Monday, July 31, 2006

YESSSSS!!!


Skjár Einn er að fara að sýna Parkinson, besta spjall í heiminum... mæli með því.
Spiluðum á Hvammstanga í gærkveldi á "good-old-fashioned" -flösku-sveita-balli. Það var bara mjög gaman, rokk og sviti.
Nú eru allir Sigur Rósar tónleikum en ég ákvað að vera bara heima og horfa á CSI:NY og Sleeper Cell.
Seacrest out!!!

Friday, July 28, 2006

"Eg vil vera memm"


Alltaf gaman að fara með litla krúttið sitt eitthvert út að leika með bolta. Fórum á Víðastaðatún í Hafnarfirði og þar tók ég þessa mynd á símann minn. Algjört krútt þessi stelpa.

Að lokum vil ég skilja hér eftir link á video með Gillian Welch, en hún er ein af mínum uppáhalds söngkonum, þarna er með henni gítarleikarinn hennar, það má eiginlega segja að Gillian Welch sé dúett frekar en stök söngkona. Gitarleikarinn (/söngvari) heitir David Rawlings og er nettur snilli að mínu mati. Þetta video sýnir kannski ekki alveg rétta mynd af honum þannig, þið ættuð að heyra Revival plötuna, yndislegur gítarleikur... þetta er sko mússíkk!!!
http://www.youtube.com/watch?v=UezlcUkrXf8

Tuesday, July 18, 2006

Medalia


Ég vann!!!
Heilræði dagsins: Ekki plata, því þá fer allt saman bara í rugl, og það er ekki gott!!!

Nik magnaður á live aid, heh he..
http://www.youtube.com/watch?v=ruQbS7S_xnQ

Friday, July 14, 2006

Stratocumulus


Vitið þið hvað það þýðir??? Þetta er sem sagt fræðiheiti yfir óveðursský.
Æðislegt sumar!!!
Tjékkið á þessum link hérna... mögnuð síða.
http://www.chucknorrisfacts.com/
Vonandi kætir þetta ykkur.

Og svo er þetta náttúrulega algjör klassík.
http://www.youtube.com/watch?v=NJsGjPbKEGU

Alrighty. .. THENNNNNNAAAA!!!

Tuesday, July 11, 2006

Jamms.. og jæja


Jæja.. þá er maður búinn að skipta öllu yfir úr Símanum í OgVodafone og allir.. hressir, netið farið að virka og alles.
Við Buffarar spiluðum 2 gigg á föstudagskvöldið, það fyrra í garðpartíi hjá Jóni Ásgeiri, ásamt Birni Jörundi og Helga Bjöss. Topprinn á því giggi var þegar Ragga Gísla kom og söng með okkur 2 gömul Grýlulög, það var mjög gaman. Eftir það gigg fórum við í veislusal í bænum og spiluðum í afmæli, það gigg var bara mjög skemmtilegt, hlógum alveg lygilega mikið af gríni hvors annars, svo mikið að við náðum vart andanum á tímabili.
Áttum að spila í brúðkaupi á laugardagskvöldið en því var "offað" samdægurs og vil ég senda þeim brúðhjónum allar mínar bestu heillaóskir. Það var reyndar bara fínt þar sem ég var sjálfur gestur í brúðkaupi þetta kvöld svo að það var bara gaman.
alrighty..