Sunday, October 30, 2005

Blokkflauta


Hæ hæ!
Var að tala við Pétur Örn áðan. Hann var að segja mér frá eilitlu skondnu sem hann heyrði í úppartinu áðan. Þar var Óli Palli að ræða um nýju McCartney plötuna og spilaði viðtal við goðið þar sem hann útskýrir ca.: "the producer wanted me to do something different, like playing the recorder like I did with the Beatles in Fool on the hill...." Óli Palli kemur svo inn og þýðir þetta: "Já upptökustjórinn vildi að Paul gerði eitthvað öðruvísi í þetta skipti eins og til dæmis á nota upptökutækið sem hann notaði í Fool on the hill". Þetta er held ég mjög skiljanlegur og eflaust algengur misskilngur. Recorder í þetta skiptið nefnilega þýðir blokkflauta. Recorder er held ég ekki heldur notað mjög oft yfir upptökutæki, oftast eitthvað eins og tape machine, eða multi-track etc. Það er jú stundum notað eins og t.d. Digital recorder (stafræn blokkflauta?? hehe) eða Tape recorder Ástæðan fyrir því að ég veit þetta er að ég var alltaf eitthvað að nördast þegar ég var yngri, skoðaði plötu umslög bak og fyrir og stúderaði "kredit"-listana af áfergju. Ég meira að segja lenti í nettri rökræðu við ensku kennarann minn í Flensborg, hann þekkti ekki þessa þýðingu orðsins. En svona verður misskilningur til: "Bíddu æj æj.. komstu með upptökutækið?? ég var að biðja þig um að koma með blokkflautuna þína!!"
En svona er þetta nú skemmtilegt.
Gleðifréttir: Það var lagið er tilnefnt til Edduverðlauna sem besti skemmtiþáttur. Ætli manni verðið boðið og geti mætt og verið rosalega "important"??
Er núna einn heima að bíða eftir því að vera kallaður í stúdíó. Rosalega skrítið að vera allt í einu bara einn heima. Ég varð bara einmanna á mettíma.

Illskiljanlega orð/orðsamband dagsins er: "Fyrnun aflaheimilda"
Kannski veit maður hvað það er einhvern tíman í framtíðinni þegar maður verður orðinn fullorðinn. Orðinn fullorðinn... fullorðinn=orðinn fullur...?? spes..

Blokkflauta


Hæ hæ!
Var að tala við Pétur Örn áðan. Hann var að segja mér frá eilitlu skondnu sem hann heyrði í úppartinu áðan. Þar var Óli Palli að ræða um nýju McCartney plötuna og spilaði viðtal við goðið þar sem hann útskýrir ca.: "the producer wanted me to do something different, like playing the recorder like I did with the Beatles in Fool on the hill...." Óli Palli kemur svo inn og þýðir þetta: "Já upptökustjórinn vildi að Paul gerði eitthvað öðruvísi í þetta skipti eins og til dæmis á nota upptökutækið sem hann notaði í Fool on the hill". Þetta er held ég mjög skiljanlegur og eflaust algengur misskilngur. Recorder í þetta skiptið nefnilega þýðir blokkflauta. Recorder er held ég ekki heldur notað mjög oft yfir upptökutæki, oftast eitthvað eins og tape machine, eða multi-track etc. Það er jú stundum notað eins og t.d. Digital recorder (stafræn blokkflauta?? hehe) eða Tape recorder Ástæðan fyrir því að ég veit þetta er að ég var alltaf eitthvað að nördast þegar ég var yngri, skoðaði plötu umslög bak og fyrir og stúderaði "kredit"-listana af áfergju. Ég meira að segja lenti í nettri rökræðu við ensku kennarann minn í Flensborg, hann þekkti ekki þessa þýðingu orðsins. En svona verður misskilningur til: "Bíddu æj æj.. komstu með upptökutækið?? ég var að biðja þig um að koma með blokkflautuna þína!!"
En svona er þetta nú skemmtilegt.
Gleðifréttir: Það var lagið er tilnefnt til Edduverðlauna sem besti skemmtiþáttur. Ætli manni verðið boðið og geti mætt og verið rosalega "important"??
Er núna einn heima að bíða eftir því að vera kallaður í stúdíó. Rosalega skrítið að vera allt í einu bara einn heima. Ég varð bara einmanna á mettíma.

