Sunday, February 19, 2006

Vei!!

Ég er í skýjunum yfir því að Silvía Nótt skildi vinna Söngvakeppni Ríkissjónvarpsins (sem það ætti að kallast á góðri Íslensku) vegna þess að þetta var langskemmtilegasta atriðið. Mér fannst líka svo frábært að sjá 3 bakraddir komast áfram þó að hver og ein af þeim sé hluti af minnihlutahóp; Sigga er lesbía, Gísli Magna er hommi og Pétur er rauðhærður.

Thursday, February 02, 2006

Chicago - New York

Er að horfa á þáttinn "Borgin mín", sem María, elskan mín, tók upp fyrir mig í gærkveldi. í þættinum er verið að kynna New York og þangað er ég einmitt að fara eftir ca. 3 daga, ekki þið!!! Ég reyndar byrja á því að fara til Chicago, sem er líka snilld, og spila þar á Þorrablóti Íslendingafélagsins í Chicago. Förum semsagt á morgun og fljúgum til Baltimore þar sem við tökum tengiflug til Chicago, förum svo frá Chicago til NYC á sunnudaginn og svo heim á mánudagskvöld. Jæja.. ég ætla ekki að hafa þetta meira í bili. bæ og megi ég eiga góða ferð!!