Tuesday, March 20, 2007

3tugur

Jæja.. þá verð á þrítugur eftir 2 daga.. þ.e.a..s 22. mars.
Partý verður laugardagskvöldið 24. mars. OK???
Ég mun bjóða formlega í bráð, nánar tiltekið í dag... OK???

Thursday, December 28, 2006

SPES

Skoðið þetta...
http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=230596

Wednesday, December 13, 2006

Jolatonleikar og Q-bar

í kvöld verðar aðrir jólatónleikar Óla og félaga. Byrja klukkan 8 og jólafjör.
Svo er ég alltaf að spila á Q-bar á fimmtudagskvöldum. Síðasta fimmtudag var ekki Sjonni með mér heldur ENGINN ANNAR ER INGVAR VALGEIRSSOOOOOOOONNNNNN!!! Það var alveg svaka gaman enda langt, langt langt langt... síðan við höfum spilað saman ég og gússukallinn Ingvar. Og þá er nú gaman að segja frá því að ég og Ingvar munum endurtaka leikinn á morgun og spila saman af hjartans list.
alrighty...

Wednesday, December 06, 2006

Billboard

Jæja.. þar sem ég er svo óduglegur við að skrifa um eitt og annað hef ég ákveðið að gera bara eins og svo margir aðrir: Nota bara bloggið mitt sem auglýsingarskilti... þ.e.a.s. skrifa aldrei neitt merkilegt nema tilkynningar um hvar ég er að fara að spila og svoleiðis..
Nú er ég að spila öll fimmtudagskvöld.. (stundum fleirri í vikunni) á Q-BAR (hvar er Q-BAR? spyrja líklega þeir sem hafa ekki farið niður í bæ í langan tíma og drekka bara nýorðið smá rauðvínsdreitil í "reunionum"). Svar: Þar sem Ari í Ögri var. Og ekki koma með eitthvað komment eins og: .. "ha ég vissi ekki einu sinni að Ari í Ögri væri hættur".... því jú hann er hættur.
Q-BAR er mjög flottur og kúl staður..
Kíkiði endilega, en ekki verða mér til skammar.
Svo eru tónleikar í Hafnarborg á morgun 7. des. og aftur 13. des. með Óla Má vini mínum og ívari Helga vini mínum og Esther söngkonu, nei ekki Esther Talíu... heldur Esther söngkonu. Einnig verður þarna sérstakur gestur: Raggi Bjarna. Einnig verður þetta fína band, Addi bróðir, ég, Gunni Hrafns og Erik Qvick (það er VÍST skrifað svona), ásamt fiðluleikurum; Elfa Björk og Freyja konan hans Óla... jú og svo má ekki gleyma VOXFOX sönghópnum.
Sjáumst einhvers staðar...
eða bara ekki ..
-Tebbi Tuð

Saturday, September 30, 2006

David

Vissuð þið að David Attenborough hefur unnið jafnlengi í sjónvarpi og BBC sjónvarpstöðinn hefur verið til. Var að horfa á heimildarþátt um meistarann og hann erlíklega sú manneskja sem ég virði mest af öllum í heiminum, verð bara að segja það.
Vildi bara segja það....
+

Saturday, September 16, 2006

Löngunin

Er að horfa með öðru auganu á Mission Impossible og það eru stundum mjög spes þýðingar í gangi. Þegar MAX segir "...doesn´t matter, it´s probably just the hard drive heating up" þá er þýðinginn, "...skiptir ekki máli, það er örugglega bara löngunin". LÖNGUNIN??? HA??? Sem sé "hard drive heating up" þýðir "löngunin". Magnað.
Svo spyr gæjinn sem vinnur í hvelfingunni frægu ritarann sinn, "can I get you anything?" þegar hann er á leið í kaffi og það er þýtt "get ég hjálpað þér?". Hvaða rugl er þetta eiginlega?

vildi bara deila þessu...

Annars byrja ég að kenna í Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna á mánudaginn, og mikið djöfull skal ég vera strangur... ég ætla að vera alveg CRAZY harðstjóri... með kennaraprik og kladda og allt!!!! :)

Wednesday, September 06, 2006

Buff - YouTube

Setti ganni inn myndbandið með Buffinu, Ég passaði þig. Alrighty...