Illskiljanlega orð/orðsamband dagsins er: "Fyrnun aflaheimilda"
Kannski veit maður hvað það er einhvern tíman í framtíðinni þegar maður verður orðinn fullorðinn. Orðinn fullorðinn... fullorðinn=orðinn fullur...?? spes..

Friday, October 28, 2005

Krúttustelpa

Þetta er fallegasta barn í heimi!! Hún gerir alveg eins og ég með fótunum þegar hún er að sofna. Snýr svona fótunum í hringi, en ekki alveg samtaka, svona hálfgerð marvaða hreyfing. Alveg magnað.

Pistill satans!!!

Ég vil þakka Jóni fyrir frábært “comment”. Það er alltaf gaman að lesa skrif frá Jóni enda með gáfuðustu mönnum. Hann er líka réttlátur og lætur ekki tilfinningar hlaupa með sig í gönur, sem er eitthvað sem ég mætti alveg temja mér. Ég held að ef Jón hefði meiri völd þá væri örugglega margt betra og það meina ég.

Ætla aðeins að fá að koma með smá punkta

Það er rétt að auðvitað þarf að vernda upplýsingar varðandi laun fólks og hver sem vill á ekkert að fá að gramsa í þeim. En svo er reyndar spurning þar sem skatturinn fær skýrslu frá mér á hverju ári, og getur með því móti fylgst eilítið með því hvort ég er að gera einhvern óskunda og hvort ég skuldi í skatt o.s.frv., væri það nokkuð eins og að míga á leiði að reyna að koma á fót einhverju kerfi til að gæta þess að svona mismunun í launum milli kynja eigi sér ekki stað?? Bara pæling! Auðvitað er fólk misgóðir starfsmenn og að sjálfsögðu ber að borga þeim eftir því, en það er líka fullt af hreinlega óþarfa óréttlæti sem á sér stað. Það ber að uppræta, það er eflaust ákaflega vandasamt verk, því get ég trúað. Persónulega hef ég ekki lausn á því enda var ég ekki kosin í ríkisstjórn, og mun aldrei verða, enda kann ég bara á píanó og veit ekki einu sinni hvað “verðbólga” er í raun og veru. Hins vegar verð ég að segja að ég er farinn að hallast að því að koma þessu “Duglegustu fá mest borgað”-kerfi inn í músík bransann. Það er að segja ef ég er með píanóið að trúbba með Ingvari þá fái hann borgað spes fyrir lagið sem hann spilaði einn meðan ég fór á klósettið og þar sem ég “compa” hljóma með hægri hendinni, spila bassan með þerri vinstri og syng þá fái ég 3 hluta en hann bara 2 þar sem hann “strummar” á gítar og syngur. En þetta er nú bara djók pæling.

Fordómar gagnvart sjálfstæðismönnum?? Ég held kannski að ég sé svolítið harður og, jú, fordómafullur gagnvart þeim. Ég er líka með svaka fordóma gagnvart mönnum á jeppum, og fólki sem á óstýriláta hunda. Kannski er þetta bara einhver hroki og gremja, jafnvel brundstíflugremja! Eitt finnst mér glatað: Þegar sjálfstæðismenn sem er algjörir vitleysingar og hafa margoft sýnt það og sannað er bara álitnir svona skondnar súkkulaðikleinur af þeim sem styðja flokkinn. Einhvern tíman þegar ég minntist á hvað mér finnst Pétur Blöndal vera mikil hálfviti þá kom bara “já.. æji það er ekkert að marka hann”. En auðvitað er stjórnmálaflokkur skipaður af misjöfnum karakterum og ekki hægt að dæma öll eplin ónýt þó eitt sé það, en maður hefur vissulega mun minni lyst á þeim. Held samt að þetta sé nú meira í nefinu á mér en annað.

