo Jack, og það í læstri dagskrá, en hljóðið er eðlilegt. Kangaroo Jack endar actually á “hey… hey baby.. I wanna knoooowww.. if you´ll be my girl…”! Kræst.
Og nú er enn eitt brúðumyndbandið í sjónvarpinu. Þessar underground hljómsveitir geta bara hreinlega ekki gert myndbönd nema að það sé gert með brúðum eða teiknuðum fígúrum.
Sorry, þið verðið að fyrirgefa, ég er bara ekki í mjög góðu skapi núna.
En ég skal lofa að næsta ferðasaga verður skemmtilegri því hún mun fjalla um Chicago og New York. alrighty..

Friday, January 20, 2006

Gubb og gaman....

Eða hafði Charlotte kannski rétt fyrir sér...

Æji ohhh ... alveg týpískt .. keypti svona adsl wireless router og voða gaman. Strákurinn í búðinni sagði að ég ætti að geta sett þetta upp bara sjálfur.. "góða leiðbeiningar og solleis.."
en nei nei ..aulinn ég að halda virkilega að ég gæti þetta.. damn. Verð alltaf svo rosalega "fústreðaður" þegar svona gengur ekki upp. En hann sagði að þeir gætu gert þetta fyrir mig
ef ég lenti í vandræðum og mikið rosalega skulu þeir fá að gera það. Svona er nú lífið... -eða hafði Charlotte kannski rétt fyrir sér-.. alltaf langað að sitja einn heima í náttfötunum, fyrir framan "apple-laptopinn" og skrifa þetta.

Jæja Vigdís Klara litla er alltaf að stækka og alltaf langar mig meira og meira að bíta í hana og kreista hana... en það má ekki... :( !! Nú er hún farinn að sitja sjálf á leikteppinu og farinn að gera sig mjög líklega til að fara að skríða. Voða voða gaman. Gaf henni að borða fyrr í kvöld og svo núna seinna í kvöld gaf ég henni pela og hún drakk ca. hálfann. Eftir það reysti hún sig upp og gubbaði yfir pabba sinn. Ég er ekki að tala um svona venjulegt ungbarnagubb NEI... ég er að tala heimsmet í ungbarnagubbi innanhús án atrennu. VÁAAAAAÁ... Enda sat ég bara í nokkrar sekúndur og horfði á pollinn sem þakti bolinn og buxurnar mínar og gapti. Þetta var alveg svakalegt.. ég vissi ekki hvort ég ætti að verða hræddur eða stoltur. En ég vona að hún sé nú ekki að fá einhverja pest, vona að þetta hafi nú bara verið svona "one-off". Annars er var hún bara í stuði eftir þetta brosti bara og var í fíling. Hún er eiginlega bara alltaf í miklu stuði, frussar mikið þegar hún er í góðum fíling og svona.

Var svo tæknipirraður áðan að ég held ég bara setji bara Attenborough í tækið. Reyni að gleyma þessum "raunum" mínum og leyfi David að úskýra fyrir mér af hverju þessi risavöxnu tré i Nýju-Gíneu er svona stórskostleg.

Við Buff menn erum að fara að spila á Firði Seyðis.. af hverju segir maður alltaf á Seyðisfirði - á Grundarfirði - en í Hafnarfirði.. spes. Jæja .. það verður örugglega alveg ÆÐI .. já ÆÐI... ÆÐI ÆÐI ÆÐI ÆÐI.

Sex Inspectors eru magnaðir þættir. Það er hægt að læra held ég alveg rosalega mikið af þeim. Núna er t.d. verið að kenna karlmanni að seinka sáðláti, mjög athyglisvert.

Las eitt svolítið fyndið um meiðyrði í dag. Árið 1934 var Þórbergur Þórðarson ákærður fyrir meiðyrði og dæmdur af Hæstarétti til að borga 200 króna sekt. Þessi meiðyrði voru í garð þáverandi kanslara þýskalands. Þessi kanslari náði nú aldeilis að skrá sig á spjöld sögunnar en það var enginn annar en Adolf Hitler. Svolítið flott saga sem kannski varpar örlítið nýju og fersku ljósi á umræður síðustu daga. En ég verð að segja að hann Jón í Tónabúðinni er með langviturlegustu þankana um þetta allt saman.
http://jonkjartan.blogspot.com/2006/01/galdrabrennur.html

María er að dansa fyrir mig einkadans... en ég ætla samt að klára.

