Dugnaður???

Bara smá hugleiðingar, ekkert alvarlegt, og alls ekki kommúnistaáróður, enda er ég enginn kommi, eiginlega bara kapitalisti inn við bein og eiginhagsmunaseggur, sem hefur aldrei framið nokkra góðgerð á ævinni.
Það er eitt í allri þessari Háglauna/launamuns-umræðu sem stingur mig svolítið. Það er einkennileg notkun á orðinu duglegur, oftast þá notað um þá sem eiga hvað mest af peningum í þessu þjóðfélagi. Það sem mér finnst einkennilegt er þetta samansem merki sem sett er á milli efnaður og duglegur, þ.e. vel efnaður = duglegur maður.
Maður hefur heyrt og lesið setningar eins og, “Mér finnst ekkert að því ef fólk er duglegt að þá fái það tugi milljóna á mánuði í laun”. Mér finnst ekkert nema frábært að fólk sé duglegt og mér finnst allt í góðu með að fólk fái gríðarlega há laun, en mér finnst þessi jafna forríkur = duglegur bara svo ósanngjörn að því að hún virðist líka bera með sér andstæðu, þ.e.a.s. láglaunaður = óduglegur, eða jafnvel rétt-nær-endum-saman = letingi. Þó veit ég að þegar menn tala svona eins og dæminu hér á undan þá eru þeir ekki að meina að þeir sem eru í þessum láglauna flokki séu ekki duglegir, en þetta er svolítið óheppileg og svarthvít fullyrðing.
Ég tel íslensku þjóðina nefnilega vera ákaflega duglega bara svona yfir heildina litið. Kynslóðir á undan okkur þurfta algjörlega að vinna fyrir sínu og tel ég mína kynslóð t.d. njóta góðs af því.
En svo er spurninginn: Hvað er að vera duglegur??? Að vinna baki brotnu í 50 ár við t.d. verkamannavinnu, koma upp góðu heimili, ala upp börn, ná að njóta góðra stunda með sínum nánustu svona af og til, sjá verðmæti í óveraldlegum hlutum myndi ég telja bara vel af sér vikið. Er það eitthvað óduglegri framistaða en að fara aðrar leiðir, eins og að fara í viðskiptanám, nota kænsku sína og reynslu í fjármálum til að koma sér upp gríðarlegu fjármálaveldi og kaupa svo hlut í Glitni á 905 milljónir króna. Það er að sjálfsögðu einnig vel af sér vikið en myndi það mælast sjálfkrafa sem meiri dugnaður???
Ég tel sjálfan mig vera nú nokkuð duglegan mann enda hefur mér tekist að þéna bara mjög vel á síðustu árum og finnst mér það frábært, en það þýðir ekki að hver sem er geti gert það sama og ég. Það er vegna þess að það eru miklu fleirri breytur sem móta starfsframa og lífsgöngu fólks. Val forfeðra okkar, uppeldi, aðstæður af ýmsum toga, hvatning, áhugi, félagsskapur, hæfileikar, lánsemi eru þættir sem hafa líka gríðarleg áhrif. Það er jú nokkur sannleikur í því að hver er sinnar gæfusmiður og einstaklingur í þjóðfélagi sem okkur fær mjög mikið ráðið um sín örlög en það nær held ég bara svo og svo langt.
Það sjá það held ég allir að það geta ekkert allir fengið sömu stöðuna, það er alltaf einhver sem trónir yfir aðra. “Þjóðfélagspíramídinn”, ef svo mætti kalla, mun alltaf og hefur líklega alltaf verið til. Það að einhver taki forystu og skari fram úr öðrum er algjörlega í náttúrunnar eðli og því verður held ég seint breytt.
Æji…. Fokkitt… nenna ekki að skrifa meira um þetta..
“you get the point”!!!
Niðurstaöan sem ég er að reyna að komast að er líklega sú að dugnaður þinn er ekki endilega í beinu hlutfalli við lausafjárstöðu þína.
Annars vil ég bara ást, velferð og frið með öllum mönnum sem ég hef velþóknun á.
Afsakið sdaffsetnninngarvyllurnnar.
Og verið blíð í commentum ykkar.
Alrighty…