Hvað varðar að konur eigi að hafa metnað í að komast í stjórnunarstöður þá tel ég þann metnað vera algjörlega til staðar og ótrulega mikið hefur breyst á bara síðustu 50 árum. En það eru ekkert allar konur að sækjast eftir því að vera “boss”. Flestar konur sem eru á vinnumarkaðnum hafa góðan metnað bara í því sem þær eru að gera og karlmenn líka. Þær eiga ekki að þurfa samt að hafa einhvern metnað til að sækjast eftir stjórnunarstöðu til að fá jafn há laun og karlmenn. Ingvar sagði: “Í þeim fyrirtækjum sem konur eru í stjórnunarstöðum er yfirleitt minna, eða jafnvel ekkert, talað um launamun karla og kvenna. Sjá til dæmis álverið hennar Rannveigar Rist.Konur virðast nefnilega eiga auðveldara með að biðja aðrar konur um launahækkun, og jafnvel að yfirkonurnar taki betur í kröfur undirkvennanna á móti.Því er þessi fullyrðing ónefndu sjálfstæðiskonunnar, sem minnst er á í bloggfærslunni, fyllilega í takt við raunveruleikann. “ Þetta finnst mér svolítið einkennilegt. Þarna setur hann upp þær forsendur að konur sem vinna hjá fyrirtækinu og eru á lægri launum eigi bara möguleika á að stemma stigu við laun karlmanna í sama fyrirtæki ef það er kona við stjórnvölinn. Erum við þá búinn að gefast upp á að karlkyns stjórnendur geti veitt þeim það sem þeim ber?? Ef svo er þá er auðveldlega hægt að álykta að fullyrðing ónefndu konunnar sé einmitt röng, þar sem konur eiga aldrei eftir að verða í öllum stjórnunarstöðum (enda væri það ekki það sem verið er að sækjast eftir) og þar af leiðandi minni líkur á því að þessi ágæta launahækkun eigi sér stað. Svo að þarna finnst mér Ingvar vera að tala út um rassgatið á sér.

Held nú ekki að þetta hafi verið Elín Hirst. Ég heyrði þetta í “úpartinu” og mér heyrðist þetta vera konan sem sá um spurningaþáttinn “Þetta var helst...”, þessi sem geibblaði alltaf munninn voða mikið. Annars vil ég benda á að “burt séð frá kyni”-frasinn á finnst mér ekki við í þessari umræðu þar sem við erum einmitt að kljást við vanda sem gæti kallast “Séð frá kyni”. Þessi mjög greinilegi launamunur er nefnilega á milli kynja. Ég er þó ekki að segja að það eigi að taka inn konu í annaðhvert starf í stað fyrir aðra harðduglega karlmenn. Ég bara að segja að þær eigi að fá jafnhá laun fyrir sömu vinnu. Svo geta menn alveg verið ósammála um hvort þetta launamisrétti eigi sér stað. Ingvar er til dæmis á því að þetta sé allt saman bara samsæri. En það er önnur Ella og annar Alli.