Það er alltaf gaman af svona djöfull-lét-góði-kallinn-vonda-kallinn-hafa-það-óþvegið-atriðum í bíómyndum (og ballettum... djók). Samt man ég ekkert eftir rosalega mörgum í augnablikinu. En það var eitt svolítið töff atriði í Life of David Gale, þegar hann er í viðtalinu. Svo auðvitað þegar Mace Windu hjó hausinn af Jango Fett í Attack of the clones. Svo auðvitað var æðislegt þegar Mel Gibson öskraði "FREEEEEDOOOOOMMMMHHHGGRRRHHH"! Mér fannst það alla vega æði en ég held að það eldist svolítið illa. Núna finnst mér það atriði eiginlega bara glatað. Talandi um Freedom; lag dagsins er einmitt Freedom með Wham, Við í Buff lærðum lagið en höfum ekki oft spilað það vegna þessa að það er aðeins of hátt fyrir mína rödd og Pétur er ekki með alveg allar fraseringar á hreinu þar sem hann var held ég aldrei Wham-fan eins og ég. það er reyndar svolítið skondin saga, málið var að ég og Pétur (ekki Örn) vinur minn þegar ég var ca. 9-10 ára vorum Wham-aðdáendur. Við höfðum ekki heyrt neitt mjög mikið með Wham en á þessum tíma var það algjörlega "krúsjal" að taka afstöðu milli Duran og Wham svo við stukkum bara á annað hvort. En svo breyttist þetta skyndilega! Við vorum nefnilega að ræða við stelpu sem við vorum báðir bálskotnir í um hvort hún fílaði ekki Wham en hún sagði "wham?? nei.. oj.. ég fíla Duran". Við ræddum þetta ekki neitt heldur var bara steinþögult samþykki okkar á milli að nú skildum við hætta að halda upp á Wham og halda nú upp á Duran og það var gert.
Talandi um þegar ég var 9 ára. Ég held að ég hafi einmitt lært að hjóla um það leiti, eða jafnvel seinna. Málið var að mamma var alltaf að reyna að láta mig hjóla án hjálpardekkja en ekkert gekk þar sem ég var óöruggur og alltaf svo fljótur að gefast upp. -Ég var einmitt að rifja þetta upp meðan ég sat á klósettinu í dag og var að gera númer 17-. Nema hvað að einn daginn var ég að labba í kringum blokkina mína á Breiðvangi í norðurbæ Hafnarfjarðar þegar ég rekst á hjól sem kunningi minn átti. Hjólið lá þarna bara yfirgefið og ég bara ákvað að taka það upp og setjast á það og hjóla. Og svo bara hjólaði ég af stað. Þannig lærði ég að hjóla.
En ég lærði aldrei á skíði. Mamma var líka að reyna að kenna mér á skíði þangað til ég klessti á stofuglugga og þá hætti hún.

Verð að tjá mig um eitt hérna: Sagan er þannig: Lagið "Einhversstaðar, einhverntíman aftur" eftir Magnús Eiríksson var í útvarpinu (á FM) um daginn í flutningi Nylon-flokksins. Þegar lagið er að enda kemur "dagskrárgerðarmaðurinn" og segir "já, rosalega flott lag hjá þeim stelpunum í Nylon" ARRGGHHH!! Þoli ekki þegar verið er að hálfpartinn eigna fólki eitthvað svona. Þarna var allt í eina þetta stórgóða lag hans Magga Eiríks orðið "lag hjá þeim stelpunum í Nylon". Af hverju gat hann ekki sagt "já flott hjá þeim stelpunum að taka þetta gamla góða Magga Eiríks-lag" Nei, heyrðu... unga fólkið sem hlustar á FM vill ekki heyra minnst á neitt gamalt því þá missir það lyst á pizzunum sem "þulurinn" ætlar að gefa eftir næsta lag.

jæja.. bæ bæ

Friday, January 13, 2006

Alrighty.... thennnnnnnaaaaaa!!!!

Jæja þá bloggar maður loksins.
Jólin voru bara asskoti fín, borðað mikið og blablabla...
Fékk DVD disk í jólagjöf: David Attenborough, Attenborough in paradise, mjög skemmtilegt, enda mikill Attenborough aðdáandi.

