Saturday, January 08, 2005

"Meisaðu mig!!!"

Sá um daginn frétt um einhverja Grindvíkinga (Grind-Víkingur, Grænd-Víkingur) þar sem þeir voru að kveikja á brennum of snemma og einhver unglingspjakkur sagði í bræði sinni: "meisaðu mig, meisaðu mig... ég skal sko láta þig sjá eftir því". Það er einmitt út af svona fólki sem það ætti að lögleiða geldingu hálfvita svo þeir ali ekki af sér aðra hálfvita. Það er svo spes að það þurfa allir að taka próf til þess að mega keyra bíl og fá aldur til eins og annars en svo geta bara allir hálfvitar heimsins alið af sér börn.
Svo sá ég annan hálfvita í Sunnudagsþættinum um daginn þar sem hann var statt og stöðugt að tönglast á því að pólitík ætti aldrei að stjórnast af skoðana könnunum (fair enough) þar sem það væri ekkert alltaf að marka þær. Svo fór hann að tala um einhverja íslenska skoðanakönnun sem honum fannst ekki vera marktæk og ætti hreinlega að hunsa. Sér til málsbóta tók hann fram SKOÐANAKÖNNUN frá Írak!!! Say no more!!!
Spilaði á Dubliner fyrstu helgi ársins og þar kom einhver gaur og tók úr sambandi stóran hluta af græjunum okkar. Ingvar fór á eftir honum til þess að lesa yfir honum og jafnvel líka til að hann slyppi ekki EF eitthvað af græjunum hefði orðið illa úti vegna þessa skyndilega straumrofs. En viti menn gæjinn varð bara crazy og þumalputta braut Ingvar okkar!!! Djíses kræst. Ég hélt bara áfram að spila síðasta hálftíman meðan Ingvar greyið fór á slysó.
Annars voru jólin bara svaka fín, voða næs og kóssý!!
Í gær gerði ég mig fyrsta kauptilboð í íbúð á minni ævi, og var því bara tekið vel og er ég á leiðinni að vera íbúðareigandi. Hehe.. ÉG ??? íbúðareigandi??? Magnað!!!
Ætlum að kaupa svaka fína 97fm íbúð í Engjaseli, 4ja herb. með bílskýli, svaka fínar svalir í suðurátt (mmmmm .. grill og bjór næsta sumar) , flott og rúmgott eldhús með opið (að hálfu) inn í stóra stofu og svo þvottaherbergi og ALLT!!!! SNILLD!!! maður verður eins og lítill krakki á jólum, íbúðinn verður eins og nýjasta lopapeysann.... heheh .. nei nei nei .. nýjasta leikfangið meinti ég.
Nú er bara að bíða eftir sumri, afhendingu íbúðar og barni.
Ekki vera hjátrúarfull!!! Hjátrú er hættuleg!! því meir sem maður trúir á eitthvað svoleiðis álíka bull því minna hugsar maður rökrétt og hana nú ..
gleðilegt ár..
og verið hress..
-Stefán