Hvað góðærið varðar þá verð ég að segja að forgangsröðun þessara ágætu lífsgæða er ákaflega misskipt. Meðaljóninn getur nú vel við unað það er alveg rétt, en við vitum betur um hina verst settu til að geta bara brosað endalaust. Hvað þennan gríðarlega launamun varðar þá er ég feginn að Jón er sammála. Margir telja að ef einn græðir þá græða allir þeir sem eru undir honum. Það er örugglega mikið til í því ég á svo erfitt með að vera alveg fullkomlega sammála þessu. Þeir sem eru hæfastir (af hvaða ástæðu sem það er) geta, jú, gripið langflest eggin úr körfunni en að þeir deili þeim bróðurlega á milli hinna er eitthvað sem mér finnst vera minna um. Að sjálfsögðu á ekki að letja fólk með því að taka af þeim of mikið af þeim peningum sem þau hafa unnið hörðum höndum fyrir. En það er svo skrítið með hægrisinnaða einstaklinga sem ég heyrt tala um þetta að þeir fara alltaf að æpa “kommúnisti, kommúnisti” um leið nefnt hvort hægt sé að búa svo um hnútana að hluti af þessum gríðarlega gróða geti einhvern veginn bætt hag hinna sem koma verst út. Þetta er svona eins og ef ég myndi spyrja “heyrðu áttu nokkuð eitthvað eilítið ætilegt, brauðsneið eða eitthvað, ég er alveg hrikalega svangur” þá yrði svarið: “Nú jæja.. vilt ekki bara taka allt sem ég á!! Viltu ekki bara eiga ísskápinn minn líka.. og konuna mína??”. Svo koma þeir líka alltaf með frasann: “Eiga ekki bara allir að vera með sömu lágu launin?? Viltu það??” Ég meina kommon.. það var enginn að tala um það!! Svo finnst mér óþolandi þegar ónefndir aðilar kalla mann kommúnista og það meira að segja áður en ég byrjaði að koma með einhverjar yfirlýsingar varðandi þessi málefni. Það er kannski þess vegna sem maður notar ljót orð um sjálfstæðismenn, vegna þess að orðið “kommúnisti” er oftast notað sem ljótt orð, eitthvað þarf maður að gera til að stemma þetta af.

Slagkraftur er aftur á móti fallegt orð, takk fyrir það, Jón. Jú þessi slagkraftur er í raun vopnið sem er verið að nota. Mér finnst ótrúlega magnað að sjá skrif hans Ingvars þar sem hann segir: “Ég held að það væri gott start í jafnréttisbaráttu kvenna ef þær drulluðust til að vinna í allan dag en ekki labba út klukkan tvö. Það gæti mögulega verið ein af ástæðunum fyrir meintum launamun að konur labba bara út þegar þeim sýnist”. Ég held reyndar nokkuð örugglega að hann hafi verið að djóka, líkt og þegar ég skrifaði að allar konur væru heimskar. Það er oft gaman af varpa svona bombum og fylgjast með viðbrögðum fólks. En burtséð frá því þá held ég að þetta sé hugunarháttur sem loðir við allt of marga. Kennarastarfið er vissulega göfugt og gífurlega mikilvægt starf, sérstaklega þar sem uppeldi barna okkar er oft að stórum hluta í höndum kennaranna. Ég myndi telja mun frekar að stjórnendur þessa lands séu að “gambla” með framtíð þessara barna og unglinga með því að borga kennurum skammarlega lág laun. Verkföllinn eru beinlínis til þess gerð að varpa ljósi á þá staðreynd!! Kennarar að mínu mati þurfa þó alltaf að hafa einhverja “passion” fyrir sínu starfi en það nær bara svo og svo langt.

Já já, fjölskyldumynstrið hefur svo sannarlega breyst og hugtakið “fjölskylda” sem notað var um örugglega 20 manna hóp hér áður fyrir þýðir bara ca. 4-6 manneskjur í dag. Svo held ég líka að einstaklingshyggjan hafi breytt þessu rosalega mikið. Fólk í dag virðist vera betur í stakk búið til að standa meira á sínum eigin fótum og er ekki eins nauðugt til að styðja sig við aðra í kringum sig. En það er vissulega góður punktur hjá þér að fólk í dag er rosalega fljótt að gefast upp. En ég held líka að það sé svolítið þessu nútíma þjóðfélagsmynstri að kenna, lífsgæðakapphlaupið, stress og hraði nútímans og öll sú klisja er alls ekki galin. Það er alveg auðveldast í heimi að missar sjónar af því sem er mikilvægast, og erfiðast í heimi að koma sjónar á það sem í rauninni gerir mann hamingjusaman.

