Jæja.. þá er maður búinn að skipta öllu yfir úr Símanum í OgVodafone og allir.. hressir, netið farið að virka og alles.
Við Buffarar spiluðum 2 gigg á föstudagskvöldið, það fyrra í garðpartíi hjá Jóni Ásgeiri, ásamt Birni Jörundi og Helga Bjöss. Topprinn á því giggi var þegar Ragga Gísla kom og söng með okkur 2 gömul Grýlulög, það var mjög gaman. Eftir það gigg fórum við í veislusal í bænum og spiluðum í afmæli, það gigg var bara mjög skemmtilegt, hlógum alveg lygilega mikið af gríni hvors annars, svo mikið að við náðum vart andanum á tímabili.
Áttum að spila í brúðkaupi á laugardagskvöldið en því var "offað" samdægurs og vil ég senda þeim brúðhjónum allar mínar bestu heillaóskir. Það var reyndar bara fínt þar sem ég var sjálfur gestur í brúðkaupi þetta kvöld svo að það var bara gaman.
alrighty..