Já, hvað klikkaði eiginlega hjá okkur íslendingum í Eurovision? Við vorum með þetta!!! Sigurinn var okkar!!! En jæja ég er ánægður með að Finnarnir tóku þetta, reyndar alveg í skýjunum. Nú er málið að breyta þessari keppni í eitthvað skemmtilegt. Ef ég sé enn einn "tjokko" gæji í hvítum fötum með 5 dansandi yngismeyjar í kringum sig birtist í þessari keppni héðan í frá þá er mér og einni AK-47 byssu að mæta.
Mörgum finnst Silvía og co. hafa gengið of langt. Ég er ekki viss sjálfur. Síðastliðinn ár hafa fulltrúar okkar farið út verið kurteisir og brosað smeðjulegu eurosivion-brosi sínu og ekki hefur sést högg á vatni. EKKERT GERST!! Núna alla vega gerðist eitthvað. Svo náttúrulega má deila um það hvort að þetta hafi verið rétt aðferð. En þetta var auðvitað bara leikrit, og það þýðir ekkert að væla þó að leikritið fari ekki nákvæmlega eins og ÞÚ vilt. Svo kemur alltaf þetta, "maður verður samt að vera íslendingum til sóma". Til sóma??? Það hafa verið auglýstar kynlífsferðir til íslands er það okkur til sóma??? Magnað líka að eftir atburði síðustu ára, þá er ég að tala um olíusamráð, stuðning við stríð, baugsmálið, kárahnjúka, slæmt ástand á sjúkrahúsum og leiksskólum, þá þarf ekki meira en eina leikna týpu til að segja orðið "fuck" svo að fólk fari að hneykslast. Hafði haldið að öll lágkúran í þessu þjóðfélagi hefði kannski veitt okkur meira þol fyrir allskyns vitleysu.
Verð þó að segja að flutningurinn var nú ekki nógu góður hjá henni Silvíu. Kannski dæmi um þegar "actið" örmagnar flutninginn.
Það sem mér finnst reyndar best við þetta allt saman er að í alla vega þetta eina skiptið fóru við út án þess að vera að drukkna í einhverri minnimáttarkennd. Við erum alltaf svo mikið "usss, verum bara góð og prúð svo við fáum að vera með".... "nei segðu bara eitthvað nógu lítið og jákvætt svo við styggjum engan, við erum allt of lítil til að geta hagað okkur eins og við viljum". Æji, þetta er kannski einhver svona "rebbell" í mér. En ég vil bara að við íslendingar gerum það sem við viljum, alveg kominn með nóg af því að þurfa að haga okkur eftir einverjum gildum og siðareglum annarra.
Ég segi að við sendum bara Silvíu aftur næst. Gerum bara ALLT CRAZY!!!! HEHE!! :)
Mér finnst reyndar alveg hrikalega glatað að vera eitthvað ósáttur við að fá leikrit á svið sem segir "fokk jú" en púa svo alltaf þegar þú færð EKKI stig. Spes!!! Silvía var alla vega að leika dívu sem sýnir barnalega framkomu, svolítið annað en að vera bara barnalegur. En svo voru auðvitað margir sem föttuðu ekki að þetta væri leikið, sem er bara það sama og hér heima, mjög margir sem voru mjög lengi að kveikja.
En nóg um það.
Dóttir mín, yndislega, tók 5 skref í dag. VEIII!!! Gekk til pabba sína með bros út að eyrum. Alveg frábært. Hún er svo yndisleg að hún fær mig næstum því til að trúa á guð.
Fyrir þá sem ekki vita, þá er ég hættur að vinna dagvinnu, jamms hættur í búðinni, og er núna bara "fulltime" pabbadúllukall. Mikil breyting, margt sem ég þarf að læra og venjast, mun meiri vinna í rauninni en þúsund sinnum meiri umbun. Þó að kollegar mínir fyrrverandi í búðinni séu nú frábærir og skemmtilegir, þá er dóttir mín bara miklu skemmtilegri. :) Sorry guys!!
Kjellinginn bara farinn að vinna á fullu í rafvirkjastússinu og gengur bara voða vel og hún er að fíla það í botn.
Ætla á Ian Anderson á morgun og svo er ég að spila í Heiðmörk fyrir KB banka á miðvikudaginn. Ég er rosalega ánægður að vera búinn að fá hann Pétur minn aftur til landsins frá Akrópólishæð og hlakka mikið til að spila með þessu frábæra 5 manna "self-containing-unit-i" sem Buffið er.
En nóg af jákvæðnis-smeðju-kjaftæði, Fokk jú!!!