Með þessum fleygu orðum segi ég mig skilið við þessa umræðu um nokkurt skeið.
Ætla að fara að einbeita mér að jákvæðari og uppbyggilegri hlutum.
Vona að þessi lesning hafi ekki drepið neinn úr leiðindum.
Ég reyndi að skrifa þennan pistil með jákvæðum huga og af sanngirni, vona að það hafi tekist.
Að lokum eru skilaboð til Ingvars: Þegar þú syngur “lovely place” í Hotel California þá áttu að spila B7 (H7) en ekki A-moll, þ.e.a.s. ef þú ert að spila lagið í E-moll. Lærðu nú lögin sem þú ert að spila elsku krúttið mitt eða hætti því og farðu að kenna Íslensku.

Monday, October 24, 2005

Kvennsemi

Jamm Konurnar okkar ætla barasta að ganga út klukkan 14.08 í dag. Mér finnst þetta bara ágætis pæling. Enda grasserar hér kynbundinn launamunur eins og lúpínur. Þó eru ekki allir sem halda því fram, Ingvar er t.d. ósammála því að konur fái lærri laun á Íslandi. En kynbundinn launamunur er bæði lögbrot og mannréttindabrot. Persónulega fyndist mér að það ætti þess vegna að taka bara rótækar aðgerðir, bara stöðva starfsemi fyrirtækja sem fara ekki að lögum. EINFALT!!! (Jú ég veit að það er launaleynd og eitthvað svoleiðis kjaftæði). Eina sem vantar í þessa 14:08-pælingu eru molotov-kokteilar og "riot"!!! :)
Eitt samt svolítið magnað. Heyrði umræður í imbanum þar sem þetta var rætt allt saman. Ein konan sagði að það væri "alls ekki nógu mikið af konum í stjórnunarstöðum og bla bla bla" (Sjálfstæðis-herfa), en þá sagði "Þetta var helst" konan (man ekki nafnið) að það væru ekkert allar konur að sækjast eftir því. Hún vildi frekar berjast fyrir því að rétt yrði úr kútnum hjá 1000 láglaunaðri konum heldur en að berjast fyrir því að fá einhverja eina konu í rusalega háglaunaða stjórnunarstöðu. Þá sagði hin: "já þetta náttúrulega verður að fylgjast að"!!
FYLGJAST AÐ... SMYLGJAST SMAÐ...!!! HAHAHAHAHAHAHAHA kanntu annann ... þvílík bjartsýni.. enda sjálfstæðisherfa sem heldur því líka fram að góðærið og velferðinn komi öllum til góðs. Við skulum nú fylgjast með næstu árin eða tugina þegar laun hinna ríku og laun hina láglaunuðu fylgjast að!!! Við skulum líka fylgjast með því þegar Saddam Hussein verður húðskammaður með orðunum "sussu bía" og svo verði sagt við hann "kallinn minn, þú skalt fá að verða aftur forseti Íraks.... EN bara til prufu.. svo sjáum við til"!!! Jafn líklegt held ég.
Ekki það að kannski er það bjartsýni mikil að halda að þetta uppátæki í dag muni hafa EITTHVAÐ að segja.. þetta er nú allt svo rotið, en þetta er allavega tæki til að sýna fólki hvað þær vilja, láta í sér heyra o.s.frv. Ég þarf að fara með Vigdísi Klöru í skoðun í dag klukkan 14.00, kannski að það verði ekkert af því (veit ekki), en ég ætla allavega ekki að vera einn af þeim eigingjörnu fæðingarhálfvitum sem fara að tuða yfir því hvað þessar konur séu ömurlegar að bara fara úr vinnunni akkúrat þegar þeir þurfa á þeim að halda. Þið hljótið að þekkja svona fávita, þetta eru sömu fávitarnir og eru alltaf á móti því að kennarar fari í verkfall og finnst kennarar hrikalega ósanngjarnir og miklar frekjur.
Ég heyrði ungan mann segja um daginn, "sko ef einstæðar mæður eiga í erfiðleikum með að borga leigu og annað þá er það bara þeim að kenna, þær hefðu bara ekkert átt að skilja við manninn sinn". Við erum að tala um svona 24 ára gamlan mann árið 2005 að tala svona!! Finnst ykkur skrítið að ég sé nú svolitið svartsýnn og hafi ekki mikla trú á mannkyninu svona af og til.