Lærði eitt svolítið gott trikk, ef maður ætlar að strengja áramótaheit þá er alltaf best að strengja bara nokkuð góðan slatta af þeim, þá eru meiri líkur á að maður efni eitthvað af þeim. Ég nefnilega rannsakaði þetta mál í um 12 sekúndur og komst að því að það eru á milli 8-12% líkur á að áramótiheit sé efnt. Þannig að ef við miðum við um 10% líkur þá eru auðvitað strax orðnar um 50% líkur ef maður strengir 5, eins og ég gerði.

Keypti mér Powerbook 15" tölvu og hún er æði!!

Jæja nóg af jákvæðnisleiðindum.

Eitt sem mér finnst mjög sjokkerandi: Forsíðan í DV. Ekki forsíðan þar sem birt var mynd af meintum nauðgara heldur forsíðan í dag 11/1 2006. Forsíðufréttin var eitthvað eins og: "Fótalaus eftir eitrun úr ruslagámi". Alveg glatað blað, kunna ekki alveg að mjólka nýjustu atburði. Af hverju var ekki forsíðan: "Nauðgari fyrirfer sér eftir að hafa séð forsíðu DV"?? Eða jafnvel "Fyrirfór sér, margir telja DV eiga sök". Svona gæti ég lengi haldið áfram og ekki er ég nú blaðamaður. En þessir amatörar vita greinilega ekki hvenær á að grípa gæsina. Ég meina "come on", þetta hefði verið frétt ársins en þeir klúðruðu þessu.

Ætla að horfa á Extras og halda svo áfram.

Jæja þá er þátturinn búinn, mæli með þeim.

Jamm og jæja.. hvað fleira..

Já, einmitt.. varðandi gátuna... (eða dulmálið eins og sumir vilja kalla það) þá held ég nú örugglega að það séu ýmsar útgáfur af gátum.. en ég skal vanda mig betur næst í orðavali mínu. En djöfull væri nú leiðinlegt að vera svona dulmálsséni en að hafa þann akkilesarhæl að ef einhver segði orðið gáta þá virkaði á þig eins og kryptonite virkaði á súpermann. Maður væri svona Beautiful Mind gæji en það eina sem óvinurinn þyrfti að gera til að maður næði ekki að ráðai kóðan væri að skrifa "GÁTA" fyrir ofan.

Af hverju er fólk alltaf að pæla í hvort raunveruleikaþættir séu raunverulegir eða ekki af hverju ekki bara horfa á svona eins og einn þátt og ákveða hvort hann er skemmtilegur eða ekki.
Svolítið eins og þegar ég var með gesti heima og leyfði þeim að heyra æðislegt lag.. sagði þeim reyndar fyrst að þetta væri kántrýlag...
.... úúúpppsss... hefði ekki átt að gera það því það hlustaði enginn almennilega á lagið heldur lögðu höfuð sitt í bleyti og sjálft sig undir feld til að gera upp við sig hvort þetta væri nú örugglega kántrýlag eða ekki.
Það vill nú svo til að ég horfa á slatta af raunveruleikaþáttum og mér er alveg skítsama hvort þetta sé eitthvað pródúserað eða ekki. Þetta er gott dæmi um svona slæmt en sjálfskapað stigma. Svona svipað og Reggae On Ice-, Sixties-syndromið. Sem er þegar mönnum verður á þau mistök að skýra hljómsveitina þannig nafni að það eina sem fólk getur gert er að velta fyrir sér hvort að tónlistartegundin, sem spiluð er akkurat þá mínútuna, "match-i" nú ekki alveg örugglega við það sem nafnið gefur í skyn að eigi að vera að spila.

Réttlæti:
Einhvern tímann las ég: "Ef það væri eitthvað réttlæti til þá væri Elvis á lífi og eftirhermurnar dauðar" - Snilld.
Kannski er einmitt réttlæti ekki til.. ef svo væri þá hefði Yoko Ono orðið kærasta einhvers úr Status Quo.
Ef réttlæti guðs væri til þá væri MAUS instrumental hljómsveit.
Ef réttlæti væri til væri Eric Izzard ekki haldin "dyslexiu" en aftur á móti væri Mikael Torfason það.

jæja nóg af bulli..

Illskyljanlega orð/orðsamband dagsins er: Sannleikur.... alveg hættur að botna í því hvað það orð þýðir.
En eitt veit ég þó að ekkert af því sem ég skrifa hér er sannleikur vegna þess að ég gef hvorki upp fullt nafn né er með ljósmynd.
takk fyrir og góða nótt...