Ég svaf í ca. 3 tíma í nótt.. sem er feikinóg. Er að spá í að fara bara að taka inn ginseng eða eitthvað svo ég sé ekki sofandi svona endalaust.
Spilaði á giggi fyrir mótórhjóla fólk um helgina. Friðleifsdóttir Siv var þarna stödd og held ég að þetta sé 3. Buff-ballið þar sem hún er tjúttandi á kantinum. Kannski er hún FAN!! En með fullri virðingu fyrir því ágæta fólki þá var þarna samankominn svona einhver einkennilegur kjarni mestu fæðingarhálfvita og plebba sem ég hef séð. Athugið að ég er ekki að tala um að allir hafi verið það, heldur var þarna hópur ungra manna. Ég fékk næstum svona "AK-47-tryllingskast". Margir ungir karlmenn er alveg rosalega undarlegir. Það eru þessir kraftadellu-testósteron-bjórþambandi-fótboltabullu-hálfvitar sem fara alveg með þetta. Þeir eyðileggja alveg "reppið" fyrir okkur hinum.

Æðislegt hjá Rúv að leggja út í Söngkeppni Evrópskra Sjónvarpstöðva þetta árið. Ég skil ekki af hverju RÚV hefur ekki þegar sent mannað geimfar til mars meðan það hefur greinilega allt þetta hugreki innanborðs. Ég meina það er ekki nema hvað 2-3 ár síðan þeir héldu svona keppni síðast þannig að annað hvort er það hrein hetjudáð eða algjör fífldirfska að þora að fara út í þetta. Gott hjá Rúv að sýna Stöð Tvö hvar Davíð keypti ölið. Rúv eru bestir/ar *klapp klapp klapp klapp klapp*!!!

jæja ég ætla að fara að gera eitthvað af viti..
-STefán

Saturday, October 22, 2005

Mynd


Langaði bara að prófa að setja inn mynd.. Þarna eru dúllurnar mínar.. María og Vigdís Klara.
alrighty

Thursday, October 20, 2005

Nasistamellurnar á Amsterdami....

Jájá.. við Nasistamellurnar erum svei mér þá að spila á Amsterdam í kvöld (20.10.2005). Þið getið vænst þess að sjá okkur tvo í góðum fíling með sitthvort in-ear monitor kerfið í eyrum, berir að ofan og flottir. Þ.e.a.s. ca. nákvæmlega eins og söngvarinn í Atómstöðinni myndi vilja hafa það. Ég vænti þess að þið mætið öll og hlýðið á undurfagra tóna..
Og ekki orð um það meir...

Wednesday, October 12, 2005

Yndislegar en heimskar!!

Það er eitt alveg magnað!! Það er það hvað konur eru yndislegar lífverur en líka alveg ótrulegt hvað þær eru allar alveg hrikalega heimskar!! Ég meina þær geta varla gengið þær eru svo stupid!!!

Sei sei

Var að horfa á Idol Extra... rosalega lélegir þættir en engu að síður leit ég aðeins á þetta.
Þarna var Svavar að spyrja fólk í kringlunni um hitt og þetta varðandi Idol-keppnina. Hann spurði eina konu hvort hún hefði keypt eitthvað af þeim diskum sem Idol-stjörnur hafi gefið út og hún sagði: "nei, ég kaupi aldrei diska, ég stel þeim alltaf bara af netinu!!". Segir manni allt.
Þetta er svolítið eins og: "Hvað heldurðu að þú eyðir í föt á ári??" Svar: "Og kaupi ekki föt, ég bara stel þeim í Hagkaup". Og að segja það í f#$%ing sjónvarpinu, algjörlega án þess að blikna, finnst mér alveg magnað.

Svo er Tupperware kynning heima hjá mér á mánudagskvöld.

Innlit/útlit finnst mér alveg rosalega vondir þættir. En aftur á móti eru komnir nýjir þættir á Skjá einn (held ég.. frekar en Sirkus) sem heita Design Rules sem eru snilld. Enda eru bretar sérfræðingar í að búa til svona "HOME DECOR"-þætti. Í I/Ú er bara verið alltaf eitthvað að valsa um íbúðir þekkts fólks og puðrað út setningum eins og "já sniðugt"... " þetta er rosalega flott".. "já það er svo margt hægt að gera... " bla bla blabla... EN í Design Rules er virkilega verið að miðla einhverju til áhorfandans. Það er nefnilega soldið mikilvægt að svona þættir leyfi áhorfandanum að líða þannig að honum finnist hann vera samboðin því sem verið er að fjalla um. Ekki eins og í Breathing Rooms (sem voru held ég frá USA) þar sem var verið að dást af vindlakassa sem kostaði kr. 200.000.-. Og þar sem einn þátturinn fjallaði um fólk sem hannaði svefnherbergið sitt þannig að hægt var að ýta á takka og þá opnaðist heill veggur og gólfið mjakaðist, á brautum, út á pall. God damn it!! Þessi Design Rules bara kennir manni alveg helling sem er algjörlega málið að mínu mati í svona þáttargerð.

Jæja .. best að knúsa Maríu sína... og kyssa hana í klessu!!!

Monday, October 10, 2005

Biluð helgi

Jamm þessi helgi var nett biluð .. spilaði á föstudagskvöldi..
svo vorum við María að stússast eins og crazy í íbúðinni okkar.. bora og hengja upp drasl og þrífa..
Auk þess stoppaði ekki síminn þar sem allir vildu fá lánað dót sem ég á .. hljómborð, rafmagnspíanó og ég veit ekki hvað og hvað..
Svo er auðvitað full time djobb að hugsa um elsku litlu krússídúlluna..
Þannig að þið sem voruð að gera ykkur vonir um að ég hafi verið laus um helgina.. no f"#$ing way!!
Annars nenni ég ekki að blogga meira.. það koma allt of lítið af commentum anyway..
-Stefán

Thursday, October 06, 2005

Quiz

takiði quizzið...
takk takk
Take my Quiz!

Check out the Scoreboard!

Tuesday, October 04, 2005

Myndbönd

Við Buff-strákar erum að taka upp myndbönd þessa dagana. Tókum upp 2 í gær og ætlum að taka upp önnur 2 í dag. Svaka fjör. Mamma mín voða dugleg að passa þar sem María er í skólanum og svoleiðis. Jæja.. ég held að það sé best að fara að drífa sig..
alrighty..

Sunday, October 02, 2005

Svavar - Clementine

Verð bara að benda öllum á frábært lag.
Þetta er lagið Clementine með Svavari Knúti Kristinssyni (trúbador Íslands) /Hraun.
Hér er linkur til að downloada: http://www.simnet.is/muzak/?i=2005_07_01_blogarchive.lbi
Mér finnst þetta lag vera snilld!! Alveg málið!!
njótið.

Annars er ég bara hérna heima, einmanna, á laugardagskvöldi. Mjög óvanalegt og skrítið að vera ekki að spila neitt þessa helgi. Skrítið að hitta ekki strákana í bandinu og allt hitt fólkið sem er alltaf að dansa fyrir framan okkur þegar við spilum. Það vill enginn vera memm!! María farinn í afmæli og meira að segja dóttir mín, Vigdís Klara rassabossakrútt, vill ekki vera memm, bara steinsofnaði áðan!! :(

Hins vegar vill ég taka til baka þetta með hana Indversku Prinsessu okkar íslendinga. Auðvitað á alveg eins að fjalla um hana og hvern annan á þessu skeri. Ég meina í alvöru. Hennar sjónarmið eru kannski svolítið skrítin, jú, en hennar rödd má alveg heyrast líka. Þannig að, verum umburðarlynd og lærum að fyrirgefa!! Þetta virkar annars ekki!!
ok bæ!!